Alþýðublaðið - 22.08.1963, Blaðsíða 10
Rrtstjóri: ÖRN EIDSSON
Minningarorð:
Jóhann Bernhard
Fæddur 8. október 1918.
HIÐ sviplega fráfall Jóhanns
Bernhards kom vinum hans og
kuriningjum mjög á óvart, þó vit-
a8 væri, að hann gengi ekki heill
til skógar. íslenzkar íþróttir hafa
misst einlægan vin og merkan
forystumann.
Jóhann Bernhard fæddist að
Hrauni í Aðaldal 8. október 1918,
foreldrar hans voru Guðrún Jak-
obsdóttir frá Hallbjamarstöðum
(systir Benedikts Jakobssonar, í-
þróttakennara) og Jón Jónsson
skipstjQri.
Jóhann fluttist til Beykjavíkur
á öðru ári og ólst upp hjá Krist-
ínu Hagbarð. Hann stundaði nám
í Menntaskólanum í Reykjavík
a5 loknu bamaskólaprófi og tók
stúdentspróf árið 1939. Jóhann
kvæntist 23. maí 1942 Svövu Þor-
bjarnardóttur, glæsilegri konu og
lifir hún mann sinn ásamt þrem
dætrum, Þorbjörgu, Helgu og
Guðnýju.
j Ungur tók Jóhann Bemhard
ástfóstri við íþróttimar, hann
gekk snemma í Knattspyrnufélag
Reykjavíkur og æfði frjálsar í-
þróttir af miklu kappi og brátt
komst hann í fremstu röð afreks-
manna. Hann varð nokkmm sinn-
Jóhann Bemhard
um íslandsmeistari og setti ís-
landsmet. Að keppnisferli lokn-
um hóf Jóhann þátttöku í félags-
málum íþróttanna, fyrst í félagi
sínu og síðan í stjórn Frjáls-
íþróttasambands íslands og var í
fyrstu stjórn þess 1948. Hann
átti sæti í stjórninni í 13 ár sam-
fleytt, en fyrir tveim ámm gaf
hann ekki kost á sér til endur-
kjörs vegna heilsubrests.
Snemma fékk Jóhann áhuga á
afrekaskrám og íþróttablaða-
— Dáinn 17. ágúst 1963
mennsku og mín skoðun er, að
enginn hafi verið honum fróðari
um afrek íslenzkra íþróttamanna,
sérstaklega frjálsíþróttamanna.
Hann gaf m. a. út árbók frjáls-
íþróttamanna, ritstjóri íþrótta-
biaðsins og íþróttabl. SPORT var
hann um árabil. KR-blaðinu rit-
stýrði hann ámm saman og í-
þróttasíðu Alþýðublaðsins hefur
hann veitt óteljandi upplýsingar
um áratugi, auk þess, sem hann
stjórnaði síðunni stundum í for-
föllum. Öll þessi erilsömu störf
vann Jóhann ávaUt af einlægni og
vandvirkni og öryggi einkenndi
allt starf hans. Síðast var spurt
um greiðslu, sem sjpldan fylgdi.
En þannig var Jóhann.
Þegar ég, ungur piltur austur á
fjörðum, fékk áhuga á íþróttum,
rakst ég fljótt á nafn Jóhanns
Bernhards, fyrst var það nafn
afreksmannsins og síðan nafn hins
snjalla leiðtoga og íþróttablaða-
manns, sem á öllu kunni skil. —
Greinar Jóhanns einkenndust á-
vallt af fjöri og fróðleik, sem
byggðar vom á margslunginni
þekkingu á íslenzkri og erlendri
íþróttasögu. Þær vom lesnar aft-
ur og aftur, já, og lærðar utan
að sumar hverjar.
Við Jóhann unnum saman í
stjórn Frjálsíþróttasambands ís-
lands í nokkur ár og það vom
ánægjuleg ár. Jóhann hugsaði
fyrst og fremst um framgang í-
þróttanna, og það sem þeim mátti
verða fyrir beztu hverju sinni,
allt annað var honum aukaatriði.
Þekking hans á reglum var óbrigð
ul og hann var ávallt sanngjarn,
þó að hann væri e.t.v. ekki á
sama máli og aðrir stjórnarmenn.
Jóhann forðaðist illvígar deilur,
skoðun hans var sú, að á þeim
töpuðu íþróttimar alltaf. Hann
áleit, að samkomulag væri ávallt
mögulegt.
Jóhann Bernhard hafði yndi af
fleiru en íþróttum, sjálfur var
hann frábær teiknari og hefði þó
getað náð enn lengra á þeirri
braut, en íþróttirnar skipuðu
öndvegi í huga hans. Hann var
mikill tónlistarunnandi. Þekking
Jóhanns á ýmsu fleiru var mikil,
en því miður var undirrituðum
ekki nægilega kunnugt um þau
áhugamál hans, til að geta frá
þeim skýrt, en það munu aðrir
vonandi gera.
Að lokum votta ég eftirlifandi
konu Jóhanns Bemhards og börn-
um innilega samúð mína. Mikil
Framh. á 14. síðu.
10 22- ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
S38f Beztu afrek í frjálsum
ur5,13 (þróttum 20. ágúst '63
Þessi mynd var tekin í
Uondon á dögunum, er
bandaríski stúdentinn John
Pennel stökk 5,13 m., sem
er nýtt heimsmet. Afrekið
vann Pennel í landskeppni
Breta og Bandaríkjamanna
á White City.
Sovézkt
met
A rússneska meistaramótinu
setti Bliznetsov nýtt met í stang-
arstökki, stökk 4,70 m. Ozolin jafn
aði metið í 200 m. hljóp á 20,9
sek. Gorijajev sigraði í þrístökki
stökk 16,34 m. Kreer stökk 16,2
metra.
Þrír íslenzkir
alþjóðadómarar
Samkvæmt reglum Alþjóða-
knattspyrnusambandsins ber
hverju knattspyrnusambandi að
tilkynna fyrir 1. sept. ár hvert
hverjir verði milliríkjadómarar
fyrir næsta ár á eftir.
Stjórn knattspyrnusambands
íslands hefur samþykkt að til-
tilkynna eftirtalda dómara, sem
milliríkjadómara fyrir tímabilið 1.
september 1963 til jafnlengdar að
ári: |
Haukur Óskarsson
Hannes Þ. Sigurðsson
Magnús V. Pétursson.
BEZTU afrek islenzkra frjáls-
íþróttamanna og kvenna 1963
miðað við 20. ágúst, »ru sem hér
segir:
KARLAR:
100 m. hlaup:
Valbjörn Þorl. KR 10,9
Einar Gíslason, KR 10,9
Skafti Þorgrímsson, ÍR 10,9
200 m, hlaup:
Valbjörn Þorl. KR 22,6
400 m. hlaup:
Skafti Þorgrímsson, ÍR 50,3
800 m. hlaup:
Kristján Mikaelsson, ÍR 1-58,0
1500 m. hlaup:
Kristl. Guðbj. KR 4:01,2
3000 m. hlaup:
Kristl. Guðbj. KR 8:33,0
5000 m. hlaup:
-Kristl. Guðbj. KR 14:40,8
10 þús. m. hlaup.
Agnar Leví, KR 33:40,0
3000 m. hindrunarhl.:
Kristl. Guðbj. KR 9:08,8
110 m. grindahl.:
Valbjörn Þorl. KR 15,2
400 m. grindahl.
Helgi Hólm, ÍR 57,0
Valbjöm Þorl. KR 57,0
4x100 m. boðhlaup:
Sveit KR 44.8
4x400 m. boðhlaup:
Sveit KR 3:33,3
1000 m. boðhlaup:
Sveit KR 2:04,6
Hástökk:
Jón Þ. Ólafsson, ÍR 2,06
Langstökk:
Úlfar Teitsson, KR 7,08
Þrístökk:
Sigurður Sveinsson, HSK 14,15
Stangarstökk:
Valbjörn Þorl. KR 4,30
Kúluvarp:
Guðm. Herm. KR 16,04
Kringlukast: ' J
Þorst. Löve, ÍR 52,38
Spjótkast: Kristján Stefánsson, ÍR 64,15
Sleggjukast: Þórðúr B. Sig. KR 52,05
Fimmtarþraut: Valbjöm Þorl., KR 2760 Stig
Tugþraut: Valbjöm Þorl. KR 6931 stig.
KONUR: “ - *■
100 m. hlaup: Sigríðm1 Sig. ÍR 12,9
200 m. hlaup: Sigríður Sig. ÍR 28,1
400 m. hlaup: Halldóra Helgadóttir, KR 68,4
80 m. grindahlaup: Sigríður Sig. ÍR 13,3
4x100 m. boðhlaup: Sveit ÍR 55,7
Kúluvarp: Erla Óskarsd. HSÞ 9,71
Kringlukast: Framh. á 14. síðu.
Syndum
öll 200
metrana!
í