Alþýðublaðið - 24.08.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.08.1963, Blaðsíða 2
aájmMsmas) Rltstjórar: Gísll J. Ástþórsson (SD) og Benedikt Gröndal,—ASstoSarrltstjórl Björgvin Guðmundsson. — Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: 14:906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10. — Áskriftargjald kl. 65.00 á mánuði. í lausasölu kl. 4 00 eint. Útgefandi: Alþýðufiokkurinn. IRYGGJA VERÐUR JAFNVÆGI EITT aðalatriðið í áróðri stjórnarandstöðunn- ar gegn viðreisnarráðstöfunum núverandi ríkis- istjórnar er 'það, að ríkisstjónin hafi gert ráðstafan ir til að rýra verðgildi krónunnar og auka verð- >bólgu í landinu. í gær sagði Tíminn t. d., að ríkis- stjórnin hafi tvífellt gengi krónunnar, hækkað sölu -skatta og vexti, en þær ráðstafanir hafi aukið dýr tíð. Við þennan málflutning stjórnarandstöðunnar <er tvennt að athuga. í fyrsta lagi var gengisbreyt- ingi.n 1960 ekki annað en staðfesting á þeirri rým- tin á verðgildi krónunnar, sem þegar var orðin í tíð vinstri stjórnarinnar. Ríkisstjóm Hermanns Jónassonar réði ekki við efnahagsmálin, og óða- verðbólga var að myndast, er stjóm hans hrökklað ist frá völdum. Þær miklu víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags, sem urðu á síðustu mánuðum vinstri stjórnarinnar, áttu stóran þátt í gengislækk uninni, en áður hafði vinstri stjórnin lagt á yfir- •færslugjald vorið 1958 og með því fellt gengið að miklu leyti. Hin nýja skráning krónunnar 1960 var aðeins staðfesting á þessu. Og á sama hátt var síð- ari gengisfellingin í tíð núverandi stjórnar stað- festing á þeirri rýmun krónunnar, er hinar miklu Ikauphækkanir vorið 1961 sköpuðu. SÍS átti ein- mitt stóran þátt í þeirri gengislækkun með óá- byrgri afstöðu sinni í launamálum. í öðru lagi er rétt að benda Tímanum á það, að ráðstafanir eins og hækkun söluskatts og hækk un vaxta auka ekki verðbólgu eða rýra verðgildí krónunnar. Slíkar ráðstafanir stuðla þvert á móti að auknu jafnvægi í efnahagsmálum, þegar eftir- spurn eftir vömm og gjaldeyri er mikil eins og hér hefur verið, þegar þessar ráðstafanir hafa ver- ið gerðar. Eigi að haldast jafnvægi í efnahags- málum, má ekki myndast fölsk kaupgeta, þ. e. kauphækkanir mega ekki vera meiri en sem svarar aukinni framleiðslu þjóðarinnar. Ella myndast ó- eðlilega mikil eftirspurn eftir ivörum og gjaldeyri, sem leiðir til verðbólgu og 'halla gagnvart útlönd- um. Hliðarráðstafanir ríkisstjórnarinnar 1960, svo sem vaxtahækkunin, áttu einmitt að stuðla að jafn vægi og draga úr verðbólgu en ekki þvert á móti, eins og Tíminn heldur fram. Aður en kauphækkanir urðu á þessu ári, var búið að styrkja svo allt efnahagskerfið með ráð- stöfunum ríkisstjómarinnar, að þjóðarbúið var bet ur undir þær búið en áður. Þó er ljóst, að hætta er á ferðum, ef enn verða frekari kauphækkanir. Þess vegna er það vissulega rétt, er fjármálaráð- herrann hefur bent á, að nú ber umfram allt að tryggja áframhaldandi jafnvægi í þjóðarbúskipn- um. HANNES Á HORNINU + Mikil andstygg® er a® sjá skattana. Brennivínsflaskan vottur um verðfall krónunnar. | ^ Kaldhæðinn og beizkur bréfritari. ; IIIMIMMMil..................................... 11IIIIMI1 ■ 1.111111! ■ 111 ■ 11111 ■ 11 n II ■■ ■ 1111111M HANNES JÓNSSON skrifar mér og er gamansamur að þessu sinni. „Góðfúsum lesara heilsan. Mikil andstyggð var að sjá skattana og gjöldin á þessu herrans ári hérna í stórborginni Reykjavík. Ég hefi aldrei séð það eins. Það er verið að leggja skatta og útsvör á gam almenni og öryrkja. Ég hefi reynt veikindi, örorku og elli, og finnst ekkert af því arðbær hlunnindi. MILLISTÉTTAMENN og verka menn með sæmilegu kaupi verða að borga allt að 30 — 40% í skatta. En ævintýramenn með milljónir og tugi milljóna handa á milli borga lítið eða ekkert. Það er verið að taka baggana af stóra Brún og láta þá ofanimilli á litla Jarp. Þetta er ekki stórmannlegt, og aldrei gerðu Húnvetningar það. „JÚ ANNARS Ijúgðu ekki svona hratt, ég hefi ekki við að trúa“, sagði Árni gamla á ísafirði. Ég held það mætti segja svipað um skýrslur Landssambands íslenzkra útgerðarmanna. Það er erfitt að trúa þeim. Og þegar bændur heyja gjafakom vestur í Ameríku, sem Eimskip flytur frítt, þá er varla hægt að kalla þá lands- stólpa. „Það er von, það er von, það gerir fraktin“, sagði Steini gamli í fyrra stríðinu, þegar rjóma bússmjörið komst á 7 krónur kíló ið. „KOMH) ÞIÐ MEÐ peningana, elskurnar mínar það er allt öruggt hjá okkur“, segja bankastjórarn- ir og keppast við að byggja budd- ur. Svo er kannski biðstofan inni í einhverri brennivínsknæpunni, þar sem ævintýramenn semja um milljónalán, sem þeir ætla aldrei að borga. KOMMÚNISTAR VITA hvert þeir eru að fara. Þá varðar ekk- ert um afkomu alþýðunnar, lield- ur að brjóta niður þjóðfélagið. Þeir kenndu skuldaþrjótunum 1946 hvernig þeir ættu að losna við skuldirnar, með því að fella verðgildi krónunnar. Þeir hafa dyggilega haldið iðju sinni áfram. I dag virðist brennivínsflaskan vera réttur verðmælir á krón- una, 1911 kostaði flaskan 145 aura en nú 190 krónur, eða verðgildi krónunnar innan við eyri. Vel að verið í sviksecni við hrekklaust fólk. Og enn eru fréttir um nýja verðfellingu. UNDANFARNA ÁRATUGI hefi ég verið að látast vera að leiðbeina þeim, sem miður voru færir. Nú get ég það ekki lengur. Bæði finnst mér þetta orðið svo ömur- legt og tilgangslaust, og á ég varla eftir nema fá ár eða fáar mínútur, svo víst er tími kominn til að hugsa um sáluhjálpina. SVO ÞEGAR ÉG KEM til sánkti Péturs mins, blessaðrar sjálfstæðishetjunnar, og hann gal opnar gullna hliðið og býður mig hjartanlega velkominn, þegar ég sé inni í Himnaríki Húnvetning- anna mína, feita og pattaralega, heyri að þar er eingöngu töluð ís lenzka. En í myrkrinu og kuld- anum fyrir utan heyri ég tanna- gnístur heildsalanna og annarra vondra manna, í selskap framsókn armanna og kommúnista, þá verð ég sæll i mínu hjarta og segi við sjálfan mig, af því að mér þykir alltaf gaman að tala við gáfaða menn: „Mikil lánsmanneskja var ég, að lenda í slagtogi með íhald inu“. KALDHÆÐINN ER HANN gamli maðurinn, sem gerðist eitt sinn kaupmaður og valdi til þess verstu kreppuárin — og lánaði og lán- aði eins og faðir hans fyrir norð- an og fór á hausinn alveg eins og hann, en reif alla reikninga á' fá tæklingana svo að þeir finndust ekki. Nathan Ketilsson var lang afi Hannesar — og eðlið er líkt. Hannes á stól úr eigu Nathans og vill ekki á öðrum stól sitja á kvöldin. — Nú aðstoðar hann al- þýðufólk við að télja fram og skrifa kærur til yfirvalda — og segir að lokum: „Þú borgar ef þú getur. Annars borgar þú ekki neitt!“ Hannes á horninu. VANDIÐ VALIÐ -VELJIB VOLVO Ritarastarf Starf ritara er laust við lögreglustjóraembætt ið í Reýkjavík. Vélritunarkunnátta nauðsyn- leg. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi op- inberra starfsmanna. Eiginhandarumsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu minni fyrir 1. september n.k. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 22. ágúst 1963. BÓKA Starf bókara er laust við lögreglustjóraem- bættið í Reykjavík. Bókhaldsþekking nauð- synleg. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi op inberra starfsmanna. Eiginhandar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu minni fyrir 1. september nk. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 22. ágúst 1963. Bezt að auglýsa í Alþýðublaðinu £ 24. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.