Alþýðublaðið - 24.08.1963, Side 4

Alþýðublaðið - 24.08.1963, Side 4
 AUPGJALD OG VERÐLAG UM íatt er meira skrifað í stjórnmálablöðunum en kaup- gjalds- og verðlagsmál. Þetta er að því leyti eðlilegt, að liér er um að ræða mál, sem snerta .hvern mann. Lífskjörin eru undir því komin, hvert kaupið er — og hvert er verðlag þeirrar vöru og þjón- ustu, sem keypt er fyrir kaup- ið. En þegar það er haft í huga, að hér er um hin mikil- vægustu grundvallaratriði að ræða, gegnir furðu, af hversu mikilli ónákvæmni er um þau rætt. Beinar blekkingar um einföld atriði eru jafnvel hafð- ar í frammi og þær endur- teknar sí og æ. Ekki verður komið tölu á, liversu oft það hefur verið staðhæft opinberlega, að lífs- kjör almennings hafi versnað hér á landi undanfarin ár. — Hagstofa íslands reiknar mán- aðarlega breytingar á fram- færslukostnaði. Samkvæmt út- reikningmn hennar liefur fram færslukostnaður hækkað um 33% síðan í ársbyrjun 1960. Því miður eru hins vegar ekki til hliðstæðir útreikningar um breytíngar á tekjum launþega né annarra stétta, hvorki ein- stakra stétta, launþega yfirleitt né þjóðarinnar í heild. í skjóli þessa skorts á upplýs- ingum eru alls konar sleggju- dómar kveðnir upp um breyt- ingar á íekjum og lífskjörum. Hægt er þó að athuga breyting ar s'em orðið hafa á kaup- töxtum einstakra stétta. Er þá mjög algengt að vitna sérstak- lega til verkamanna og miða við lægsta taxta Dagsbrúnar. í ársbyrjun 1960 nam tíma- kaup samkvæmt honum 21,91 kr. Kaup samkvæmt þeim taxta nemur nú 29,68 kr. Það hefur því hækkað um 35,5%. Breyt- ingar á lægsta taxta Dagsbrún- ar eru hins vegar engan veg- inn réttur mælikvarði á breyt- ingar á launum, ekki einu sinni breytingar á launum Dags brúnarmanna, hvað þá annarra stétta. Síðan 1960 hafa ýmsir hópar Dagsbrúnarmanna ver- ið fluttir milli launaflokka, þannig, að launatekjur Dags- brúnarmanna yfirleitt hafa hækkað meir en svarar hækk- un á lægsta taxtanum. Af öðr- um ástæðum hafa tekjur verka manna einnig liækkað meir en taxtinn. Þá er það og alkunn staðreynd, að tekjur annarra stétta hafa hækkað meir en tekjur verkamanna og á það fyrst og fremst við um sjó- menn, iðnaðarmenn og verka- konur og nú síðast um opin- bera starfsmenn samkvæmt úr- skurði kjaradóms. Miðað við það, að tekjur og atvinnu- fe ástand haldist óbreytt út árið frá því sem nú er, má gera ráð fyrir, að meðaltekjur verka- manna, iðnaðarmanna og sjó- manna verði í ár 50% hærri en þær voru 1960. Það er því augljós fjarstæða, að tekjur hafi ekki hækkað mun meira síðan í ársbyrjun 1960 en fram færslukostnaður. Engu að síður er það end- urtekið í blöðum, dag eftir dag, að lífskjör þjóðarinnar hafi farið versnandi undanfar- in ár. Hitt er svo annað mál, að verðlagið er ekki stöðugt og að breytingar á því eru framund- an. í næsta mánuði verður á- kveðið nýtt verð á innlendum landbúnaðarvörum með hlið- sjón af þeirri hækkun, sem orðið hefur síðan í fyrra á tekjum launþega. Einnig mun verða tekið tillit til þeirrar breytingar, sem orðið hefur á opinberum gjöldum í kjölfar hækkandi tekna, og mun vísi- tala framfærslukostnaðar hækka nokkuð af þeim sökum. Gera verður og ráðstafanir til þess, að ríkissjóður geti staðið undir auknum Iaunagreiðslum til opinberra starfsmanna sam- kvæmt kjaradómi, og hlýtur það að hafa í för með sér nokkra hækkun verðlags í einu eða öðru formi. Það er því fyrirsjáanlegt, að nokkur liækkun verður á verðlagi og þar með framfærslukostnaði á næstu mánuðum. Hér er hins vegar fyrst og fremst um að ræða afleiðingar tekjuhækk- unar, scm þegar hefur átt sér stað. Launþegar geta því ekki bætt sér upp þessa verðlags- hækkun með nýjum kaup- hækkunum, því að þær mundu hafa í för með sér enn aðrar verðhækkanir. Verðhækkanirn- ar mega auðvitað ekki verða svo miklar, að þær fari fram úr þeim tekjuauka, sem átt hefur sér stað. Á því á ekki heldur að vera nein hætta. Hér er þess að vísu að geta, sem minnzt var á í upphafi, að því miður eru ekki til örugg- ar skýrslur um breytingar á tekjum Iaunþega í heild frá ári til árs. En með hliðsjón af því, sem liggur ljóst fyrir um breytingar á launatöxtum og rannsóknum, sem gerðar hafa verið á meðaltekjum verka- manna, iðnaðarmanna og sjó- manna, er augljóst, að lífskjör- in á þessu ári eru ekki verri en þau hafa verið undanfarin ár, heldur mun betri, og munu verða það, þótt verðlag eigi eftir að hækka verulega til áramóta. Keynslan sýnir það hins vegar, svo að ekki verður um villzt, að lífskjörin hafa ekki batnað í hlutfalli við breytingar á kauptöxtum og ekki heldur í hl'utfalli við breytingar á tekjum. Lífskjör- in geta ekki batnað nema þjóð- arframleiðslan vaxi og skipting þjóðarteknanna verði réttlát- ari. Leiðin að því marki er hins vegar hvorki hækkun kauptaxta né aukning peninga- tekna, heldur aukin fram- leiðsla og vaxandi framleiðni. KARL ROWOLD KVEÐUR ISLAND KAKL ROWOLD, sem verið hef ur fyrsti sendiráðsritari og oft Chargé d'affairs fyrir Vestur- Þýzkaland hér á landi, er nú á för um til Stokkhólms, þar sem hann tekur við starfi í þýzka sendiráð- inu. Munu þau Rowold og kona hans fara af landi burt í næstu viku, en þau hafa dvalizt hér á sjötta ár. Rowold hefur lagt sig mjög fram um að kynnast íslendingum og íslenzkum viðhorfum, meðan hann hefur starfað hér, og ferðazt víða um landið. Hefur hann eign- azt fjölda vina, ekki sízt á sviði stjórnmála og menningarmála, enda hefur hann beitt sér fyrir KARL ROWOLD bókasýningum, námsmannaskift- um, heimsóknum listamanna og fjölmörgu öðru, sem hefur stuðl- að að auknum kynnum og vináttu líslendinga og Þjóðverja. Þegar Rowold var ungur maður heima í Þýzkalandi, fékk hann mikinn áhuga á starfi verkalýðs- hreyfingarinnar og flokki jafnað- armanna. Tók hann virkan þátt í baráttunni gegn nazistum, áður en þeir komu til valda, og var strax settur á svartan lista eftir að þeir náðu undirtökum í land- inu. Var Rowold handtekinn og sat um tveggja mánaða skeið í fangelsi, þar sem liann var beitt- ur hörðu til að knýja hann til að gefa upplýsingar um félaga sína —— en án árangurs. Honum tókst að flýja úr fangelsisjúkrahúsi og varð hann að fara huldu höfði, oft að skipta um dvalarstað þrisvar sinnum á dag í Hamborg. Neydd ist hann loks til að flýja land og komst til Danmerkur. Margra ára dvöl með Dönum veitti Rowold fullkomið vald á danskri tungu og mikla þekkingu á dönskum aðstæðum, sem hefur komið honum að góðu haldi í ut- anríkisþjónustunni síðan. Eftir að Þjóðverjar hertóku Danmörku, varð Rowold að flýja á hinn ævin týralegasta hátt til Svíþjóðar, þar sem hann var til stríðsloka. Vann hann mikið starf meðal flótta- manna, bæði á sviði félagsmála, blaðamennsku og fleira. Þegar friður komst á, var Ro- wold kallaður til starfa í þýzka sendiráðinu í Kaupmannahöfn, enda þótti hann öðrum fremur lík legur til að geta grætt einhver þeirra sára, sem ófriðurinn skildi eftir sig.. Þar starfaði hann um fimm ára skeið, var síðan þrjú ár í Bonn, áður en hann var skipað- ur sendiráðsfulltrúi hér í Reykja vík. íslendingar hafa kynnzt í Karli Rowold mörgum -af beztu eigin- leikum-Þjóðverja og standa í þakk arskuld við hann fyrir meira en fimm ára starf hér á landi. Þeim hjónum fylgja beztu árnaðaróskir er þau halda héðan til nýrra á- byrgðarstarfa í Svíþjóð. TYRKIR GERAST AUKAAÐILAR E SAMNINGUR um aukaaðild Tyrklands að Efnahagsbandalagi Evrópu verður undirritaður 12. september næstkomandi í Ankara, en samningur þessi hefur verið 'engi á döfinni. Mun hann taka gildi jafnskjótt og Evrópuþingið annars vegar- og tyrkneska þing- ið hins vegar hafa staðfest hann. Tyrkland verður annað ríkið, sem gerist aukaaðili að EBE, en "rikkland er þar fyrir. Samning urinn við Tyrki er að mörgu leyti 'íkur gríska samningnum og stefn ir að tollabandalagi Tyrklands og liBE í framtíðinni. Tyrkir sóttu um aukaaðild 1959, 13ri eftir stofnun EBE. Samningar Igengu hins vegar illa og 1960 var «gerð bylting í Tyrklandi, svo að málið drógst á langinn. í marzmán uði síðastliðnum tók að hilla und- ir samkomulag og í júní var geng ið frá samkomulagi til bráða- birgða. Samningurinn er sniðinn eftir sérstökum aðstæðum í Tyrklandi og er mjög líkur gríska samningn um. Tyrkir eiga við að stríða hrað vaxandi viðskiptahalla gagnvart umheiminum, þeir eru skuldugir í öðrum löndum og þurfa á miklu fé að halda til fjárfestingar við uppbyggingu landsins. Mun EBD veita þeim mikla fjárhágsaðstoð samkvæmt samkomulaginu, .greiða fyrir útflutningi þeirra og iána fé til fjárfestingar. Þess var gætt við samningsgerð ina, að Tyrkir geta eins og nú standa sakir alls ekki gengið inn á margar þeirra kvaða, sem þátt- tökuríki taka á sig. Þess vegna ;var gerð áætlun um þrjú tímabil. j Á hinu fyrsta verða Tyrkir utan ivið tollabandalagið, en fá mikil viðskiptahlunnindi fyrir vöruteg- undir sem eru þýðingarmiklar í út flutningi þeirra, svo sem tóbak, rúsínur, þurrkaðir ávextir, hnetur og fleira. Eftir þriðja árið verður hægt að láta þessi hlunnindi ná til fleiri vörutegunda. Á þessu fyrsta tímabili lánar EBE Tyrkj- um 175 milljónir dollara með sér- staklega hagstæðum greiðslu og vaxtakjörum. í sarnningum er gert ráð fyrir, : að eftir fimm ár geti annað tima i bilið hafizt en það er aðlögunar- tímabil, þegar to'Iabandalagið kem ur smám saman til framkvæmda unz það nær til allra viðskipta milli Tyrkja og bandalagsríkj- anna. Um leið og stefna í viðskiptum gagnvart þriðju aðilum verður samræmd, verða gerðar ráðstafan ir í landbúnaðarmálum og öðrum efnahagsmálum. Munu Tyrkir þá gangast inn á sum af höfuðatrið- um Rómarsáttmálans til dæmis jfrjálsan tilflutning á verkafólki, sameiginlega stefnu í samgöngu- málum og fleira. Þriðja tímabilið verður full- komnun tollabandalagsins og frek ari samræming í efnaliagsmálum. Eftir það er talið líklegt, að Tyrk land gerist fullgildur aðili að EBE °ða svo gerir samningurinn ráð fyrir. Til að tryggja framkvæmd samningsins verður sett upp sér- stakt ráð, þar sem fulltrúar Tyrkja og bandalagsríkjanna eiga sæti, og verður þar fjallað um deilumál, sem kunna að rísa. (Samkvæmt SEP í Briissel) 4 24. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.