Alþýðublaðið - 24.08.1963, Blaðsíða 15
\
GRANNARNIR
ÁSIARSAGA A SJÚKRAHÚSIEFTIR: LUCIILA ANDREWS
Skyndilega kom hann auga á
blómin, sem ég hélt á. „Fögur
blóm, bætti hann við og brosti.
Eru þau nýkomin?"
„Það hlýtur einhver gestur að
hafa lagt þau hérna frá sér í
heimsóknartímanum", svaraði
ég. „Ég fann þau hérna rétt áð-
an“,
„Má ég aðeins athuga þau nán
ar," sagðí hann hispursl. og tók
þau af mér. Hann sagði þetta vin
gjarnlega eins og ekkert væri
sjálfsagðara og bannig var fram
koma hans áva’lt gagnvart okk-
ur 'systrunum, hann var jú far-
sællega giftm- og var því jafnan
eðlilegri í fasi við okkur en þeir
.læknanna, sem enn voru ókvænt
ir. „Komdu hérna aðeins, Jake,
kallaði hann og snerist á hæli í
átt til dyranna. „En þær indælis
nellikkur. Einmitt eins og konur
óska sér helzt".
Jake birtist í dyrunum. „Gott
kvöld“, sagði hann lágum, þýðum
rómi og kinkaði kolli til mín.
Hann virti blómin fyrir sér og
bros lék um varir hans. „Jú,
þetta eru sannarlega falleg blóm.
Einmitt eins og blómið, sem þú
gekkst sem lengst með í hnappa
gatinu í fyrrasumar". “Ó, afsak
iðbætti hann við, þegar um-
slag, sem ég hafði ekki áður
Veitt athygli féll úr blómavend-
inum og niður á gólfið við fæt-
ur okkar. Spence læknir beygði
Sig, tók umslagið upp,- leit fyrst
iauslega á það og tók síðan að
skoða það gaumgæfilega.
„Eruð þér frk. Standing, syst-
ir?“ spurði hann. Ég kinkaði kolli
ráðleysislega og tók við blóm-
unum, sem hann rétti mér bros-
andi. Hann hallaði undir flatt
og virti mig fyrir sér.. „Blómin
hæfa yður vel, systír. Ég sé vart
fegurri sjón en unga stúlku með
blóm í^fanginu. Jæja, hvað er ég
annars að hugsa, bezt að fara að
koma sér á Francis, Jake“.
Jake hafði fram að þessu stað
ið andspænis mér og horft á mig.
Af andliti hans gat ég glöggt
greint, að hann var ekki eins hrif
inn og starfsbróðir hans. „Snið-
ug liugmynd" tautaði hann þurr
lega fyrir munni sér um leið og
hann sneri sér til dyranna og
hvarf út um þær án þess að
kveðja.
Ég stóð aftur ein með nellikk
Urnar á milli handanna. Mér kom
alls ekki á óvari að þekkja rit-
liönd Bills á umslaginu. Ég hafði
ekki minnsta áhuga á að vita,
hvers vegna hann sendi þessi
blóm. Hvers vegna í ósköpunum
gat hann aldrei séð mig í friði?
Ég gekk inn í eldhúsið, setti
blómin í vatn og svo settist ég á
, brauðkassann og opnaði umslag
ið. Innan í því var miði þéttskrif
aður báðum megin. Bill skrifaði:
„Ég þarf að biðja þig fyrir-
gefningar, Rósa, þ. e. a. s. tvö-
faldrar fyrirgefningar. En svo
að ég byrji á byrjuninni, þá er
ég ákaflega leiður yfir að þetta
þama um daginn skyldi eiga sér
stað. Ég veit að ég hagaði mér
ekki rétt en það er nú einu sinni
svo, að maður hagar sér ekki allt
af eins og maður á að haga sér.
Ef þú skyldir hafa nokkra á-
nægju af því (sem ég efast um),
að vita það að yfirlæknirinn tók
í lurginn á mér, þá veiztu það
hérmeð. Og nú er ég ákveðinn í
að taka mig á og hegða mér skyn
samlega — að minnsta kosti á
meðan Jake er hérna við sjúkra
húsið.
Ég hef um langt skeið haft
grun um að ónefndur yfirlæknir
hefði augastað á þér. Ég hef
nefnilega tekið eftir, hvernig
hann gónir á þig og það var ein-
mitt þess vegna, sem ég fór með
þig til Berts kvöldið, sem hann
var þar. Mig langaði að sjá svip
brigði hans og önnur viðbrögð,
þegar ég færi að hvísla að þér
og kjassa þig. Það, sem mér
þótti verst, var að þú skyldir
ekki vilja taka þátt í þessum
leik, Rósa. Skelfingar kjáni
varstu þá, Rósa. En ég held
samt að þú sért í rauninni eng-
inn kjáni. Og nú máttu hlæja
eins og þig lystir, þegar þú tek
ur við bessum blómvendi frá
vesælum þorpara, sem er ákveð-
inn að hefja nýtt og betra líf,
þorpara hvers grunsemdir voru
ekki á rökum reistar.
Með beztu kveðjum frá Bill
frænda."
Undir þessum línum voru tvær
stuttar athugasemdir. Hin fyrri
hljóðaði svo:
„Hvenær áttu næst frí? Þegar
þú færð það skaltu taka þér eitt
hvað fyrir hendur, sem ég má
taka þátt í.“
Síðari athugasemdin var á
þessa leið:
„Hefurðu heyrt að Margaret
Mercer yfirhjúkrunarkona er
líka að hætta? Já, það er mörg
vitleysan, sem mannkindin ger-
ir“.
13. KAFLI.
Ég sat sem stjörf á brauða-
kassanum. Ég sleppti ekki bréf-
inu, fór ekki að gráta og forðað
ist heilabrot. Ég var yfirleitt und
arlega tómlát. Svo fór ég að
hugsa af rósemd, — svo að þær
höfðu haft rétt fyrir sér, —
Margaret Mercer ætlaði að hætta
störfum sínum til þess að gift-
ast: Ég íhugaði bann möguleika,
að Bill hefði skjátlazt en komst
að þeirri niðurstöðu að til þess
væru sáralitlar líkur. Ungar kon
ur með reynslu og hæfileika á
borð við frk. Mercer segja ekki
upp stöðu sinni sem yfirhjúkr-
unarkonur án þess að hafa til
þess gildar ástæður. Næsta þrep
f mannvirðingastiganum yrði að
stoðarforstöðukona, ef Mercer
héldi áfram störfum sem yfir-
hjúkrunarkona. Og til að hafna
slíkum frama þyrfti meira en lít
ið að koma til. Jú, það gat ekki
verið um að villast. Auðvitað
ætlaði Margaret Mercer að gift-
ast Jake.
Jake. Ég komst ekki hjá því
að sjá mynd hans í huga mér —
og tilfinningin, sem því fylgdi
var reiði, ískvöld reiði. Ég var
reið sjálfri mér fyrir að hafa
látið blekkjast af heimskulegum
draumórum. Hvers vegna hafði
ég frá byrjun ekki gert mér ljóst,
að slíkir draumar gátu aldrei
rætzt? Hvers vegna hafði ég ver
ið með allar þessar fánýtu vanga
veltur um Jake?
Hvers vegna? Jú, vegna þess
að ég hafði orðið ástfangin af
honum við fyrstu sýn. Mér hafði
strax skilizt, að hann var rétti
maðurinn fyrir mig. En fyrsta
ársnemar hafa ekki rétt á að
menn líti á þær sem venjulegar
konur. Þær eru bara fyrstaárs-
nemar og ekkert annað. Og því
fyrr sem mér skildist þetta því
bctra fyrir alla aðila.
Ég reis stirðlega upp af brauða
kassanum. Síðan opnaði ég hann
og tók upp tvo stóra brauðhleifa.
Loks tók ég brauðhnífinn úr
skúffunni, skerpti hann og skar
niður nokkrar brauðnseiðar til
að hafa til morgunverðarins.
Ég gat ekki fest hugann við
brauðskurðinn. Mér varð hugs-
að til Bill Martin, — nú skildi
ég ástæðuna til að hann sendi
mér blómin og bauð mér aftur
út. Hann gat með engu móti kom
ið því inn í kollinn á sér að ég
var ekki vitund hrifin af hon-
um. Hann skildi ekki, að hann
hafði engin áhrif á tilfinningar
mínar hvaða brögðum sem hann
beitti til þess. Og það var eitt,
sem gladdi mig. Grunsemdir
hans gagnvart Jake, sem þó virt
ust hafa verið ástæðulausar eft-
Framfarafélags blökkumanna f
Bandaríkjunum, hefur komizt svo
að orði um þær breytingar, sem
hér hefur verið getið, og aðrar
af sama tagi, að ógerningur sé að
fylgjast með öllum þeim þeldökku
Bandaríkjamönnum, sem eru í
ábyrgðarstöðum í dag.
ÍÞRÓTTIR
Framh. af 10 síðu
enga stoð — nema henni sé fylgt
eftir. Staðreyndin er sú, takizt Ak-
ureyringum ekki að s'igra, eru þeir
fallnir niður í II. deild og jafnvel
þó að þeir næðu jafntefli, hafa
þeir enga tryggingu fyrir því að
sigra Keflvíkinga. Sigur yfir KR
nú, er þeim næsta eina vonin til
að halda sig í I. deild.
En KR liðið er ekkert lamb að
leika við, — það mun sannast. —
íslandsmeistaratitillinn, bikarinn
og hinir 11 gullpeningar, blasa við
á næsta leiti — og keppnisdugur-
inn er fyrir hendi. Norðanmenn
mega svei-mér herða sig. — En
sleppum frekari hugleiðingum. Úr-
slitin liggja ljós fyrir á morgun.
EB.
7S6W
Þú mátt alls ekki hrekkja litlu músina.
ir ískaldri framkomu Jakes að
dæma.
Ég hélt áfram að skera brauð-
ið og lét jafnframt hugann
reika. Hvers vegna hafði ég kom
ið til St. Martins einmitt núna?
Bara að ég hefði komið einu ári
siðar. Þá hefði ég ckki þurft
að hitta Jake og aldrei hlotið vit
neskju um, hvers ég færi á mis.
Ég lokaði augunum og setti mér
fyrir sjónir, hversu ákaft ég
mundi sakna Jake, þegar til
kæmi. Og ég velti því fyrir mér,
hve langur tími mundi líða, þang
að til ég jafnaði mig og tæki
gleði mína á nýjan leik. Og mitt
í öUum þessum hugleiðingum
skar ég mig óvart í lófa vinstri
handar. Það var töluverður skurð
ur, sem blæddi úr án afláts
Jones kom inn i eldhúsið nokkr
um mínútum síðar og kom auga
á mig, þar sem ég stóð við kran-
BLÖKKUMENN
Frymh. af 11. síðu
í Bandaríkjunum, og gott dæmi
þess er frú Edith Sampson, sem
er borgardómari í Chicago, einni
stærstu borg landsins. Hún kom
mjög við sögu í opinberum mál-
um, áður en hún varð dómari, því
að þá var hún um eitt skeið í hópi
sendinéfndar Bandaríkjanna á alls
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
William P. Young heitir blökku-
maður, sem skipaður hefur verið í
mikilvægt starf í Pennsylvaníu-
fylki. Hann er þar atvinnu- og iðn
aðarmálaráðherra í fylkisstjórn-
inni, og má marka mikilvægi þess
af því, að Pennsylvanía er eitt há
þróaðasta fylki landsins á sviði iðn
aðar, enda eru árslaun þessa
blökkumanns hvorki meira en 20.
000 dollarar. Young, sem var áð-
ur kennari við Lincoln-háskól-
ann, fjallar t. d. um helztu hags-
munamál verkamanna, svo sem
kaup og kjör og málamiðlun í
vinnudeilum.
Loks er ekki úr vegi að geta
þess, að blökkumaður er meðal
þeirra þriggja manna, sem hafa
á hendi borgarstjórn í Washing-
ton, höfuðborg Bandaríkjanna.
Heitir hann John B. Duncan, og
hefur að sjálfsögðu verið valinn
sakir dugnaðar síns í þeim störf-
um, sem hann hefur gegnt áður
í opinbera þágu.
Roy Wilkins, framkvæmdastjóri
ALÞÝÐUBLAÐiÐ — 24. ágúst 1963 1«J