Alþýðublaðið - 24.08.1963, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 24.08.1963, Blaðsíða 11
Frú Edhith Sampson, sem er blökkukona, er borgrardómari í Chicago, cinni stærstu borg Banda- ríkjanna. Hér taka tvær skátatelþur á móti henni. bún kemur flugleiðis til borgarinnar. Keppinautur Brookes var, hvít- I ur maður, mjög þekktur í fylkinu, því að hann hafði áður gegnt em- bætti varafylkisstjóra, svo og sak sóknara fylkisins. Það er einnig eftirtektarvert, að þessi blökkumað ui er kjörinn í fylki, þar sem biökkumenn eru sárafáir eða ekki tveir af hverjum hundrað íbú- anna. Brooke hefur komizt svo að -orði um kosningabaráttuna, að hann hafi aldrei fundið fyrir því, að menn litu niður á hann vegna litarháttar hans. í Connecticute-fylki var 37 ára gamall blökkumaður kjörinn rík- isféhirðir. Heitir hann Gerald A. Lamb og sigraði annan svertingja, sem bauð sig fram til sama em- bættis. (Hér má gjarnan bæta því við, að þetta er sama embætti og Valdimar Björnsson gegnir í Minneapolis-fylki). \ BLAÐAFULLTRÚI — SENDIHERRAR. En blökkumenn gegna mörgum fleiri embættum í Bandaríkjunum, einnig embættum, sem þeir hafa verið skipaðir í af forsetanum eða öðrum. í Washington stjórnar til dæmis Robert C. Weaver einni mikilvægustu stjórnarskrifstofu landsins — Lánastofnun ríkisins til íbúðabygginga. Aðstoðarblaða fulltrúi Kennedys forseta er einn ig blökkumaður, Andrew Hatcher að nafni. Blökkumenn hafa einnig verið teknir til starfa út á við, hjá ut- anríkisráðuneytinu, og nú fyrir skemmstu var Carl T. Rowan, fyrr um aðstoðarráðherra, útnefndur sendiherra lands síns í Finnlandi. En hann er ekki einn í slíkri tign arstöðu úr hópi blökkumanna, því að tveir aðrir gegna slíkum etöð- um, þeir Clifford Wharton í Nor- egi og dr. Mercer Cook í Niger. Wharton hefur gert utanríkisstarf semi að ævistarfi sínu, en dr. Cook er fyrrverandi prófessor í rómönskum málum og ritliöfund- ■ ur að auki. BI ÖKKUMENN í DÓMARASÆTUM. í hópi lögfræðinga eru margir biökkumenn vel metnir, c*j einrta þekktastur þeirra er Thurgood Marsiiall, sem var um langt skeið aðallögfræðingur Framfarafélags blökkumanna í Bandaríkjunum (National Association for the Ad- vaneement of Colored People eða NAACP, eins og samtökin eru skammstöfuð). Hann var fyrir nokkru .útnefndur dómari í áfrýj unarrétti Bandaríkjanna, og gerði Kennedy forseti það. Annar svert ingi er einnig dómari í áfrýjunar réttinum, William H. Hastie. Þá er og rétt að geta þess, að svert ingjar eru dómarar í ríkisdómstól unum (Federal Courts) í Illinoia og Michigan. Tveir menn af blökkumanna- kyni eru aðstoðarráðherrar hjá . Kennedy. Annar er George L. P. Weaver, sem er aðstoðarráðherra í atvinnumálaráðuneytinu og hef ir alþjóðamál á sinni könnu, en hinn er Christopher C. Scott, sem er aðstoðarráðherra póstmála þar vestra. FRAMFARIRNAR ERU MJÖG ÖRAR. í Michigan-fylki er blökkumað ur að nafn^ Otis M. Smith dómari í hæstarétti fylkisins, og verður ekki komizt lengra á þeirri braut innan vébanda fylkisins. Tveim ár um áður en Smith tók við því starfi, hafði hann verið kjörinn í annað mikið trúnaðarstarf — hann var kjörinn aðalendurskoð- andi fylkisreikninganna. Konur af kynþætti svertingja eiga einnig vaxandi gengi að fagna Framh. á 15. síöu. AF EÐLILEGUM ástæðum rita blöð um heim allan mikið um kyn þáttavandamálið í Bandaríkjun- um, enda er viðurkennt af leiðtog um þar í landi, að fátt sé erfið- ara viðfangs á margan hátt. En minna er um það ritað, hvernig viðurkenning á blökkumönnum fer vaxandi þar í landi, hvernig hagur þeirra batnar smám saman, eins og frá er sagt í þessari grein. Svo er að þakka kosningum og útnefningum opinberra embættis manna í þjónustu ríkisins, ein- stakra fylkja og borgar- og sveit- arfélaga, að æ fleiri blökkumenn gegna mikilvægum ábyrgðarstöð- um í Bandaríkjunum. Má sjá dæmi þessa nærri hvar vetna í landinu, allt frá Georgíu- fylki, sem telst til eindregnustu „suðurríkjanna“ í kynþáttamál- um, og til Kaliforníu á vestur- ströndinni. í kosningum, sem fram fóru um landið allt í nóvember á síðasta hausti, var samtals 51 bJökkumaður kjörinn til að gegna ýmsum trúnaðarstörfum í þágu hins opinbera. í þessum hópi voru fimm menn, sem kjörnir voru til fulltrúadeildar þjóðþingsins. KJÖRINN Á GEORGÍUÞING. í hópi þeirra, sem kjörnir voru á fylkisþingið í Georgíu-fylki, var svertingi, og var það í fyrsta skipti, að maður af þeim kyn- þætti hlaut kosningu á þá sam- kundu, sem sett var á laggir fyrir 92 árum, og á hann nú sæti í öld ungadeild þingsins. Þessi maður er 36 ára gamall lögfræðingur, Leroy Johnson að nafni og naut hann stuðnings bæði hvítra kjós- enda og þeldökkra. Gegn honum bauð sig fram annar blökkumað- ur, en þriðji maður hlaut og at- kvæði, því að hann var svokallað ur „innritaður" frambjóðandi — þ. e. kjósendur hafa rétt til að rita nafn hvaða manns, sem er á kjörseðilinn til að veita honum at- kvæði sitt, ef þeir vilja ekki styðja einhvern upprunalegu frambjóð- endanna. Þessi þriðji maður sem náði ekki kosningu, var studdur af samtökum manna, er vilja að- skilnað hvítra manna og þel- dökkra. FIMMTI ÞJÓÐÞINGS- MAÐURINN. Meðal nýrra þjóðþingsmanna, sem kjörnir voru á síðasta hausti, var blökkumaðurinn Augustus F. Hawkins, sem lengi hefur setið á fylkisþingi Kaliforníu fyrir Los Angeles. Hann bættist í hóp fjög urra blökkumanna, sem fyrir voru á Þjóðþinginu, sumir all-lengi William Dawson, sem kjörinn er í Illinois-fylki, hefur setið þeirra lengst eða frá 1943, en Adam Clayton Powell, sem er þingmaður fyrir New York, fylki, hefir setið litlu skemur, eða frá 1945. Charles Diggs, sem er þingmaður fyrir Michigan var upphaflega kjörinn árið 1954, en yngstur er Robert C. Nix, sem kjörinn var í Pennsyl- vaníu í fyrsta sinn haustið 1958. RÍKISSAKSÓKNARI RÍKISFÉHIRDIR. í Massachusetts, heimahögum Kennedys forseta, þóttu það mikil tíðindi á stjórnmálasviðinu, þegar Edward W. Brooke, lögfræðingur af kynþætti blökkumanna, aðeins 43ja ára gamall, var kjörinn ríkis- saksóknari. Brooke hefur þá rétt til að talca sæti fylkisstjóra, ef sá embættismaður fellur frá og vara Ifylkisstjórinn einnig. Blökkumenn eru einnig í sókn hjá flugfélögunum amerísku, eins og sjá má á bcssari mynd, en hún er tekin, þegar Joan Dorsey, frá Flagstaff í Arizona, lauk prófi í flugfreyjuskóla American Airlines í Fort Worth í Texas. Er hún fyrsta blökkustúlkan, sem lýkur prófi frá slcóla þessum. ALÞYÐUBLAÐIO — 24. ágúst 1963 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.