Alþýðublaðið - 24.08.1963, Side 3

Alþýðublaðið - 24.08.1963, Side 3
Deilur enn út stjórnarbylting yfir- alaysíu Manila, 23. ágúst. NTB-Reuter. Bretar og Filippseyingar styðja nú málamiðlunartillögu er U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, liefur komið fram með til lausnar á deilu, er valdið hefur töfum á fyrirhugaðri könnun SÞ í sam- bandi við fyrirhugaða stofnun Malaysíu. Stendur deilan um fjölda þeirra manna, sem fylgjast mega með störfum nefndar SÞ, er kunna á vilja íbúanna á Norð- ur-Borneó og Saravak í sambaudi við stofnun hins nýja ríkis. Bretar hafa áður viljað tak- marka fjölda þessara manna við fjóra, en Indónesíumenn heimtað 30. Tillaga U Thants er sú, að 4 .aðstoðarmenn’ hinna skuli fá að fara með. Mun utanríkisráðherra Filippseyja reyna að fá Indónesa og Malaya til að fallast á hana. Fulltrúar ríkjanna þriggja, sem auk Malaya munu mynda Malay- síu, þ. e. Saravak, N-Borneó og Singapore ræddu í dag við Tun- ku Abdul Raliman, forsætisráð- lierra Malaya, í Kuala Lumpur til að fá hann til að halda fast við það, að rikjasambandið verði stofnað 31. ágúst, eins og fyrir- hugað haföi verið. Mun Rahman hafa lofað að yfirvega mál þeirra en ráðherrarnir voru ekki ánægð- ir með samtalið. Óstaðfestar heimildir telja, að Saravak og N-Borneó haíi í hyggju að koma á fót „bráða- birgðastjóm Malaysíu,” ef Rah- man féllst ekki á tillögur þeirra. Hvorki Ningkan, forsætisráðherra Saravak, eða Stephens, forsætis- ráðherra N-Borneó vildu segja neitt um þessar fréttir í dag. VOFANDI í S.-VIETNAM Samhljóða mótmæli Moskva, 23. ágúst. NTB-Reuter. V-Þjóðverjar og Frakkar vís- uðu í dag á bug gagnrýni Rússa á fransk-þýzka vináttusamningn- um. Afhentu bæði ríkin stuttar og samhljóða yfirlýsingar ifm þetta efni í sovézka utanríkisráðuneyt- inu. Voru orðsendingarnar svar við orðsendingu Rússa frá 17. maí, þar sem þeir héldu því fram, að samningurinn væri árásareðlis og beindist gegn Sovétríkjunum og öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Nairobi, 23. ágúst. NTB-Reuter. Stjórnarandstöðuflokkurinn KADU í Kenya hefur í dag dreg- ið sig í hlé frá viðræðunum um stjórnarskrá í Nairobi, segir Ngala, formaður flokksins. Saigon, 23. ágúst. NTB-Reuter. Að minnsta kosti 30 manns létu lífið, er hermenn stjórnarinnar og lögreglan tóku í sinar hendur pagóður eða musteri Búddhatrú- armanna í borginni Hué í Suður- Vietnam, segja áreiðanlegar heim ildir í Saigon. Telja heimildir þessar hugsanlegt, að 100 manns hafi farizt. Ríkisstjórnin hélt því fram, að enginn hefði látizt, — er stærstu pagóður landsins voru ' handteknar. Van Mau utanríkisráðherra S.- Vietnam, hefur látið raka á sér höfuðið eins og búddamunkur og lagt inn lausnarbeiðni sína í mót- mælaskyni við aðgerðirnar gegn búddatrúarmönnum. Mau hefur skýrt diplómötum í Saigon svo frá, að hann muni fara pílagríms för til Indlands. Góðar heimildir telja, að Diem, forseti, hafi ekki fallizt á lausnarbeiðni Maus. Hins vegar hefur hann fallizt á lausn- arbeiðni sendiherra landsins í Washington, Tran Van Chuong. Eiginkonu sendiherrans, sem er búddatrúar, hefur verið vikið úr stöðu sinni sem fastur áheyrnar- fulltrúi lands síns hjá SÞ. Þau eru foreldrar mágkonu Diems, — sem er sögð hafa mikil áhrif á forsætisráðherrann. Talsmaður utanríkismálaráðuneytisins sagði í dag, að það væri einróma álit stjórnarinnar, að Chuong upp- fyllti ekki þá skyldu sína að virða I f orsætisráðherra landsins. Áreiðanlegar heimildir telja, að margir háttsettir embættis- menn séu ósammála stefnu stjórn | arinnar í trúmálum. ; Diplómatískar heimildir telja, ' að bróðir forsetans, Ngo Dinh N- ! hu, hafi tekið við mestu af völd- \ um forsetans. Einnig berast fregn i ir um óánægju innan hersins, og telja menn, að ekki muni líða á löngu, áður en stjórnarbylting | verði gerð. Rúmlega 300 stúdentar tóku í dag þátt í setu-verkfalli fyrir ut- an verkfræðiskólann í Saigon. — i Hermenn umkringdu þá, en ekki 1 kom til neinna' átaka. Margir há- skólakennaranna í Saigon hafa sagt af sér embætti í mótmæla- skyni við aðgerðir stjórnarinnar og 17 af 47 prófessorum í Hué, sem hafa hætt störfum, hafa ver- ið handteknir. HARÐVÍTUG YFIRHEYRSLA Vantraust SÞ verð ur ekki samþykkt Framh. af 1 síðu stjórn borgaralegu flokkanna verði mætt með vantrauststillögu þegar á fyrsta starfsdegi sínum. Eins og ástatt er nú, er ekki lfk- legt, að sú vantrauststillaga verði samþykkt og er því liklegast tal- ið, að hin nýja stjórn muni sitja a.m.k. fram yfir bæjarstjórnar- kosningarnar, sem fram eiga að fara eftir mánuð. Þegar Kings Bay umræðunni lauk í kvöld, hafði hún staðið í samtals 40 klukkustundir og tek- ið fjóra daga. Um helmingur allra þingmanna, sem eru 150 að tölu, og flestir ráðherrarnir höfðu tek- ið til máls. Frá stríðslokum hafa engar umræður á Stórþinginu dregið að sér eins mikla athygli almennings. Áhorfendapallar hafa verið fullir allan tímann og fyrir hefur komið, að stórar biðraðir hafa myndast við inngöngudyrn- ar. Umræðunum var öllum sam- án sjónvarpað og auk þess var út- varpað umræðum marga tíma á hverju kvöldi. í lokaræðu sinni í kvöld sagði Einar Gerhardsen, að ríkisstjórn in hefði ekki vanrækt skyldur I sínar, að því er varðaði öryggls- mál við hinar ríkisreknu námur i í Kings Bay. „Við höldum því fram, að einstakir ráðherrar og ríkisstjórnin í heild hafi uppfyllt skyldur sínar eftir því sem með nokkurri sanngimi er hægt að krefjast. Við hörmum, að stjórnar andstaðan vill færa út ábyrgðar- svið ráðuneytisins í hinum ríkis- reknu fyrirtækjum á þennan hátt, sem aðeins getur valdið erf- iðleikum bæði í störfum ráðu- neytisins og fyrirtækjanna og sem kann að draga úr tilfinningu stjórna fyrirtækjanna fyrir ábyrgð á því að vernda verkamenn fyrir slysum.” Stokkhólmi, 23. ágúst. NTB. | Eric Segelberg dósent, hinn 43 ára gamli guðfræðingur, sem hratt Helandermálinu af stað með því að kæra hinn nafnlausa bréf- ritara til lögreglunnar, varð í dag að svara í fimm tíma spurningum verjanda Helanders, sem mörgum sinnum sannaði eða lét í það skína, að Segelberg gæfi rangar upplýsingar. Segelberg svaraði mjög óljóst spurningum um, hvaða hlutverki hann hefði gegnt fyrir og eftir biskupskjörið í Stræng- næs 1952 og oft neitaði hann að svara yfirleitt, cftir 'að dómarinn hafði bent honum á, að honum bæri ekki skylda til þess. Það var rafmagnað andrúms- loft í Stokkhólmi á meðan Segel- berg var yfirheyrður og fullskip- aður réttarsalurinn fylgdist með hinni nákvæmu yfirheyrslu verj- andans Nils Malmström, mála- færslumanns. Það var almennt á- lit áheyrenda, að hinn ungi mála- flutningsma,ður hefði „átt dag- inn” og hefði tekizt að smíða nýj an hlekk í þá varnarkeðju, sem hann er að reyna að flétta. Hann vann t. d. stórsigur með því að fá réttinn til að neita a'ð taka gilt sem sönnunargagn vitn- isburð frá rikssvensku presta- skrifstofunni í Helsingfors, sem : sækjandinn lagði fram. Féllst rétturinn á þá staðhæfingu hans að bréfið gæti ekki skoðazt sem sönnun á veru Segelbergs í Hels- ingfors fyrir biskupskjörið. Er hann hafði þannig sannað, að Se- gelberg hafði ekki neina sönnun fyrir því að hafa verið í Hels- ingfors allan tímann fyrir biskups kjörið, eins og haldið hafði verið fram, spurði hann dósentinn beint, hvort hann hefði verið í Stokkliólmi þá daga, sem nafn- lausu bréfin voru póstlögð. — Spurði hann um hvern einstakan dag, þar til Segelberg spurði dómarann hvort liann þyrfti að svara slíku. Malmström fékk það einnig fram, að samband þeirra Segel- bergs og Helanders hefði ekki verið sérlega gott. Ilefði Heland- er lofað að gefa sér hæstu eink- unn í praktískri guðfræði á prófi, en ekki gert það. Segelberg var gramur yfir spurn ingum verjandans og þurfti greini lega að stilla sig stundum. Hann greip fast um grindur vitnastúk- unnar, er verjandinn sagði eitt sinn: „Þér segið ekki satt.” Það gerðist, er Segelberg sagði, að hann hefði ekki séð nafnlausu bréfin í 10 ár, en verjandinn gat sannað, að hann hefði sé þau árið 1959. Smith Samið við yíir- menn á togurum í gær náðust samningar við yfir menn á togurum. Verða hinir nýju samningar lagðir fyrir fund. Ekkert hefur gengið í deilu far- manna, en þeir hafa boðað verk- fall frá og með 1. september n.k. OSFELLSSVEITARVEG- UR NÆSTUR Á DAGSKRÁ ÝMSIR hafa velt þéí fyrir sér undanfarið, hvort ekki mundu nýtt hin stórvirku tæki, sem nú eru notuð við lagningu Kefla- víkurvegar, þegar þeirri fram- kvæmd er lokið. Alþýðublaðið lagði þessa spurningu fyrir Sig- mrð Jóhannsson, vcgamálastjóra I stuttu símtali í gær. Sigurður kvað að sjálfsögu vera fullan vilja fyrir hendi að byggja vegi hér úr varanlegu efni, en það væri dýrt og ó- mögulegt að segja nokkuð um framvindu þeirra mála fyrr en vitað væri hve mikið fé fengizt til framkvæmdanna. Ilann kvaðst þó reikna alveg með, að farið yrði út í að byggja fleiri vegi úr varanlegu efni á næstu árum. Er blaðið spurði hvaða vegir kæmu þá helzt til greina, svar- aði vegamálastjóri, að vafa- laust yrði byrjað á veginum upp í Mosfellssveit, a.rn.kj. allt að mótum Þingvallavegar, því að þar væri langmest um- ferð. Svo kæmi að sjálfsögðu Austurvegur, yfir Hellisheiði um Þrengsli og austur að Sel- fossi, en til væru lög um stein- steyptan veg á því svæði frá árinu 1946. Framhald af 16. síðu. menn og ekki látið neitt uppi um það, hvort hann mundi verða við stefnunni eða ekki. John Smith hefur haldið sig mest megnis heima við síðan hann kom heim til Aberdeen úr hinni sögu- legu ferð, er hann var tekinn af Óðni 27. apríl sl. Hann hefur ekki stjórnað skipi síðan og ekkert unn- ið, eftir því sem bezt verður vit- að. Stöku sinnum kvað hann hafa farið til lítils sjávarþorps skammt frá Aberdeen í heimsókn til ætt- ingja, en að öðru leyti ekki hafzt að. í ákæru Saksóknara ríkisins á hendur Smith er honum gefið að sök að hafa verið að veiðum innan fiskveiðitakmarkanna og að hafa breytt snögglega um stefnu, án þess að gefa tilskilin merki, þann- ig að árekstur varð ekki umf'ú- inn og skemmdir hlutust af á báð- um skipunum. Gerð er krafa um upptöku veið- arfæra og afla, en hann var s.eld- ur í Reykjavík 6. maí »1. Þá er þess krafizt, að stefnda verði, að ; kröfu Landhelgisgæzlunnar, gert að greiða henni bætur fyrir tjón það, er varð á Óðni við áðurnefnd an árekstur, kr. 120.700.00 og kr. 7507,00 vegna kostnaðar viö m'at tjónsins. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. ágúst 1963 3 (jíÖA iHUQY<l J/

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.