Lögrétta - 01.07.1934, Síða 2

Lögrétta - 01.07.1934, Síða 2
99 LÖGRJETTA 100 niðurstöður. Samt eru þær rótgrónar í mannkyninu og' almennt viðurkenndar, og |>ær voru til löngu áður en nokkur vísindi fóru að myndast, og' það er sjálfsagt ó- hætt að segja, að þær muni standa óhagg- aðar þegar miklum hluta af kenningum vís- inda okkar hefur verið hafnað eða breytt. Þær eru óháðar vísindunum og vinnubrögð- um hans. Vísindin geta ekki neitað þess- ari viðurkenningu og kröfu mannsins um sannleika, gæsku og fegurð, en þau hafa neitað hinu, að þrá mannsins til þess að skapa þessi verðmæti og viðhalda þeim, hafi nokkur áhrif. Þetta er einmitt mikils- verðasti þátturinn í öllum árásum vísind- anna á trúna. Ef þetta er rjett, þá er trúin ímyndun ein. Trúin hefur á þessu þann skilning, að þessi andlegu verðmæti sjeu ekki einungis raunveruleg á þann hátt, að þau hafi ver- ið tilfinningum einstaklinganna örfun, heldur komi sú reynsla, sem menn öðlast fyrir þau, mönnum beinlínis í samband við eina hlið á alheiminum, sem sje raunveru- leg og mjög mikilsverð og meiri en efnis- heimurinn. Nú er spumingin sú, hvort vísindin, — og það er líffræðin og sálarfræðin, sem McDougall hugsar um — hafi ástæðu til þess að neita þessum tyeimur grundvallar- atriðum trúarinnar: að andlegar hugsjónir mannsins hafi mátt til þess að breyta til hins betra sjálfu eðli mannsins og þeim heimi, sem hann býr í, og að maðurinn, eða andlegt eðli hans, geti lifað og hrærst beinlínis í lífi andlegs heims, sem er miklu víðari og meiri, en andi sjálfs hans. Að áliti McDougalls hafa vísindi nútím- ans enga ástæðu til þess að neita þessu, þau staðfesta það miklu fremur. Svo að segja allir eru nú fallnir frá hinum gömlu lu’óunarkenningum, um vjelræna þróun og náttúrlegt úrval, sem svo var nefnt. Nú tala líffræðingar almennt um „skapandi þróun“, eða um orþogenesis, sem er nokk- urnveginn það sama, þróun, sem stefnir að ákveðnu marki. En með þessu er gengið að því, að hugurinn, andinn, sje ekki einungis framleiddur af þróuninni, heldur sje hann sjálfur á einhvern hátt mikilsverður, skap- andi kraftur í þróuninni og gangi hennar. Nokkurir gamáldags og afturhaldssamir menn, sem McDougall þykir lítið til koma, og kallar eftirlegukindur frá nítjándu öld- inni, berjast enn á móti þessu, allir for- ustumenn nýtísku líffræði viðurkenna þessi áhrif andans á þróunina. Það er sitthvað, að vísindin neiti ekki gildi trúarinnar, og að þau styðji hana. I síðara hluta ritgerðar sinnar athugar Mc- Dougall það sjerstaklega, — eftir að hann hefur andmælt sjerstaklega skoðunum Freuds á gildisleysi trúarinnar, — hvort vísindin veiti trúnni nokkurn beinan stuðn- ing. Hann kemst einnig að þeirri niður- ítöðu, að svo sje að vissu leyti. „Stað- reyndirnar styðja þá skoðun, segir hann, að Lrú og vísindi hafi næga möguleika til þess, að nálgast sannleikann æ meira, án þess aö rekast verulega á, að komast að æ fyllra skilningi á andlegri hlið veruleikans, án þess að fórna nokkuru, sem máli skiftir í trúnni, og án þess að særa grundvallar- reglur vísindalegrar hugsunar. Við getun: verið vongóð, því að sannleikur og vit eru ekki svo, að þau lagi sig aðeins eftir um- hverfinu. Sannleikurinn er miklu fremur andleg hugsjón, og mun sigra að lokum, og vitið er eitt af grundvallaratriðum al- heimsins, en fegurðin er ímynd ódauð- legra hluta, ímynd, sem við getum aðeins gripið óglögt, hluta, sem skáldið eitt get- ur lýst á líkingamáli iistar sinnar“. Kirkjumálin í Þýskalandi eru nú ekki ein- ungis hatrömustu deilumál þar í landi, iieldur einnig þau mál, sem á einkennileg- astan hátt sýna ólguna og andstæðurn- ar í þýsku þjóðlífi. Það er ekki svo að skilja, að kirkjudeilur sjeu eitthvert ný- ræmi í Þýskalandi, einhver óöld, sem kom- ið hafi í kjölfar þjóðernisjafnaðarmanna. Rirkjumálin hafa að vísu blossað upp í n eira bál en áður, síðan Hitlersstjórnin fór að hafa afskifti af þeim, en kirkjuerjur bafa lengi verið landlægar í Þýskalandi. Astæðan var sú, að hin þýska kirkja keis- aradæmisins og lýðveldisins var mjög Dríðja ríhíð og hírhjan £

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.