Lögrétta - 01.07.1934, Síða 7

Lögrétta - 01.07.1934, Síða 7
109 LÖGRJETTA 110 athugananna hafa valdið því, að treglega hefur gengið að athuga flugleiðirnar milli austur og vesturhelmings jarðarinnar. Hins- vegar er þróun flugtækjanna nú komin á það stig, að verslunarflug á úthafsleiðum er mögulegt og æskilegt. Nyrsta leiðin yfir Atlanshafið, sem til mála getur komið, er um Grænland og Island. Beinasta leiðin frá New York er um Nýfundnaland og Irland. Skemsta sjóleiðin fyrir sunnan Norðurveg er frá Nýfundnalandi til Azoreyja. Þó yrðu betri veðurskilyrði á leiðinni um Bermuda og Azoreyjar. Þetta væri syðsta verslunar- leiðin, sem til mála gæti komið milli Banda- ríkjanna og Evrópu. Mestur hluti Suður- Ameríkuflutninganna mundi sennilega fara um Afríku. Það er eftirtektarvert, að þar sem fjarlægðin milli landa er minst, eru veðurskilyrðin verst. Þess vegna verður að vega lendingarkosti Grænlands- og íslands- leiðarinnar á móti veðráttuókostunum, þar sem það dregur hinsvegar úr veðurkostum syðri leiðanna hversu langt er milli landa. Verslunarflug þyrfti sennilega að bera sig á flutningagjöldum. Þess vegna er það fjár- hágslega æskilegt, að lendingarstöðvarnar til eldsneytisábætslu sjeu ekki mjög dreifðar. Eftir því sem þær eru dreifðari, fer meira af. burðarmagni vjelarinnar undir eldsneyti, en minna undir flutninginn, og þannig verða tekjur af flutningsgjöldum rýrari á langleið- um en stuttleiðum. Hinsvegar er það líklegt, að nýjar aðferðir finnist í framtíðinni til ]>ess að láta eldsneyti í vjelarnar á sjó. Flugleiðin, sem er hentug í dag, getur verið óhentug á morgun og framfarir flugsins geta orðið svo miklar, að það sem nú telj- ast erfiðleikar á langleiðum, þyki það ekki síðar meir. Það er ekki lengur neitt umtals- mál, hvort mögulegt sje að halda uppi flug- ferðum um Atlanshaf, úrlausnarefnið er að- ems það, hvaða leið er heppilegust. Flugvjelin, sem Lindbergshjónin fóru I. var stór, rauðvængjuð vjel, smíðuð í Cali- fornia 1929, og höfðu þau áður flogið mikið í henni um Bandaríkin og til Japan og Kína 1931. Vjelin var þó ekki skírð fyr en í Grænlandi. Grænlendingar kölluðu hana Tingmissartoq (þ. e. sá sem flýgur eins og fugl) og þetta nafn krítaði eskimói einu sinni á hana og þar við ljetu hjónin standa c g þetta hefur vjelin heitið síðan. Þau lögðu upp í ferð sína 9. júlí 1933 og höfðu með sjer góðan útbúnað, þ. á. m. gúmmíbát, ef þau þyrftu að nauðlenda á sjó, vatnshelt útvarpstæki, sleða og skíði ef þau þyrftu að lenda á jöklum, og svo ran- sóknartæki og matvæli til sex vikna. Mest borðuðu þau brauð á leiðinni. Þetta var löng ferð, sem þau áttu fyrir höndumi og þau fóru viða. Frá New York til Nýfundnalands og Labrador, frá Hebron til Godthaab í Græn- landi, til Baffinlands, tvívegis yfir þvera Grænlandsjökla og frá Angmagsalik til Vest- fjarða og Reykjavíkur, um þvert Island tví- vegis, frá Eskifirði til Færeyja, til Dan- merkur og annara Norðurlanda, til Rúss- lands og aftur um Norðurlönd til Bretlands- evja. Þaðan til Frakklands, Hollands og Sviss, suður um Evrópu til Spánar og Portú- gal, þaðan til Azoreyja, Madeira og megin- lanas Afríku, til Cap Verde eyja og enn til Gambia, á meginlandi Afríku, þaðan yfir ]>vert Atlanshaf til Natal í Braziliu, norður með ströndinni og upp með Amazon-fljóti, til strandar í Trinidad, eftir Antillaeyjum til Haiti, eftir Bahamaeyjum til Miami á Florida og norður með Atlanshafsströnd Bandaríkjanna til New York. Eins og á þessu sjest, var hjer um mikið ferðalag að i:æða og bar margt fyrir augun. Þegar komið var til Cartwright á Labra- d.or, segist frú Lindberg hafa haft það á til- finningunni, að hún væri komin á heims- ei.da. Þar er lítill fiskibær og hafði verið tíðindamarg-t um skeið, því að Balbo var ný- búinn að vera þar með flota sinn. En frúin komst fljótt að því, að Cartwright er ekki á heimsenda, Hopedale og Hebron norðar á ströndinni eru miklu minni og miklu eyði- legri og kaldari. En Grænland er fallegt land og að mörgu leyti allt öðru vísi en menn gera sjer fyrst í hugarlund. „Eskimóakofarn- ir“ eru víða vel hirt og snotur timburhús, með blómum í gluggunum. Fólkið sjálft og skemtanir þess eru ekki heldur með eins miklu nýjabragði og búast mætti við. Það dansar við venjulega fiðlumúsik skotska dansa, sem hvalveiðamenn hafa kent því. En kvenfólkið er skrautlegt og spengilegt í

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.