Lögrétta - 01.07.1934, Side 10

Lögrétta - 01.07.1934, Side 10
115 116 LÖGRJETTA að sigla eftir, læknisdómur við öllu illu, og ljós allrar veraldar. Loks skulu tilfærð ummæli hins göfuga keisara Markúsar Aureliusar: Sá sem rang- indi fremur, gerist sekur við guðina; því }>ar sem alnáttúran hefur skapað hinar skyni gæddu skepnur hverja fyrir aðra, til að hjálpa hver annari í þörf þeirra, en alls ekki til að skaða hver aðra á neinn hátt, þá er sá, er brýtur á móti þeirri ætlun, aug- sýnilega sekur við hinn æðsta guðdóm. Og sá sem lýgur, er einnig sekur við guðina fyrir brot á móti eðlislögum allra þeirra hluta sem eru; og allir hlutir sem eru, standa í sambandi við það sem verða á. Þessi alnáttúra er kölluð sannleikur, og er frumorsök alls sem er satt. Fyrir því er sá, sem lýgur vitandi vits, sekur um guðleysi þar sem hann fremur rangindi með blekk- ingum sínum ; og sá líka, er lýgur ósjálf- rátt, að því leyti semí hann er í ósamræmi við alnáttúruna, og að því leyti sem' hann truflar lögmál hlutanna, með því að brjóta gegn eðli þeirra. Því sá máður brýtur gegn því, sem leiðist af sjálfum sjer til þess sern er gagnstætt sannleikanum. Því frá náttúr- unnar hendi hefur hann eignast hæfileika til r-annleikans, en vegna vanrækslu hans orð- ið ófær til að greina lýgi frá sannleika“. Þannig sýndu spámenn og spekingar frá aldaöðli fram á gildi sannleikans, og settu fram skilyrðislausar sannleikskröfur til mannanna, en Jesús Kristur verður fyrstur til að lifa samkvæmt því boði. Pjetur postuli segir svo um Jesú: Svik voru ekki fundin í hans munni (1. Pjet. 2,22). Og það er sannfæring vor kristinna manna, að svo hafi verið, að aldrei hafi neitt lygaský myrkvað heiðríkju huga hans, aldrei hafi tunga hans talað ósatt orð, aldrei hönd hans seilst til svika. Þannig var hann sannur í hugsun, orði og verki. Tlann er sannleikurinn. Á þeim vegi gaf hann oss fyrirdæmið sem1 annarsstaðar. Og í því tilliti sem öðru er hann oss fyrirboði þess, sem verða á í hinu fullkomna samfje- iagi mannanna — guðsríki. Því þar hugs- um vjer oss alla lygi eilíflega útlæga. Þar ætlum vjer að sól sannleikans skíni svo skært, að alt hið hulda verði opinbert. Því verður ekki neitað, að kristindóm!ur- inn hefur rutt sannleikanum betur braut í heiminum en nokkuð annað. Þarf hjer ekki annað til sönnunar, en eitthvert síðasta tákn þeirra áhrifa, er kristindómurinn hef- ur haft á vestrænar þjóðir, sem sje hina miklu sannleikshollustu hinna svonefndu raunvísinda. Þó að þau reki að vísu rætur til annara menninga og þá sjerstaklega til hinnar forngrísku menningar, þá eru þau þó gædd nýju lífi og ólýsanlegum þroska fyrir kenningar kristindómsins um gildi mannlegra hæfileika og föðurkærleika guðs, (sem vill leiða börnin æ-hærra á þroska- brautinni), sem og konungstign sannleik- ans. Enda er hann þeim eins og síðar verð- ur sýnt, fyrir öllu. Á honum byggja þau, við ljós hans sækja þau fram, og hans leita þau æ meir. Líka má benda á þá sí- vaxandi kröfu, sem skáldin hafa ekki síst borið fram síðustu mannsaldrana, að hver sje sjálfum sjer trúr. Hún er af hinum sama toga spunnin. II. Með örfáum orðum hefur því verið lýst, að sannleiksástin og sannleiksþorstinn er jafn gamall mannkyninu — hvorttveggja guðs g.jöf. Þá hefur og verið vikið að hversu þetta hefur þroskast sem annað með mannkyninu, einkum fyrir áhrif trú- arbragðanna, og að Kristur fullkomnar einnig skilninginn á þessu sviði, og er hjer sem annarsstaðar hin æðsta fyrinnynd. En því er ekki að leyna, að þótt allir kristnir menn viðurkenni, að sannleikan- um beri að þjóna, þá hefur jafnvel innan kristninnar verið harðlega um það deilt livort sú regla væri undantekningarlaus fremur en aðrar. Heimsfræg nöfn má telja í þeim flokkum báðum, sem um það hafa deilt á velli orðs og penna, hvort lygin sje nokkurntíma rjettlætanleg. Og mun óhætt að fullyrða, að þeir sjeu fleiri, sem hafa haldið fram, að svonefnd neyðarlygi vær'i ekki einvörð- ungu afsakanleg, lieldur krístilega og sið- ferðislega rjettmæt í sjerstökum tilfellum. í þessari ritgerð verður ekki gerð tilraun til að skera úr því deilumáli, en óhjákvæmi-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.