Lögrétta - 01.07.1934, Side 12

Lögrétta - 01.07.1934, Side 12
119 LÖGRJETTA 120 hemaðinn sjálfan. Og- er skemst frá því að segja, að hann er algjörlega órjettlæt- anlegur frá kristilegu sjónarmiði að vorum dónii. Vjer getum ekkert hugsað oss gagn- stæðara anda Krists en að menn hafi nokk- umtíma leyfi til að hata og jafnvel vega hver annan. (Sjá t. d. Mtt. 5.43; Mtt. 26,52). Hitt verðum vjer að játa, að margir kristnir siðfræðingar hafa varið hernaðinn fram á þenna dag, og ætlum vjer að til þess liggi þær meginorsakir, að þeir hafi ekki þorað annað vegna stjórnanna í ríkis- kirkjulöndunum, og vegna þess að þeir hafa verið aldir upp í þeim hugsunarhætti, að um „heilagt stríð“ (t. d. vegna föður- landsins) gætí verið að ræða. En vjer ts- lendingar sem vegna afstöðu vorrar til um- heimsins eigum það hrós skilið, að hafa fyrstir lagt niður vopnin, og höfum nú fyrir löngu vanist af hernaði, vjer getum skoðað þessi mál hlutlaust og eigum ásamt þeim þjóðum, sem líka aðstöðu hafa, að kenna heiminum þá lexíu, að stríð eru æf- inlega og alstaðar brot á móti guðs vilja. Að í rauninni er sama syndin að drepa mann í stríði og friði. Aðeins getur það átt við í stríðinu, að sá eigi meiri sök á bróður- rnorðinu, sem hvatti til hernaðarins en hinn, sem framkvæmdi það. Með því að neita rjettmæti stríðsins, eins og hjer er gjört, er strykað yfir þann möguleika, að hernaðarlygi sje rjettlætan- leg, og er engu við það að bæta. Til eru þeir, sem hafa viljað rjettlæta neyðarlygi í þágu útbreiðslu trúarinnar. Er þá talað um „pia fraus“ þ. e. skreytni í góðum tilgangi. I þá átt var það er menn til forna gáfu út rit undir nafni frægra höfunda, með það fyrir augum, að þ au hefðu meiri áhrif í söfnuðunum. Er það t. d. álit flestra biblíufræðinga, að þannig sje Annað Pjetursbrjef tilkomið. Enn skýrara dæmi af þeirri tegund eru þó hin svokölluðu Skrök-Dionysiusarrit, sem talin eru að vera færð í letur um aldamótin 500 e. Kr. Höf- undurinn þykist vera Dionysius dómherra í Aþenu, sá, sem getið er um í Postulasög- unni 17,34, og er tilgangurinn að reyna „að bræða saman kristindóm og gríska heim- speki og að framsetja hinar kristilegu trúarsetningar í nýplatonskum búningi“ (Dr. J. H.). Er skemst frá því að segja, að rit þessi höfðu urh langan aldur geysileg á- hrif á guðfræði vestrænnar kristni og á margan hátt mjög til skaða. Og þau voru einn hornsteinninn undir kenningunum og kröfunum um vald páfans, og áttu ekki síð- ur á þann hátt drjúgan þátt í deilum og klofningi kirkjunnar. Annars eru það Jesú- ítar, sem frægastir eru orðnir fyrir að verja slíkar blekkingar, eða skreytni í góðum til- gangi, þó ósjaldan hafi og margir aðrir gripið til slíkra vopna til sóknar og varnar trúarlegum hugðarefnum sínum. En ekki þarf að eyða að því mörgum orðum, að slíkt er hin mesta villa. Eða hversu má gagna barninu með því að mata það á mjólkinni með eitruðum spæni? Og það er meira en barnalegt að hyggja að verja guð sannleikans eða ryðja ríki hans braut með svikum og lygi. Það er eitt hið versta guðlast. Þeir sem í blindni sinni fremja slíkt rífa það niður, er þeir ætluðu að reisa. Má það því teljast ein af framförum vorra tíma, að trúhræsni öll fær hinn harðasta dóm, og að menn taka ekki orðin gild nema þau sjeu trygð með verkunum — á því sviði. Loks hefur verið mælt með lyginni sem hjálparmeðali á sviði stjórnmálanna, og í því sambandi fallist á hina heimsfrægu reglu sem kend er við Jesúíta „að tilgang urinn helgi meðalið". Verður það atriði rætt hjer síðar. Því meginhluti þessarar ritgerð- ar á einmitt að fjalla um gildi sannleikans fyrir þjóðfjelagið. Og verður nú fyrst vik- ið jákvætt að þeirrí spurningu með því að telja nokkur dæmi þess gildis. III. Margar kenningar hafa komið fram um uppruna og eðli þjóðfjelagsins og kemur það eigi voru máli við að lýsa þeini nje gera upp á milli þeirra. Það eitt skal nefnt, að vjer íöllumst á þá skoðun Aristotelesar, — seni, eins og á svo mörgum öðrum svið- um, er talinn faðir vísindalegrar þjóðfje- iagsfræði — að sú sje frumrót þjóðfjelags- ins, að maðurinn sje skapaður til samfje

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.