Lögrétta - 01.07.1934, Qupperneq 13

Lögrétta - 01.07.1934, Qupperneq 13
121 LÖGRJETTA 122 lags og geti ekki án þess náð fullum þroska. Og vjer teljum að heimfæra megi líking Páls postula um söfnuðinn til þjóðfjelags- ins, að har sjeu þegnarnir hver annars limir, sem njóta og gjalda hver annars. Hjer verður annars aðeins litið á aðra Iilið þjóðfjelagsvandamálanna. Þá, hvernig sannleikurinn er sement þjóðfjelagsbygg- ingarinnar, en lygin eins og sýra, sem leys- ir alt upp og eyðileggur hvað eina, sem liún illu heilli kemst í. Og þjóðlíkamann i'ins og annað. Verða hjer tekin fá dæmi af mörgum, sem liggja alstaðar hendi nærri. a) Gildi sannleikans í heimi vísindanna. Það er kunnara en frá þurfi að skýra, að vísindin hafa eins og flest annað tekið niklum stakkaskiftum, og fleygt ákaflega n.ikið fram á hinu kristna menningartíma- Lili. Ef til vill hefur ekkert þróast betur, sem viðkemur sögu mannsandans en ein- mitt þau á því tímaskeiði. í upphafi þess er trú, heimspeki og- vísindi mjög sam- fljettað og samtvinnað, og iðulegast lítill munur á slíku gerður. En þótt þetta þrent íljetti oft að nokkru sarnan rætur enn í dag, þá kunna nú allir, sem sæmilega eru komnir til vits og ára, að skilja hjer á milli. Og þótt segja megi, að heimspeki og trú eða rjettara sagt guðfræði hafi átt síji blómaskeið á liðnum öldum, þá er víst að blómaskeið vísindanna, sem nú stendur yfir, er að sínu leyti miklu meira. Enda er það nú talið jnesta hrósunaiefni hvítra manna cg ávextir þess auðsæjastir í dagiegu lífi. Hvað eru þá raunvísindin, eins og þau eru skýrgreind nú á tímum, eftir að hafa verið hrifin undan áhrifum trúar og heim- speki, og stunduð af dæmalausri alúð vegna sín sjálfs, og tekinn meir en nokkuð annað i þjónustu mannlífsins? Jeg læt einn frægasta vísindamann nú- tímans svara því, en það er Robert And- rews Millikan, sá er fjekk Nobelsverðlaun í eðlisfræði 1923. Hann segir: Það er hlutverk vísindanna að auka án Itieypidóma eða nokkurra fyrirfram mynd- aðra skoðana þekkinguna á staðreyndun náttúrunnar, gangi hennar og lögmálum (R. A. Millikan: Vetenskapen och vára I.ivsfrágor. Uppsala 1925 bls. 50). Og enn segir hann: Alt hreint vísindastarf miðar beint að því, að auka þekking vora og skýra hug- rnyndir vorar með því að grafast fyrir sannleikann, en að baki þessa markmiðs feist meira eða minna meðvitandi sannfær- ing þess, að sjerhver einkenning þekkingar vorrar á starfsháttum náttúrunnar sje mannkyninu til blessunar. Því það er aug- ljóst, að vjer verðum fyrst að skilja nátt- ú.runa rjett, til að geta beitt kröftum henn- ar oss til bóta (Sama rit bls. 12—13). Af þessu er dagljóst að vísindamennirnir leita sannleikans eins, hver á sínu sviði. Það hefur líka verið sagt, að hver sannur vísindamaður gæti gert þessi umimæli Ki'ists að einkunnarorðum sínum: Sannleik- ui'inn mun gjöra yður frjálsa (Jóh. 8.32). Og fyrir þennan skilning á gildi sannleik- ans og óslökkvandi þorsta og óþreytandi ieit eftir honum, hafa margir vísindamenn- irnir aflað sjer ódauðlegs orðtírs og á ýms- an hátt umskapað mannlífið. Hver er sá er ekki kunni skil á því hvílíkt erfiði og hversu margvíslegar þjáningar menn eins og Galílei, Pasteur og Níels Finsen, — svo nefndir sjeu einhvei'jir alkunnir — hafa á sig lagt, til þess að vita hið sanna eðli hlut- anna, og geta á þann veg verið mannkyn- inu að liði á þróunarbraut þess. Slíkir menn hafa ekki spurt um stórt eða smátt, heldur sannleikann einan, því hann er allur jafn mikilsverður. Þess vegna hafa þeir verið eins þolgóðir að þreyta skoðunina í smásjánni, og að horfa í hina stærstu stjörnukíkira, eins alúðarfullir við rannsókn sína á eðli atómsins og byggingu mannsins, eins hrifnir af að finna eina bakteríu og læknisdóm ljóssins. Þeir skeyta því engu þótt þeir sanni alt annað en þeir hugðu að >rði opinbert í upphafi. Horfa ekki heldur í hvað sigurvinningarnar í landi sannleikans kosta. Hugsað líkt og Þórður Fólason, að þá væri vel ef merkið stæði þótt maðurinn fjelli. Vel er hlutverki vísindamannanna lýst í ljóðum Þorsteins Gíslasonar, þeirn er æ eru sungin við setning Háskóla Islands:

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.