Lögrétta - 01.07.1934, Qupperneq 24

Lögrétta - 01.07.1934, Qupperneq 24
143 LÖGRJETTA 144 Sríndí um Vínarborp Gunnl. Slnarsson v J lœhnl (‘Tlutt í útvarpíð á „austurríksku kvöldí) Háttvirtu tilheyrendur, konur og menn! í geysistórum' hvammi, eða skál, vesta,n Dónár, þar sem hún fellur suður úr hæða- drögum nokkrum vestan við Ungversku sljettuna miklu, stendur Vínarborg umgirt skógivöxnum hæðum, Wienerwald — Vínar- skóginum — að norðan og vestan, með út- sýn til Alpafjalla lengst í suður, og útsýn yfir endalausa flatneskju, Ungversku sljett- urnar, 1 austur. Legan er fögur og umhverfið fjölbreyti- legt og töfrandi. Enda var þama risin all- stór bær með keltneskum íbúum, er Róm- verjar fyrst fundu staðinn og færðu í let- ur. Hjet hún þá Vindomona. Þeir festu við hana nafnið Vindobona, víggirtu hana og sat þar löngum rómversk herdeild til þess að halda vörð við Dóná gegn austrænum árásum. Núverandi nafn fjekk hún fyrst á eileftu öld, er batenbergsku markgreifarnir gerðu hana að höfuðborg sinni. Öx hún síð- an ört og var kjörin höfuðborg þýsk-róm- versku keisaranna á miðöldum, og síðar hins austurríska keisaradæmis. Ber hún þess miklar menjar, bæði beint og óbeint. — Beint að því leyti, að þessir mörgu og mátt- ugu keisarar, að ógleymdri Maríu Theresíu, hafa látið reisa kynstrin öll af prýðilegustu stórhýsum, — og óbeint að því leyti, að í skjóli þeirra hafa In-óast svo miklar listir og vísindi, að borgin ber þess miklar menj- ar í menningarlegu tilliti. Sökum legu sinnar hafa ýmsir þjóðflokk- ar og þjóðhöfðingjar girntst borgina mjög, og eru þar frægastar og um leið alvarleg- astar hinar tvær umsátir Tyrkjanna á mið- öidunum, sem báðar urðu þó árangurslaus- ar, en lifa ennþá í menjum og minningum. sóna í seinni alda sögu íslendinga, fullur af fjöri og áhuga, og fjölhæfari og fram- takssamari en flestir aðrir. Hann gerði fs- lenska menningu að evrópiskri menningu. Á 18. og 19. öld var Vínarborg ein helsta iindvegisborg meginlandsins á marga lund. Tónlistin ól þar ýmsa sína brautryðjendur. Þar lifði Beethoven og Mozart, Hayden, Franz List o. fl. Þar stóð vagga Schuberts, þar lifði hann og dó. Þar lifðu Strauszamir hver fram af öðrum og lifa enn. Þar voru einnig brautryðjendur í öðrum listuni eink- um byggingarlist og skáldskap. Eftir fall Napoleons mikla fluttist for- usta stjómmálanna í álfunni til Vínarborg- ar um stund með hinum fræga Vínar- kongress 1814—15. Þá varð hún einnig aðal- tískuborg heimsins, en varð síðar að miðla af þeirri forgöngu til Parísar og enn síðar til annaia stórborga. Öll þessi forusta er nú að mestu horfin, að undanskildum nokkrum lista- og vísinda- greinum, og kem jeg síðar að því. Löngu fyrir heimsstyrjöldina var sýnt, að keisaradæmið myndi fara í möla, er Franz Josep keisari fjelh frá, og það með, að Vínarhorg myndi hætta að verða leiðandi stórborg í álfunni. — Að hún kæmist í aðra eins neyð og hún hefur átt við að stríða síðan heimsstyrjöldinni lauk, hefur engan órað fyrir, enda er það almennt harmað um allan hinn mentaða heim. En í því ástandi kynnumst við henni nú. Þessi stutti sögulegi inngangur er oss nauðsynlegur til þess að átta oss á hlutun- um og vil jeg nú í fáum orðum draga sam- an það, sem mjer finst einkenna borgina helst: „Vínarborg er höfuðborg hinna liðnu glæsimenskutíma. Hún lifir enn í draum- kendri endurminningu fonirar frægðar, og hún lifir sæl í þeirri endurminningu. Því að frægð hennar var fyrst og fremst sökum andlegra sígildra verðmæta, sem engar styrjaldir nje Versalasamningar geta frá henni tekið. Þessvegna er hún e n n í d a g, þrátt fyrir áberandi ytri fátækt, andlega

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.