Lögrétta - 01.07.1934, Side 32

Lögrétta - 01.07.1934, Side 32
159 160 LÖ GRJETTA mörgu og vildi gera margt og ætlaði að gera margt og byrjaði jafnvel á mörgu, sem annaðhvort varð lítið úr eða þá aldrei varð lokið við, svo að lærdóms hans sjer minni stað en mátt hefði vera“, segir í Sunnanfara. Gísli var 18 ára, er hann kom til háskól- ans í Kaupmannahöfn. En hann hefur ver- ið mjög bráðþroska, því þegar á næstu ár- um fer að bera þar töluvert á honum í hópi íslendinga, og tvítugur er hann orðinn skjaJavörður við Árnasafnið. Árin 1848 —49 gaf hann út ársritið „Norðurfara" á- samt Jóni Thoroddsen og ritaði mikið í það bæði um erlend og innlend efni. En þessu riti ætluðu þeir að koma í stað „Fjölnis", sem þá var hættur að koma út. Einnig rit- aði Gísli ýmislegt á yngri árum í „Fjelags- rit“ Jóns Sigurðssonar, og 1860 gaf hann út ljóðasafnið „Svöfu“ ásamt þeim Bene- ciikt Gröndal og Steingrími Thorsteinsson. Hann fjekst og nokkuð við fornritaútgáfur, og í erlend blöð og tímarit hefur hann tölu- vert skrifað, þar á meðal í dönsk blöð um scjómmál íslands, og komu nokkrar af þeim greinum út í bók, eftir dauða höfundarins, með formála eftir sjera Amljót ólafsson. Þessar greinar eru andmæli gegn stjórn- málakenningum Jóns Sigurðssonar með til- lögum um annað fyrirkomulag á málefn- um íslands, en haldið var fram af Jóni. Gísli mun vera eini íslendingurinn, sem opinberlega og með fullu nafni reis gegn Jóni í dönskum blöðum, og af því varð hann fyrir óvild meðal íslendinga og var oft harkalega að honum vegið, ekki síst af yngri mönnum meðal Hafnar-lslendinga, sem nær undantekningarlaust fylgdu Jóni að málum. — Hjer verður ekki farið út í það, að lýsa stjórnmálaágreiningi þeirra Jóns og Gísla. En alment álit var það, sem líka er án efa rjett, að háskóla- embætti Gísla hafi verið stofnað handa hon- um til viðurkenningar fyrir andróðurinn gegn Jóni. Gísli var þingmaður Skagfirð- inga á árunum 1859—63, og upp úr afskift- um hans af íslenskum stjómmálum á þeim árum spratt andstaða hans gegn Jóni Sig- urðssyni. 1 Sunnanfaragreininni, sem getið er um hjer á undan, segir, að ýmsir merk- ir menn hjer heima hafi staðið að baki honum. En líti menn í kveðskap Gísla, ber hann j'ess ótvíræðan vott, að Gísli hefur verið ein- lægur föðurlandsvinur. Hann ann frelsi og írelsisbaráttu allra þjóða af heilum hug, en hatar alla kúgun og ófrelsi. Ilann hefur á yngri árum sungið Jóni Sigurðssyni ó- blandað lof, og í andróðrinum gegn honum síðar vottar hann honum hvað eftir annað virðingu sína og aðdáun, þótt hann fylgi ekki kenningum hans í stjómmálabarátt- unni. Jeg set hjer nokkur erindi úr samsæt- iskvæði, sem Gísli orti til Jóns vorið 1847, við heimför Jóns til Alþingis: þú hefur oft með harmi sjeð hið helga landið fótum troðið, sem frelsis ljóma fyr var roðið og ágætt þótti ýtum með. þú hefur sjeð, þótt flýði frami, að fjall og dalr er enn hinn sami, og fundið þá, að aftur á ísland hið forna’ að rísa’ úr sjá. þú hefur sjeð, að ennþá er ágæti þar í lýðnum falið, þó úr honum þroski’ og þrek sje kvalið af útlendum, — það aldrei þver því er það eigi dautt, en dvelur í draumi’ um stund, uns haninn geiur og horfir Saga’ á hauðrið sitt, að hrífa’ af blundi landið þitt. Vjer vitum því, að antu æ, uns æfi, fjör og kraftar linna, fölskvalaust landi feðra þinna, sem einmana situr yfir sæ, og bíður þess, að batni hagur, að bresti hlekkir, lýsist dagur, — þú ant því minna eigi, þó þar enn sje að starfa’ að fullu nóg. því máttu eigi þreytast, Jón, þó að á móti stundum andi; heilög er gremja’ yfir hnignu landi, sem reynir að bæta búið tjón. Vjer og þjer treystum alla stundu; vjer unnum líka Jökulgrundu og óskum þvi af heilum hug, þjer himininn veiti styrk og dug.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.