Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 33

Lögrétta - 01.07.1934, Blaðsíða 33
161 LÖGRJETTA 162 Hugsunarháttur íslenskra stúdenta í Kaupmánnahöfn á fyrstu árum frelsisbar- áttunnar kemur skýrt og greinilega fram í þessu kvæði og er vel túlkaður af tæplega tvítugum manni. Annars er það einkennilegast við kvæði Gísla, hve hugur hans snýr mikið út á við. Iieimsviðburðir samtímans eru mjög yrkis- efni hans. Og ætíð er hann þar að berjast með hinum undirokuðu þjóðum og stjettum fyrir frelsi þeirra, þjóðrjettindum og mannrjettindum. Febrúarbyltingin í París 1848 og áhrif hennar verða honum efni í fjölda kvæða. Og langa drápu yrkir hann um uppreisn verkamanna í París í júní 1848. Þeir risu upp gegn atvinnurekendum og auðmönnum og háðu götubardaga við herlið borgarinnar. Voru þeir kallaðir .,blússumenn“, af búningi sínum. Gísli seg- ir um þetta verkamannalið, að það „fór í brynjur, bjóst til varnar, biturt vígagarða hlóð.“ Og hann gerir því svo upp orðin: „Komi börn nú úlfs og arnar • auðkýfinga’ að drekka blóð. Nógu lengi yður unnum, auðardólgar, þjer sem æ sitjið gnægðir gulls að brunnum, en gagnið hvorki jörð nje sæ! þið, sem ei til annars lifið en að kýla vömb í frið, hafið alt til yðar hrifið og okkar sveita nærist við“. Þessi borgarastyrjöld, sem Gísli yrkir um, rnun vera hin elsta í sögu verkamannahreyf- ingarinnar, og nefnir hann einstaka menn, sem mikið ljetu til sín taka í bardaganum. En verkamennirnir biðu ósigur, og segir Gísli í kvæðinu, að svo hafi hún snúist þessi fyrsta tilraun verkamannanna til þess að ná sjer niðri á auðmönnunum, en spáir því, að þar með sje ekki málið útkljáð og muni sú styrjöld gjósa upp að nýju. Svo vitnar hann í forn ummæli Sólóns löggjafa hins spaka: „Margir góðir menn við fátækt búa, en dygða snauðir eiga auð, armir kauðar, — það er nauð“. Og bætir við: „Orðum slíkum enn má veröld tnia“. Hugur Gísla er allur með verkamönnun- um, og uppreisnarmönnunum, sem rísa gegn kúgun og ranglæti, hvar sem er. Hann er án efa fyrsta íslenska skáldið, sem yrkir af emdreginni samúð um kröfur jafnaðar- manna, enda er þetta kvæði hans, sem hjer er vitnað til, ort á fyrstu umbrotatímum þeirrar hreyfingar, löngu áður en nokkur ómur af þeim kenningum varð að bergmáli hjá almenningi hjer heima. Hann segir að Sólon hafi fyrstur flutt áþekkar kenningar meðal Grikkja í fornöld, og vitnar í sögu hans eftir Plutark, en þar sjeu Sólon eign- uð þau ummæli, að margur illur eigi auð, en ágætismennina skorti. Dygðin standi um aldur, en „auðinn á einn hverja stund, á annari fer hann til hins“. Hann bendir svo á, að sama hugsunin kom fram í hinni al- kunnu íslensku vísu, sem hann hyggur að sje eftir ólaf Briem á Grund í Eyjafirði, en er annars alment talin vera eftir sjera Pál skálda: „það er dauði’ og djöfuls nauð, að dygðasnauðir fantar safna auð með augun rauð, en aðra brauðið vantar". Gísli endar kvæði sitt með því, að biðja drottinn, að „hjálpa nú píslarvottum þjóð- anna“. Einnig yrkir hann um uppreisn tra gegn Englendingum, minnist þar á skyldleika íra og íslendinga og rekur upp fornar sagnir. Hann er Iravinur mesti og segir m. a.: „Sje þjer heill í hörmum, af huga þjer ann i heimi hver bestur, hin margreynda þjóð". Um frelsirbaráttu Ungverja eða Magyara hefur Gísli ort langan kvæðabálk og skrifað til skýringar honum sögulegar athugasemd- ir um uppruna þjóðarinnar. Hann dáistmjög að Kossuth, frelsishetju Ung-verja á þeim tímum, og yrkir mikið lof um hann og heit- ir á Þór, er hann biður honum sigurs. Þeg- ar Gísla þykir stórveldin að vestan, Frakk- land og England, bregðast Ungverjum, seg- ir hann:

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.