Lögrétta - 01.07.1934, Qupperneq 37

Lögrétta - 01.07.1934, Qupperneq 37
169 LÖGRJETTA 170 veita íbúunum þar nægileg rafljós og nokkurt afl til iðju o. fl. — Mun við það verða að una þar til hin áformaða virkjun við Sogið verður framkvæmd, því vatns- kraftur er ærið lítilfjörlegur í nánd við Ilafnarfjörð. í tímariti verkfræðingafjelags íslands var árið 1930 skýrt frá aldri og afli þeirra orkuvera, er þá íramleiddu ljós o. fl. i verslunar- og kaupstöðum lands vors. Á- hrifaríkust tilþrif um byggingu þeirra urðu fyrir ríflega einum tug ára (12—13 árurn). Þá fóru af stað stærstu vatnsorkuver í landi voru — í Reykjavík og á Akureyri. — En tæpum 10 árum síðar (1930) varð aftur vart við hinn hagstæða byr um þró- un raforkuvera. Nýtt vatnsafls orkuver hóf þá störf að Búðareyri við Reyðarfjörð. En svo virðist sem því sje treyst til að marka ný tímámót á þann hátt að selja notend- um m e i r i og ó d ý r a r i raforku heldur en áður hefur mátt verða í landi voru. I Seyðisfjarðarkaupstað var bygt, og síð- ar stækkað, hagkvæmt vatns-raforkuver 1913 og í Húsavík 1917. Orkuver Húsvíkinga, sem eigi gat farið af stað fyr en síðari hluta sumars 1918, hefur teflt fram þeim athöfnum, sem vert er að róma. Það framleiðir alt að 75 hest- ófl og kostaði með orkuleiðslum o. fl. h. u. b. 60 þúsundir króna. Er það því hvorki stórt og var ekki ódýrt, enda verðstreita og örðugleikar miklir, er það var reist, og sjerþekking um orkumál þá ófullkomnari en nú. « Raforkuver Húsvíkinga var upphaflega bygt og hefur ætíð síðan starfað styrk- laust, sem fjárhagslega sjálfstæð stofnun. I*að hefur því sjálft greitt alla vexti og af- borganir af skuldum sínum. Mun svo og högum háttað um nær því öll sameignar- vatnorkuver í landi voru. Undantekning mun þó, því miður, hafa orðið á Seyðis- firði. Þar hygg jeg að eitthvað hafi ruglast saman heildareignir bæjarins og’ orkuvers hans. í Ilúsavík var orkan í byrjun seld mjög ódýru verði, jeg hygg án nákvæmrar mæl- ingar (tiltekið gjald á hvert hús) og ein- göngu til ljósa. En eins og vænta mátti. komust notendur brátt að raun um, að rafafl til vatnshitunai', matarsuðu, strok- járna og ýmiskonar vinnu veitti eigi síður gleði og gæfu en hin björtu ljós. — Varð því að grípa ný ráð um sem jafnasta, nokkuð takmarkaða skiftingu aflsins, sem allskjótt fór að reynast of lítið til að full- nægja allri eftirspurn á vetrum. Mun liðinn nær tugur ára síðan að salan var aðgreind — til ljósa, suðu, iðju o. fl. — Hefur máð- al annars dálítið verið hægt að miðla krafti til lyftiafls, trjesmiða og skósmiða- vinnu. Afl til ljósa var fyr selt á 30 aura en síðar 35 aura hver kw.stund. En til suðu og minni iðju fyr 5 aura, eitt ár 7 aura, og síðan 5 eða 6 aura um1 kw.stund. Til annara nota jafnaðarlega 15 aura hver kw.stund. Það má svo til telja, að orkuver Húsvíic- inga sje nú algjörlega skuldlaus eign Húsa- víkurhrepps. En með hliðsjón af skoðunum fróðari manna um fyrningu, samstarfs- orkuvera, er auðsætt að greint orkuver hef- ur, auk annara hagsbóta, einkum með tveim aðferðum fært notendum fje: 1. Með því, að láta bæjarbúum í tje m j ö g ódýra raforku til lj ósa og annara arhafna. Eru þar greindir aðalhagsmunir af orkuverinu. 2. Á þann hátt að auka eign kauptúns- ins um tugi þúsunda af krónum á 14—15 árum án þess að biðja, því síður krefja, nokkurn bæjarbúa, um eyrisvirði handa orkuverinu á annan hátt heldur en þann, að skapa því upphaf, happasæla stjórn, mjög lág og hagkvæm afnotagjöld, og veita því ábyrgð á stofnfjárláni, sem jeg hygg nú raunverulega afmáð. Er ágæt afkoma orku- versins enn merkilegra hugleiðingarefni þegar athygli er snúið að því, að mörg önnur fyrirtæki hafa á greindu tímabili leitt í ljós máttleysi sitt um að sigla ó- brotnum kili gegnum hið þunga öldurót, er ófriðurinn mikli skyrpti úr klaufum. Lít jeg svo á, að staðreynd Húsvíkinga sje hJjómþýð áskorun til allra Islendinga unt að leita úrræða um orkumálin með aðsóps- miklum áhuga, gætni, því hún er áva’t nauðsynleg, og þrotlausri festu. Það hefur umþokast n. 1. aldarfjói’ðung,

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.