Lögrétta - 01.07.1934, Page 39

Lögrétta - 01.07.1934, Page 39
173 LÖGRJETTA 174 stærri samvirkjanir að 20—30 árum liðnum. Margar 30 ára garnlar byggingaathafnir manna eru nú t. d. horfnar sem úreltar starfsframkvæmdir. — Litlu orkuverin, væntanlega samtals alt að 200 í landi voru, eru að vísu vel kjörin til að laða að sjer vinnuþrek hins starfhæfa fólks, því þau bjóða meiri birtu, hitá. og starfsljetti held- ur en önnur heimili til sveita verða um sinn fær til að láta í tje, En vænta má að afl- miklar og fjölþættar vatnsvirkjanir verði síðar færar til að veita nokkurn jöfnuð um greind efni. Það virðast nokkrar líkur til að æfikjör Skaftfellinga hafi stutt að þeim alkunna orðstír er þeir eiga — að vera mjög öruggir leiðsögumenn, t. d. á örðugum jökulvatna- leiðum. En þeir eru einnig fremstir í fylk- ingu um að koma upp hinum minni orku- verum. — Skaftfellingar hafa átt ötula for- göngumenn, góða aðstöðu um afl, og ým- issa duglega smiði búsetta í sýslunum. — Þeir hafa umsvifalaust beitt hæfileikum sínum, þótt nokkuð hafi brostið nám og æfingu. — Er ljóst að starfhæfni, dugnað- ur og heimilisvinna veitir æ því mætara gildi og sjálfbjörg, því djarfmannlegar, sem kyntir eru viðráðanlegir athafnaeldar. Ný tímabil breyta oft ört eldri háttum. Ýmislegt bendir til, að nú verði að hlíta því ráði að afmá heiðakotin og býlin fremst til dala, og afskekktu litlu bæina millum fjallrananna í harðviðra_ og útkjálkabyggð- um lands vors. — En hugleiðingarvert er, að t. d. þættir af fræðslustarfí í ýmsurn skólum vorum, kvikmyndasýningar að hætti líðandi tíma, vanþroskaðir fræðendur og öígahneigðir menn geta nætt varfærnis- laust um leitandi mátt ungmenna á þroska- braut þar, sem byggðum og býlum er þjappað saman og umferð auðveld. Hygg jeg nýjar hættúr yfirvofandi, t. d. frá þeim, er vilja ýtá mönnum í gaddbryddar flokks- fylgisgirðingar, nema að sje gáð meðan tími vinnst til. — Stórhríðar, er þyrla upp hjarnskörum, hafa oft leikið hart líf manna að hinum útúrskotnu býlum. — En breyt- ingar eru árangurslitlar, ef áhöld eru með ávinning og tap. -Teg hygg nauðsvnlegt, að samræma fvæðslustofnanir vorar miklu meira við lífskjör manna, t. d. auka þar að miklum mun holla líkamlega vinnu, einkum í bamaskólum, og fimleika í hreinu and- rúmslofti úti við. En forðast örar breyting- ar, sem nú verður einna helst vart við, t. d. með of einhliða frásögn með óre.vnd, eða lítt reynd atriði skipulagsmála, stjómmála og trúmala. — Góð og göfug þroskunaröfl þurfa að eiga frið og ró í brjóstum þeirra, er vilja áræða að taka þátt í, að leiða h'f æskulýðs vors á greiðfærari hamingj a- brautir nú, þegar sambúð æskunnar og sveitanna minkar hlutfallslega, en þeim fjölgar, er fæðast og lifa í þröngbýli við ó- hagstæðari þroskaskilyrði. — Verður, meö auknum og batnandi uppeldisáhrifum, auð- veldara að greina þau hugtök, að komandi kynslóð keppist við að temja sjer háttprýði, djörfung og fómfýsi, jafnt um raforkiunái sem önnur þegnfjelagsmál. — Hið nýja er eðlilega alloft andstætt eldri háttum, er margir voru þraut- reyndir, innviðastyrkir og mjög fremri sumu skvaldri hins líðandi tímabils. — Þó hæfir trauðla að klífa móti þeim öflum, er rás viðburðanna knýr. Hygg jeg t. d. ljóst, að eins og nú horfir, hæfir að þoka búum og byggð, í herrans nafni, hægt og gæti- lega saman, nær eða að þjóðvegum við hin- ar ræktanlegustu landspildur, þar sem raf- aflið og hinar ýmsu vjelar eru nothæfast- ar. — Skröltið og erillinn hygg jeg að vísu nokkuð áleitið um að raska hugarró manna. En þrotlítil og alloft fremur róleg störfin, hamfarir náttúruaflanna, hið gróanda og fallanda líf, lækjaniður og fuglakvak í sveitum Jands vors hefur reynst hæft til að vekja og efla marga góða eiginleika. Verð- ur því jafnhliða breytingunni að minnast góðra kosta þess er færist í kjölfar, og beita áhrifum hinna nýrri hjálparafla til þess, fyrst og fremst, að bæta upp það, sem vfkur eða hverfur að nokkru fyrir ný- breytninni. Þeir, er leiða hug að því að skapa sjer — venjulega tiltölulega dýra — aðstöðu til nýbýlisræktunar á næstu tímum, þurfa að hugsa um greiðan aðgang að r í f 1 e g r i a f 1 m i ð 1 u n eigi síður en að góðum ak-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.