19. júní - 01.05.1919, Blaðsíða 5

19. júní - 01.05.1919, Blaðsíða 5
Almennar litunarreglur, að lita ullardúka og band. 1. Best er að lita í koparpottum; þó má nota vel skúraða járnpotta, en þeir verða óhæfir til að sjóða í þeim mat, ef brenni- steinssýra og járnvitriól hefir verið í litnum, einnig má lita í emaleruðum pottum, en þeir eru endingarlitlir, og óhæfir til matarsuðu á eftir; hverskonar potti sem litað er, þá verð- ur hann að vera vel þveginn. Þegar búið er að lita, er sjálfsagt að fægja, þvo og þurka pottana vel. 2. Það sem lita á, verður að vera vel hreint. Dúkurinn eða bandið, er þvegið vel úr sápu- og sódavatni, skolað á eftir úr mörgum hrein- um vötnum, svo að sápan þvoist vel úr því. Alt litunarefni er látið blautt en vel undið í litunarpottinn. Bandhespur, sem lita á, verða að vera vel greiðar, þegar þær eru litaðar. Höndunum er smeygt inn í hespurnar og þær eru hristar og togaðar. Sama aðferð er höfð þegar þær eru þvegnar upp úr litnum. Séu

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.