19. júní - 01.05.1919, Side 5

19. júní - 01.05.1919, Side 5
Almennar litunarreglur, að lita ullardúka og band. 1. Best er að lita í koparpottum; þó má nota vel skúraða járnpotta, en þeir verða óhæfir til að sjóða í þeim mat, ef brenni- steinssýra og járnvitriól hefir verið í litnum, einnig má lita í emaleruðum pottum, en þeir eru endingarlitlir, og óhæfir til matarsuðu á eftir; hverskonar potti sem litað er, þá verð- ur hann að vera vel þveginn. Þegar búið er að lita, er sjálfsagt að fægja, þvo og þurka pottana vel. 2. Það sem lita á, verður að vera vel hreint. Dúkurinn eða bandið, er þvegið vel úr sápu- og sódavatni, skolað á eftir úr mörgum hrein- um vötnum, svo að sápan þvoist vel úr því. Alt litunarefni er látið blautt en vel undið í litunarpottinn. Bandhespur, sem lita á, verða að vera vel greiðar, þegar þær eru litaðar. Höndunum er smeygt inn í hespurnar og þær eru hristar og togaðar. Sama aðferð er höfð þegar þær eru þvegnar upp úr litnum. Séu

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.