19. júní - 01.05.1919, Blaðsíða 11

19. júní - 01.05.1919, Blaðsíða 11
á eikarblöð þegar geitungar hafa stungið þau. 6. Gurkemaie. Rótarstöngull af tré frá Suð- ur- og Austur-Asíu. Gult litarefni. 7. Indígo. Blátt litarefni, sem unnið er úr ýmsum tegundum af »Indigo«plöntunni. Heim- kynni: Austur- og Vestur-Indland, Egypta- land o. v. 8. Sandel. Viðartegund. Heimkynni: Aust- ur-Indland. Inniheldur rauðbrúnt litarefni. 9. Smak. Mulin blöð og blaðstönglar af »Sumach«trénu. Heimkynni: Suður-Evrópa, Sýrland. Inniheldur gult litarefni. Þessi litarefni er betra að leggja í kalt vatn daginn áður en litað er. Bláolía (Oleum) er búin til úr brennisteinssýru og Indigo. 124 gr. af brennisteinssýru eru látin í flösku, og 16 gr. af vel steyttu Indigo er smátt og smátt látið í flöskuna og vel hrært í með tréprjóni eða glerstöng. Glertappi verður að vera í flöskunni. Hún er látin standa einn sólarhring og hrist nokkrum sinnum, áður enn nota má olíuna. Eiturmerki ætti að setja á flöskuna, og geyma hana á afviknum stað. Vatni má ekki hella á bláolíu nema í dropa- 11

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.