19. júní - 01.05.1919, Blaðsíða 23
Mosinn er rifinn sundur og látinn í gisinn
léreftspoka, verður að vera vel rúmt um
mosann. Þegar mosinn er búinn að sjóða í
3—4 klt., er bandið látið í löginn og soðið,
ásamt mosanum í 2—3 klt.
Þyki bandið ekki nægilega dökt, má bæta
við mosann og sjóða lengur.
Það sem litað er úr mosa þarf að þvo úr
sterkara sápuvatni, en það sem litað er úr
<öðrum lit.
Sé mosinn lagður í bleyti þarf hann
styttri suðu.
Nr. 31. Ljósbrúnt ineð fjallagrösnm.
500 gr. band, 750 gr. fjallagrös.
Grösin og bandið eru lögð til skiftis í Iit-
unarpottinn, nægilegu vatni helt yfir og soð-
ið í 1—2 klt.
Nr. 32. bökkbrúnt með fjallagrösum.
500 gr. band, 1—l1/* kg. grös, 100 gr. salt.
Bandið, grösin og saltið er lagt niður til
skiftis í litunarpottinn, vatninu helt yfir og
soðið í 1 klt., og haldið heitu í tvo sólar-
hringa. Getur vel verið í heykassa, ef einu
sinni er hert á hitanum yfir eldi.
23