19. júní - 01.05.1919, Blaðsíða 18

19. júní - 01.05.1919, Blaðsíða 18
C. Gulir litir. Nr. 15. (Irágult með hreindýramosa. 500 gr. band, 85 gr. álún, 1. kg. mosi. Álúnsliturinn eins og nr. 1. Mosinn er þurkaður, hreinsaður og rifinn sundur, síðan látinn í stóran, gisinn lérefts- poka og látinn liggja í vatni yfir nóttina. Daginn eftir er hann soðinn 1 klt., bandið er þá látið í löginn og soðið 1 — l1/* klt. Jir. 1B. Gult með fjallagrösuin. 500 gr. band, 64 gr. álún, 1. kg. fjallagrös. Álúnsliturinn eins og nr. 1. Grösin eru lögð í bleyti yfir nóttina, síðan soðin 1—2 klt. Lögurinn er siaður frá og bandið soðið í honum V*—1 klt. Xr. 17. Grágult með fjallngrösnm. 500 gr. band, 64 gr. álún, 20 gr. natrón1), 20 gr. járnvitriól2), 1. kg. grös. Litað eins og nr. 16 nema natrón og járn- vitríól er uppleyst í grasaleginum, þegar búið er að sía hann, áður en bandið er soðið í honum. 1) 1 kúííiill teskeið natrón = 12 gr. 2) 1 kúiVulI teskeið járnvitriól = 10 gr, 18

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.