Alþýðublaðið - 28.09.1963, Qupperneq 16
Hér sést Óttar Möller, for
stjóri Eimskipafélags ís-
Iands með útlitsteikningu af
skipuni þeim, sem nú hefur
verið' samið um smíði á hjá
Álhorg Værft.
firtf i.
MAÐURINN GAF SIG
FRAM ( GÆRMORGUN
þúsund, en hinar eitthvað minni.
Ávísanirnar seldi hann á fimmtu-
dag, föstudag og laugardag í
xyrri viku.
Það furðulegasta við mál þetta
er, að gjaldkerarnir í Landsbank-
anum sem við ávísunum taka,
hafa ekkert við þær að athuga
og munu ekki hafa gætt að því
hvort til væri fyrir þeim í Útv°gs,-
eða Samvinnubankamlm. Vegna
þessa aðgæzluleysis hafa þeir nú
misst stöður sínar.
Eftir að Magnús hafði yfir i jyrt
Sigurbjörn tók Halldór Þorbjórns
son, sakadómari, við málinu. Ha 1
dór úrskurðaði hann í gæzluvarð
hald, og var Sigurbjörn fluttur
í Hegningarhúsið við Skólavörðu
stíg. Ekki reyndist unnt að ná tali
af Halldóri í gær, en rannsók/i í
þessu máli er hvergi nærri lok.ð.
Framh. á 3. síðu
MILLJÓNASTI farþegi
Flugfélags íslands kom til K-
víkur um hádegið í gær frá
Akureyri. Farþeginn var
Ilalldóra Jónsdóttir, en með
henni voru maður hennar,
Karl Magnússon og dóttir
þeirra, Heiða. Halldóra var
skráð númer tvö á farþega4,
listann frá Akureyri í gær.
Á flugvellinum tók Örn
Johnson á móti konunni og
færði henni stóran blóm-
vönd. Þar voru einnig stadd
ir fleiri fulltrúar frá Flug-
félaginu. í heiðurslaun verð-
ur henni, manni hennar og
2 NÝ FIUTNINGASKIP
Eimskipafélág íslands hefur
fyrir skömmu undirritað samning
viö Á lhorg Værft um smiði
tvegg3a vöruflutningaskipa, hvort
2650 (D.W.) tonn að stærð. Gert
er ráð fyrir að fyrra skipið veröi
afheí.fa félaginu í janúar 1965,
en hið síðara í febrúar 1966.
Óttar Möller, forstjóri Eim-
skipafélagsins skýrði blaðamönn-
uni frá þessum skipakaupum á
fundi í gær, Hann kvað félagið
Iiafa leitað tilboða víða um lönd,
I>æði i Þýzkalandi, Noregi, Sví-
J)jóð, Danmörku og fleiri löndum
til þess að kanna hvar hagstæðast
væri að láta smíða skip. Á fundi
stjórnar félagsins hinn 18. júlí sl.
var samþykkt að fela Óttari að.
leita til Álborg Værft um smiði
skipanna.
Hinn 30. ágúst sl. voru samning
ar svo undirritaður. Skipin tvö
verða lítið eitt stærri en m.s.
Fjallfoss. Þau verða smíðuð sem
öpin hlífðarþilfarsskip, en m •*.
styrkleika til þess að sigla lokuð
Aðalvél verður 3000 hestöíl og
ganghraði 13,9 sjómílur.
Við smíði skipanna verður í
engu vikið frá þeirri venju, sem
Eimskipafélagið hefur fylgt við
smíði skipa sinna, að hafa þau
sem vönduðust að útbúnaði og
frágangi styrkleika samkvæmt
ströng'.4 ’.u smiíðakröfi jm Lloyds
og auk þess styrkt til siglinga í
ís.
| Óttar sagði, að íélagið hefði
áður átt viðskipti við Álborg
j Værft, sem smíðaöi tvö af nýj-
I ustu skipum félagshis, Selfoss
44. árg. — Laugardágur 28. september 1963 — 109. tbl.
-------------------------------------------.«
og Brúarfoss, og hefðu þau við-
skipti reynst hin ánægjulegustu,
smiði skipanna vönduð og frágang-
ur allur hinn bezti.
Smíði þessara skipa, sagði Ótt-
ar vera til að endurnýja flota
félagsins. Bæði Reykjafoss og
Tröllafoss væru orðin gömul skip.
Hið fyrra smíðað 1945 og hitt
•1947. Þá væri Goðafoss til dæmis
orðinn 16 ára.
Hann sagði, að það myndi koma
til athugunar, þegar þessi nýju
skip væru komin, hvort hin elztu
yrðu þá ekki seld. Félagið á nú
12 skip og eignaðist tvö á sl. ári
og á þessu ári.
Þá gat liann þess, að nú hefði
verið ákveðið að Mánafoss færi
áætlunarferðir á ströndina á 3ja
Framh. á 14. síðu
dóttur boöið í Þjóðleikhús-
kjallarann og að sjá leikritið
Gísl í Þjóðleikhúsinu. Þá
fengu þau ferðina ókeypis.
Farþegar í innanlar.dsflugi
eru nú orðnir 734.683, én L.
utanlandsflugi 265.317. Liðið
var 21 ár frá stofnun flug-
féiagsins þar til það hafði
flutt 500 þús. farþega, en nú
aðeins 5Víj ári síðar, er sú
tala komin upp í eina millj-
ón.
Á myndinni sést Öm
Johnson afhenda frú Hall-
dóru blómvöndinn.
Sigurbjörn Eiríksson, sem hef-
Ur verið ákærður fyrir stórfelld
ávísaxiasvik, gaf sig fram við iög
regluna í gærmorgun. Lögreglan
Ihafði leitað hans síðan á miðvi'.ii-
iflag, en maðurinr, mun liafa farið
ÍMMHHMMMMtMMHHMMM'
Kópavogi
AÐALFUNDUR FUJ í
Kópavogi verður haldinn
sunnudaginn 29. sept. í Fé-
lagsheixttilinu Burst, Stór-
holti 1 kl. 3 e. li. Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
huldu höfði eftir að hann vissi
að rpp um hann hafði komist.
Hann hafði síðar samband við jög-
fræðing sinn, sem svo tilkynnti
lögreglunni að Sigurbjörn myndi
gefa sig fram.
Magnús Eggertsson, rannsokn-
arlögreglumað'Jr yfirheyrði Sig-
urbjörn í gærmorgun. Játaði
hann þá, að hafa gefið út 6 falsk
ar ávísanir fyrir 1 milljón og 925
þúsund krónum, en ekki var til
Jeyrir fyrir nokkurri þeirra. Ekki
vildi hann gefa skýringu á því,
í t.ii hvers liann notaði eða ætlaði
að nota þessa upphæð.
/vísanir þessar voru á hlaupa-
réikninjga í SamvinnubankanUm
og Útvegsbankanum, hlaupareikn
inga, sen.: hann mun sjálfur hafa
liaifí'. Ávisanirniar seldi hann í
Landsbankanum, og var sú liæsta
475 þúsund kronur, önnur 450
EIMSKIP LÆTUR SMlÐA
FJÖGUR SLYS
f UMFERÐINNI
Um níuleytið í gærmorgun varð
alvaríegt umferðarslys á Mýrar-
götu. 15 ára stúlka varð þar fyrir
bíl og slasaðist illa. Var hún fyrst
flutt á Slysavarðstofuna, en siðan
í Landakótsspítalann.
Stúlkan heitir Guðríður Einars-
dóttir til heimilis að Bárugötu 2.
Gekk hún á syðri gangstéttinni
við Mýrargötu, en var að fara norð
ur yfir götuna í sama mund var bif
reið ekið austan Mýrargötu og
varð Guðríður fyrir henni með
fyrrgreindum afleiðingum. Slas-
aðist hún mikið og var flutt á
Slysavarðstofuna, en þaðan í
Landakotsspítala. Lærbrotnaði
hún og fékk höfuðhögg og heila-
hristing, en ekki var að fullu
kannað, hve alvarlegt höfuðhögg-
ið var, þegar blaðið spurðist fyrir
um líðan hennar síðdegis í gær.
Ennfremur fékk hún rispur á enni
og glóðarauga. Guðríður var með-
vitundarlaus fram eftir degi, en
kom til meðvitundar seinmpart-
inn. Síðdegis í gær var líðan
hennar fremur slæm,
Á tímabilinu frá kl. 1-7 í gær
urðu þrjú minniháttar umferðar-
slys í Reykjavík, sem öll urðu
með þeim hætti, -xð börn hlupu í
veg fyrir bíla, sem leið áttu um
tilteknar götur. Voru þau íiutc
á Slysavarðstofuna, en síðarx
heim aftur þar sem meiðsli þelira
voru smávægileg.
Fyrsta óhappið varö um kl. 1
ejh„ en þá hljóp þriggja ár.a
barn út undan bíl sem stóð á
Lindargötu, þvert í veg fyrir lít-
inn fólksbíl, sem átti leið hjá.
Barnið ar flutt á Slysavarðstof-
una, en meiðsli voru sama og cng-
in.
Um fimmleytið var átta árá
gamall drengur á leið í Austur-
/bæjarbíó, hljóp yfir Snorrabraut
og varð fyrir leigubíl á suðurleið.
Framh. á 5. síðu