Óðinn - 01.03.1907, Page 4

Óðinn - 01.03.1907, Page 4
92 ÓÐINN. Völundur. Vorið 1902 tóku 7 trjesmiðir hjer í bænum sig saman um að stofna lilutaljelag til þess að koma hjer upp trjesmíðaverksmiðju, og sóttu til aukaþingsins þá um sumarið um kaup á Klapp- arlóð syo nefndri hjer i bænum til þess að reisa þar verksmiðjuna. Þingmaður Reykvíkinga flutti kaupbeiðnina. Uppástungumaður að þessu var Guðmundur Jakobsson trjesmiður, en forgangs- mennirnir sjö vorn þessir : Einar Pálsson, Guðm. Jakobsson, Helgi Thordersen, Hjörtur Hjartarson Jón Sveinsson, Sigvaldi Bjarnason og Sveinn Sveins- son. Jafnframt sóttu þeir fje- lagar tilþings- ins um styrk til þess að koma verk- smiðjunni upp, ogfengu heimild til 15 þús. kr. láns úr landsjóði með venjuleg- um kjörum. En bæjar- stjórnin sótti um forkaups- rjett á lóðinni fyrir bæjar- ins hönd, og íjekk hún hann, cn þingið setti þau skilyrði, að bærinn seldi aftnr fjelaginu lóðina með sama verði og hann fengi liana. Lóðin skyldi seld eftir mati dómkvaddra manna. Hún er um 13000 ferálnir á stærð, og var hver feralin virt á 65 au. Að þessum kaup- um vildi bæjarstjórnin ekki ganga, þegar til kom, og dróst svo alt á langinn, svo að fjelagar mistu af landsjóðsláninu. Fimtudaginn 25. febrúar 1904 er trjesmiðafje- lagið Völundur stofnað og gengu í það um 40 trjesmiðir. I5á eru lög ljelagsins samþykt og stjórn kosin. Fjelagið er hlutafjelag, og segir í lögum þess, að hlutverk fjelagsins sje að vinna að timb- ursmíði í verksmiðju, sem sett verði á stofn í Reykjavík, og reka timburverslun. Upphaflegt stofnfje fjelagsins var 12000 kr., er skiftist i 40 hluti, og var hver lilutur 300 kr. Þó var ákveð- ið, að auka mætti stofnfjeð upp í alt að 20 þús. kr. En á fundi 15. febr. 1905 var samþvkt, að í stað 20 þús. kæmi 100 þús. kr. og á fundi 30. okt. síðastl. var samþykt, að auka veltufje fjelags- ins upp í alt að 200 þús. kr. Þá var og sam- þykt útgáfa 100 kr. hlutabrjefa. Arðinum skal skift þannig : 5°/o af arðinum fær stjórn fjelagsins í ómakslaun, í varasjóð skal leggja minst 2% af uppliæð hlutafjárins, en aðalfundur ákveður, hve miklu fje skuli útbýta hluthöfum af afganginum ; hitt, sem þá verður eftir, legst í varasjóð, eða yfir- færist til næsta árs. Enginn fjelagsmanna má gerast timb- ursali fyrir eigin reikn- ing. í stjórn fje- lagsins voru kosnir: Hjört- ur Hjartar- son, Magnús Blöndahl og Sigvaldi Bjarnason, en varamenn : Guðm. Jak- obsson og Sveinn Jóns- son. Magnús Blöndahl hafði áður rekið timbur- verslun í fjelagi við 6 menn aðra hjer í bænum, og áttu þeir lóð og lnis við Vonarstræti. Þá eign keypti Völundur 1. apríl 1904 og rekur frá þeim tíma timburverslun. En 4 af fyrri eigendum þeirrar verslunar (Blöndahl & Co.) gengu inn í Völund- arfjelagið. Vorið 1904 kaupir bæjarstjórnin Klapparlóð- ina og býður hana aftur Völundi lil kaups í maí það ár. Mun strax hafa verið afráðið að fjelagið keypti lóðina, þótt ekki væri útgert um kaupin fyr en næsta vor. Því strax um vorið 1904 fær Völundur leyfi bæjarstjórnar til að byggja tirnb- urgeymsluhús á lóðinni og byrja á grunni undir fyrirhugaða verksmiðj u. Veturinn eftir fór Magnús Blöndalil utan lil

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.