Óðinn - 01.03.1907, Qupperneq 8

Óðinn - 01.03.1907, Qupperneq 8
Ó Ð I N N 9(5 kringum það mörg hundruð faðma langa, og er það nú alt vel girt með þeim og gaddavír, einnig hefur hann bygt nátthaga og jarðeplagirðingar í stórum stíl, eftir því sem þar tíðkast um sveitir. Alla sína búskapartíð hefur Finnur átt við mikið heilsuleysi að stríða, bæði á sjálfum sjer og þó sérstaklega á konu sinni, er misti sjónina um þrítugs- aldur. Reyndi hann þá að láta hana ferðast til Kaupmannahafnar lil lækninga, en sú ferð varð árangurslaus, en kostaði mikið fje. Mörgum árum síðar læknaði Björn Ólafsson augnalæknir hana, svo að síðan heíir hún haft nægilega sjón til þess að standa fyrir búi sínu. Heimili þeirra hjóna hefur alla tíð verið sann- kallað íslenskt gestrisnis- heimili. Það er feikna fje er þau liaía varið til beinagest- um og gangandi, án nokk- u rs endurgj alds, sj erstaklega á fyrri árum, meðan efnin voru meiri og vínnautnin almenn þar um sveitir, því í lienni tók Finnur tals- verðan þátt. En »þá skortir síst vini er ölið er á könn- unni«. Það meðal annais lýsir velhyggindum og stað- fastri lund Finns, að hann nú fyrir nær.'iO árum fjekk nokkra menn með sjer, til þess að hætta algerlega allri vínnautn,og hefirhann hald iðþað heit ágætlega síðan. Finnur bóndi hefur miklar og liprar gáfur, hefði Fitinui eflaust getað orðið gott skáld, ef hann hefði iðkað þá list, en hann hefir jafnan verið óframgjarn og látið lífið á sjer bera, er að líkindum stafar af því, að hann hefur fundið til þess meins, eins og svo margir alþýðumenn, að hann fór á mis við upp- fræðslu á æskuárunum. Hann hefur á eigin spýtur, aflað sjer töluverðrar þekkingar í mörgum fræði- greinum, svo að óhætt mun vera, að telja hann með fróðari og áhugasamari mönnum i bænda- stjettinni á hans aldri. Hann hefur eptir megni reynt að eignast allar þær fræðibækur og rit á íslenskri tungu, sem hann hefur getað náð í, svo fágætt mun vera, að bændur eigi fjölskrúðugra bóka- safn en hann á nu. Hann hefur ritað margar greinar og ritgerðir í lilöð og tímarit uin ýms málefni, og má nefna meðal annars um tamningu hesta, því hann er mikill hestavinur, og tamningamaður talinn ágæt- ur. Á yngri árum lagði FinnUr mikið kapp á, að komast niður í sönglistinni, því hann var sönginað- ur góður; hafði hann þá ekki annað en Leiðar- vísir Ara Sæmundsens og svo langspilið sjer til leiðbeiningar. Á efri árum eignaðist hann har- móníum, og liaí'a flest börn hans lært að spila á það meira eða minna. Finnur er að náttúru- fari mjög hneigður fyrir lækningar og hefur reynslan og áhuginn aflað honum mikillar þekkingar í þeirri grein, enda hefur hann í mörg- um tilfellum hjólpað bæði mönnum og skepnum með handlægni sinni og ráðleggingum. Meðal annars, er cin- « kennir Finn frá mörgum niönnum, er það, livað liann erglöggskygn og minnugur; hann hefur t. d. oft tciknað myndir eftir minni,aímönn- um sem dánir liafa verið fyrir fjölda mörgum árum, svo líkar, að þeim er til þektu hefur þótt ótrvilegt. Eins er hann minnugur á alla viðburði fyr og síðar, og' hefur hann nú skrifað upp býsna stórt safn af söguin og viðburðum, sjer- staklega frá fyrri hluta æfi Jónsson. sinnar.ermungeymamikinn sögulegan fróðleik fyrir eftirkomandi kynslóð. Finnur er gleðimaður mikill og ljettur í lund, en þó þjettur lýrir og gætinn, ef á hluta lians hef- ur átt að gera, svo að ójafnaðartilraunir í hans garð hafa jafnan að engu orðið. Það er óhætt að segja, að hann liefur verið um of óeigingjarn, hans örláta höfðingslund hefur ætíð verið svo iðin að starfa öðrum til greiða, ekki síst íatækum, að efni hans hafa ekki getað rönd við reist. Flestum störfum, sem hreppsfjelög útheimta, hefur Finnur gengt að ineira eða minna leyti. Hann hefur verið hreppstjóri í 2(5 ár, frá 1873— 1899. Sáttamaður frá 1889. í sýslunefnd og hreppsnefnd hefur hann verið mörg ár o. s. frv. í öllum framfarafyrirtækjum í sínu hreppsfjelagi

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.