Óðinn - 01.10.1928, Qupperneq 11

Óðinn - 01.10.1928, Qupperneq 11
ó Ð I N N 83 legar nýjungar og fljótari en allur þorri manna. Hefur eigi komið til greina nýjungagirni, heldur glöggur skilnintiur á því, hvers virði þær væru, er um var að ræða hreyttar og bættar búnaðarað- ferðir. Til þeirra nýjunga má telja fyrst og fremst notkun hestsaflsins til þess að spara mannsnflið. Þar hefur hann sjeð lengra fram en allur þorri manna, og hann hefur reynt að hvetja fólk til að færa sjer þess háttar í nyt. En honum hefur einatt fundist fólkið vera helst til tregt i taumi, of seinlátt til þess að færa sjer þær nýjungar i nyt, sem hann laldi nauðsynlegastar. Eru að vísu margar og afsakanlegar ástæður til þess, sem of langt yrði upp að telja. — Jeg h el marg- oft sagt honum, að hann megi eftir atvikum vel við una, þar sem hugsjónir hans sjeu óðum að rætast a þá leið, að landslýðurinn er smámsam- an og hröðum fetum að færa sjer einmitt þær nýjungar í nyt, sem fyrir honum hafa jafnan vakað Og mjer skilst, að það sje alveg sj^rstakt lán að vita hugsjónir sínar rætast í lifanda lífi. Margir, því miður, sem sjá lengra fram en al- menningur, lifa það alls ekki sjálfir, að fólkið í heild sinni taki það á arma sína, sem er þeim heitast áhugamál. Eggert hefur verið spámaður á sinu sviði. Hitt er sjálfgefið, eins og reynslan hefur jafnan sýnt, að röddu spámannsins er ekki til hlítar gaum- ur gefinn fyr en síðar og mörgum sinnum eigi fyr en eftir langan tima. Eggert er f eðli sfnu geðríkur maður, þó hann sje hversdagslega með atbrigðum stiltur. Von um hann, að honum hafi einatt gramist, að sveit- ungar hans hafi orðið seinni til en hann óskaði. En hann má vel við una, að þeir eru að vakna hröðum fetum og eru fyrir löngu vaknaðir í ýmsum þeim efnum, sem honum eru kærust, og hann lifir það að sjá fleiri og fleiri fagra ávexti þess meðal annara, sem hann hefur reynt að sá. Sæðið þarf tímann fyrir sjer, það vita allir. Eggert hefur orðið að lúta því lögmáli lífsins eins og aðrir. Þó nefndar hafi verið ýmsar framkvæmdir Eggerts á Meðalfelli, þá eru það fyrst og fremst hugsjónir hans, sem gera hann að merkismanni og það, að hann hefur alla tíð verið þeim trúr og er það enn af heilum huga. Hann er enn ungur í anda, þó elli færist yfir. Þess vegna er honum af mörgum þakkað og verður enn meir þakkað, er frá líður. Að visu er Eggert hjer að eins einn af mörg- um, sem eru vakningamenn. En hann er einn í fríðri fylkingu og stendur þar áreiðanlega harla framarlega. Eggert byrjar að nota hest og plóg án nokk- urra verklegra leiðbeininga. Hnfði hann hug á að komast á búnaðarskólann í ólafsdal, en þar var með öllu á skipað. Bergur heitinn Thorberg rjeði honum þá til þess að fara til Noregs. Þar var hann á búnaðarskóla í Stend um tveggja ára tima. Þangað fór hann 1880. — Jeg hef spurt hann, hvort þar hafi hann aðallega fengið áhuga fyrir búnaðarframkvæmdum. Hefur hann sagt mjer, að þann áhuga hafi hann átt áður, og af þeim áhuga er að vísu för hans þangað sprottin. Eltir að Eggert kemur frá Noregi, fer hann að fást við smáskamtalækningar. Hafa margir leitað hans og orðið að trú sinni. Ivveðst hann hafa lesið eitthvað af húslækningabókum og fer hann nærri um ýmsa sjúkdóma. Löngun til þess að verða læknir kveðst hann þó ekki hafa haft. En annað átti hann: Ríka tilfinning og þrá til þess að verða öðrum að liði. Því Eggert hefur jafnan verið sjerstaklega hjálpsamur maður og viðkvæmur fyrir þörfum annara. Eitt hefur hann fengist mikið við bæði fyr og síðar: Að hirða um sár og meiðsli, gera að bein- brotum og öðru þess háttar. Þetta hefur farið honum snildarvel úr hendi og hefur fjölmörgum orðið að ágætu liði. Að öðru leyti er hann verk- hagur maður og verksjeður. Eggert er alvörumaður eins og margir þeir, sem hafa sett sjer stöðugt mark og mið í lifinu. Hann er fáskiftinn um annara hag, með afbrigð- um ráðvandur í orðum og umtali, falslaus mað- ur og undirhyggjnlaus og tryggur og góður vin- um sínum og sveitungum. Híbýlaprúður er hann og gestrisinn. Bindindismaður hefur hann verið alla tíð og þar sem ella trúr sinni hugsjón. Að almennum málum hefur hann lítt gefið sig, ekki þó af því, að hann hafi eigi jafnan haft sínar ákveðnu skoðanir, heldur af því, að hann hefur haft nógu að sinna heima fyrir. En í hvert skifti og hann lætur uppi skoðun sína, gerir hann það með fáum orðum; hann er þar ákveðinn og eigi myrkur í máli. Aðaláhugamál hans eru breyttir og bættir búnaðarhættlr. í hreppsnefnd var hann þó um eitt skeið, í sókn- arnefnd lengi vel, í stjórn búnaðarfjelagsins o. fl

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.