Óðinn - 01.10.1928, Page 13
Ó Ð I N N
83
►
t
hans nutu. 1 skóla mátti hann heita jafnvígur
á allar námsgreinir, en sjerstaklega var hann
stálsleginn í latínu, þýsku og sögu.
Hann myndi óefað hafa orðið afburða tungu-
málamaður, ef honum hetði orðið lengra lífs
auðið. Hugurinn flaug víða, en einkum var
honum hugleikið að tala um skáldskap, enda
mátti hann heita talandi skáld sjálfur.
Jeg á nokkur kvæði eftir Jóhann sál. og hirt-
ast hjer brot úr 2 gamankvæðum og 1 þýðing.
Eitt Ijóðabrjef á jeg fiá honum, dags. á Stóra-
Núpi u/8 1891. Pað sumar dvaldi jeg við versl-
unarstörf i Þorlákshöfn.
Þar segir hann meðal annars:
» . . . Allmargt þó saman masa mætti
munnlega, reykjandi að fornum hsetti.
í Porlákshöfn nú þú situr í sælu
við sumbl — og toddý og vindlasvælu.
Nú eturðu brauð — nú bergirðu vín,
betur að nokkuð hyrfi til mín!
. . . En látækur jeg upp í fjollum bý
og föng hef jeg sjaldan af »bónum« ný.
. . . Latur jeg er, eins og á þú giskar,
og ekki er minn sláttur á marga fiska.
Þó er jeg reyndar alloft að,
iðinn, sem foiðum! Var ekki það?
En stundum mig fýsir að fá mjer næði
og fara að reyna að yrkja kvæði.
Pá fer jeg að ganga og filósófera
og fer svo von bráðar að póetísera.
Og ágætt er títt það, sem upp úr mjer dettur,
og á því ei lýti, hrukka nje blettur.
. . . Hvort sem þú kemst í Kaupmannahöfn
eða kúrir alt af í Porlákshöfn;
livort sem þú, vinur, fer um Klóann,
flækist um Ölfus, Holt eða Skeið,
eða hvar helst þín liggur ieið.
Vertu æ sæll
þinn vinur Jóhann«.
Þetta er að eins lítið brot úr Ijóðabrjefinu.
— Jóhann sál. kunni feiknin öll af kvæðum og
framsagði þau inæta vel.
Jeg hef oft látið hugann hvaríla til fornra
samverustunda okkar og saknað þess, hve ung-
ur þú hlautst að falla í valinn — en hvað um
þetta: »Omnibus moriendum est«.
Helgi Jónsson.
Ur „Mánudagsmorgnarnir“.
Á mánudagsmorgna úr roti’ er vjer röknura
ráðlausir þl »á gati« oft vöknum.
Vjer skreiðumst úr bólinu og bröltum svo
að borðinu syfjaðir oss til að þvo.
Og niður og út svo úr loftinu tötrum
og leiðir og geyspandi kaftið sötrum.
Og eftir hressingu endaða þá —
allir vjer guðsorðið hlýðum á.
Og svo byrjar hörmungatíðin með tímum,
svo tröllauknir þá vjer við bækurnar glímum.
Og undan vjer lesum og ásmegin vex
og oftast nær fær maður 3—6.
Oft »favor« og tilviljun það er að þakka
og því er jeg gjarn á að láta það flakka
á laugardagskvöldum, að lesa’ ekki neitt;
jeg les það oft seinna með höfuð sveitt.
I dag máske geturðu heilbrigður hlegið,
en hryggur á morgun í bælinu legið.
Á laugardagskvöldum þjer Ijett er og gtatt
— þú leggur á mánudag undir flatt. . . .
Úr kvæðinu „Laugardagskvöldin“.
. . . En klukkan álta komum vjer saman
og komum á fund — þá er stundum gaman.
Vjer upplesum »pródúkl« með andagift þá
alt þar til klukkan mun níu slá.
En nú er að segja frá níu til líu
— þá náungar komast í dispútasíu.
Vjer rífumst og skömmust og höfum svo hátt,
að heita má úti um frið og sátt.
En tíu til ellefu iðrunarfyltir
vjer allir í salnuin bænum oss stiltir.
Og göngum svo niður með ijetta lund
— en lítið er þá um að halda fund.
En klukkan ellefu’ í bóiið vjer bröltum,
í bælið þó oft með lunta töltum.
En allflestir sofa þó sætt og rótt
sunnudags- frídags- og helgidagsnólt.
Sveirtninn við lækinn.
(Eftir Schiller.)
Sveinn við lækinn lá og teygði
litfríð blóm og vatt í kans,
burtu hrifin hann þau eygði
hrekjast út í bárudans.
Burt svo dagar fagrir fljúga
sem flýtur áfram lindin hröð;
bliknar og á braut vill snúa
blómum lík min æskan glöð.
Spyrjið ei, hví syrgi ’eg svona
sjálfum blóma lífsins f,
allir kætast við og vona
vorið þegar skín á ný.
En þessir allir þúsund hljómar,
r