Óðinn - 01.10.1928, Blaðsíða 15
Þuríður Eyjólfsdóttir i Fljótsdal Oddsonar á
Fossi búið alllengi eftir að hún misti mann
sinn, í Norðurbænum þar, við fremur litil efni,
en með dugnaði sínum og sparsemi hafði henni
þó tekist að ala svo vel upp dætur sinar, Ey-
rúnu og Þórunni1) að þær þóttu hinn besti kost-
ur. Eigi að síður þurfti, sem von var, margt að
færa í lag og helst að auka búið, ef þess væri
kostur.
Þegar Kristján var nú setsíur að á Árgilsstöð-
um og tekin við bústorráðum af Þuríði, sem
síðan dvaldi hjá þeim hjónum til dauðadags,
komu brátt í ljós búskaparhæfileikar hans, tók
hann þegar að hýsa bæinn, bygði hann öll hús
upp og klæddi með járni, sömuleiðis fjenaðar-
hús og heyhlöður; ekki bygði hann stórhýsi,
heldur snotran og sterkan bæ, eítir íslenskum
sið og þörfum. Sömuleiðis bætti hann jörðina
eins og við varð komið, einkum með girðingum,
sem þá var miklu torveldara en nú, einnig
með áveitum, þar sem það var auðið, enda
jókst nú fjenaðurinn og búið stórum, sem fór
að vonum; húsbóndinn sistarfandi, framúrskar-
andi reglusamur, hirðumaður, nýtinn, sparsam-
ur, fjárglöggur og nokkuð vinnuharður, ekki
siður við sjalfan sig en hjú sín, og húsmóðirin
í ötlu honum svo samhent að þau voru óvenju-
lega saman valin; hún var mesta búkona, og
heimilisiðnaður hennar var orðlagður, mun hún
hafa verið ein hin fyrsta austur þar er eignaðist
og notaði saumavjel, enda þótti það þá fasjeður
og merkilegur gripur.
Mjög voru þau hjón gestrisin, svo unun var
að koma til þeirra, sjá alla umgengni og njóta
veitinga þeirra samfara hinni hispurslausu fram-
komu og glaðvæið. Þannig bjuggu þau hjón
hinu mesta sæindarbúi, setn sífelt blómgaðist
fyrir hinn framúrskarandi dugnað þeirra og for-
sjalni, þrátt fyrir allmikla ómegð, höfðu þau nú
keypt ábúðarjörð sína og part úr annari jörð,
sem liggur svo nála»gt, að þau gátu haft þar
slægjur til viðbótar heimajörðinni.
Árið 1916 Ijetu þau af búskap og fengu jörð-
ina í hendur Bergsteini syni sínum, sem þar býr
enn, dvöldu þau svo hjá börnum sínum í nokk-
ur ár.
1) Pórunni álti siðar Guðjón bróðir Kristjáns, bjuggu
þau fyrst á Stórólfshvoli og síðar í Sölfholti í Flóa.
Voru þau bæði dugnaðar og mannkosta menn.
Síðasta árið sem Kristján lifði fluttu þau til
Reykjavíkur til Þuríðar dóttur sinnar og manns
hennar og þar andaðist Iíristján 20. janúar 1925,
83 ára gamall.
Eyrún kona hans liíir enn, háöldruð að vísu
— fædd 5. jan. 1848 — en enn þá ljett í hreyf-
ingum og ung í anda, og sannast þar sem oft-
ar orð skáldsins: »Fögur sál er ávalt ung undir
silfurhærumcc.
Þau hjón eignuðust 11 börn, 4 dóu ung, en
einn sonur þeiira, Sigurður, dó uppkominn, hann
druknaði af fiskiskipi í mannskaðaveðrinu mikla
7. apríl 1906 Hann þótti afbragð annara ungra
manna, var því mikitl harmur kveðinn að fjöl-
skyldunni við fráfall hans. 6 eru á lífi:
Bergsteinn, bóndi á Árgilsstöðum, kvæntur
Steinunni Auðunsd. frá Eyvindarmúla. Þórarinn,
ókv. í Reykjavík. Guðný, gift Pjetri bónda Jóns-
syni á Skammbeinstöðum í Holtum. Kristrún,
gift Ulfari bónda Jónssyni í Fljótsdal. Þuríður,
gift Magnúsi Jónssyni bónda í Reykjavík. Jó-
hanna, gifl Finnboga R. Ólafssyni rafveitum. í
Reykjavík. Öll þessi börn eru uppalin í hollu
umhverfi, andlegu og veraldlegu, ljósastan vott
um það getur hver sem vill fengið, komi hann
á heimili þeirra, eða hafi náin kynni af þeim;
aðal andlega uppeldisreglan mun hafa verið
þessi: trúmenska gagnvart guði, sjálfum sjer
og öðrum.
Þar gengu foreldrarnir á undan.
Kristján Jónsson var fremur lítill maður vexti
en svaraði sjer vel, afarsnarlegur og sterkur að
afli, fríður sýnum, augun fjörleg og fögur, talaði
snjalt og orðin ákveðin, gleðimaður í vinahóp,
lastvar, en þungur mótstöðumönnum, einhver
hinn tryggasti vinur vina sinna, og reyndist þá
jafnan best er mest lá við.
Með Kristjáni Jónssyni er fallinn einn af hin-
um gömlu og góðu islensku stofnum, sem haldið
hafa uppi sannri alþýðumenningu og skuldlaus-
um búnaði i landinu; þeir menn eru landinu
stólpar.
Hamingjan gefi að ísland ætti og eignaðist
marga slíka.
Oddur Oddsson.