Óðinn - 01.10.1928, Qupperneq 23

Óðinn - 01.10.1928, Qupperneq 23
ó Ð I N N 95 Gestur Pálsson. Gestur heitinn Pálsson sagnaskáld átti á síð- astliðnu ári (1927) 75 ára afmæli. í minningu þess kom þá út hjá Bókaverslun Porsteins Gísla- sonar Ritsafn hans: skáldsögur, fyrirlestrar og úrval af kvæðum hans og blaðagreinum. Fylgir því grein um höf. og skáldskap hans, eftir Einar H. Kvaran. Bók þessari var mjög vel tekið, svo að hún er nú, eftir liðlega eitt ár, nærri útseld, enda var líka að öllu leyti vel til hennar vand- að. En viðtökurnar, sem bókinn fjekk, sýna vin- sældirnar, sem G. P. nýtur enn hjá islensku þjóðinni fyrir ritlist sína. Hjer skal ekki fjölyrt um æfi Gests nje um ritmensku hans, en vísað um þau efni til rit- gerðar E. H. K. í bókinni. En inn i myndasafn Óðins er sjálfsagt að taka mynd hans. Hann var fæddur í Miðhúsum í Reykhólasveit 25. sept. 1852, kominn af merku bændafólki i báðar ætt- ir. Stúdent varð hann 1875, las svo guðfræði við háskólann í Khöfn um nokkur ár, en kom heim haustið 1882 og stofnaði blaðið »Suðra« á nýari 1883. Var ritstjóri þess í 4 ár og jafnframt skrif- ari á landshöfðingjaskrifstofunni, og því starfi gegndi hann þar til er hann fór veslur um haf sumarið 1890 og varð ritstjóri »Heimskringlu« i Winnipeg. Þar andaðist hann 19. ágúst 1891, tæplega 39 ára gamall. En skáldsögur hans munu lengi lifa og skipa virðulegt sæti í íslensk- um bókmentum. hýsa mátti þar um 300 fjár. Auk þessa sljettaði hann í túninu um 4 dagsláttur á þessum árum. Vorið 1907 fluttust þau Böðvar og Ingunn aftur að Laugarvatni, þegar foreldar þeirra brugðu búi, og hafa búið þar síðan við rausn og mynd- arskap. Hefur Böðvar einnig bælt jörð þá að húsum og gert þar all-miklar jarðarbætur, t. d. sljettað í túninu og grætt út, er nema mun um 20 dag- sláttum, en öll jarðarbótastörf hans þessi ár hafa verið metin 2800 dagsverk. Jafnhliða jarðarbót- unum hefur hann og bætt fjárkyn silt, svo að það þykir nú bera af öðru Ije þar um slóðir, sakir vænleiks. Ymsum trúnaðarstörfum hefur Böðvar gegnt, og farist þau vel úr hendi. Hefur hann verið hreppstjóri í 24 ár, fyrstu tvö árin aðstoðarhrepp- stjóri í Gnmsneshrepp hinum forna, en siðan hrepnum var skift i Grímsnes- og Laugardals- hrepp hefur hann verið einn hreppstjóri hins síðarnefnda og átt sæti í hreppsnefnd jafnlengi, eða 22 ár. Sýslunefndarmaður hefur hann verið í 18 ár. Pegar rjómabúið »Apá« var stofnað, varð hann formaður þess og var það öll árin sem það starfaði, eða til 1916, en þá var það lagt niður. Var þá skift upp um 1400 krónum er búið átti. og gerðu fá bú betur. Þá hefur hann og verið endurskoðandi Kaupfjelags Grimsnes- inga frá öndverðu, en það var stofnað 1909. Og nú síðast hefur hann bæði verið formaður og gjaldkeri í nefnd þeirri er haft hefur með hönd- um byggingu Laugarvatnsskólans. Hefur um hjeraðsskólamálið staðið all-mikill styr um nokk- ur ár, eins og kunnugt er. En það segja kunn- ugir, að Böðvari megi ekki síst þakka að þessi myndarlegi skóli skuli nú risinn af grunni. í því máli hefur hann verið hreinn og ákveðinn, og lagt þar meira í sölurnar en nokkurn grunar. Þau hjón, Böðvar og Ingunn, hafa á þessum

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.