Óðinn - 01.10.1928, Side 26

Óðinn - 01.10.1928, Side 26
98 ó Ð I N N Sigurjón Friðjónsson skáld. Nú í haust kom út eftir hann allstór kvæða- bók, um 20 arkir, og fæst nú hjá bóksölum um alt land. Verðið er kr. 7,50, innb. kr. 10,00. Lesendur Óðins eru svo kunnugir kveðskap S. F., að þeir þarfnast ekki lýsingar á honum. Frá því er Óðinn byrjaði að koma út, fyrir nær fjórðungi aldar, hefur S. F. árlega birt í honum fleiri eða færri kvæði, og er hann því fyrir löngu þjóðkunnugt ljóðskáld, þótt ljóðabók hafi ekki komið út eftir hann fyr en nú, er aldri hans hallar frá sextugu. Bókinni hefur að verðleikum verið vel tekið í þeim blöðum, sem getið hafa um hana. Sjálfur hefur hann skrifað stuttan formála fyrir henni og gerir þar að umtalsefni mun »ómrænna« og »myndrænna« ljóða, en ljóð hans sjálfs eru flestum fremur »ómræns eðlis«. Þau eru mörg, eins og segir í ritdómi í Lög- rjettu, »á mörkum milli ljóðs og lags«. Vor- söngvar eru margir í bókinni. Og þar eru marg- ar fagrar náttúrulýsingar, einkum frá tíðum vorsins og sumarsins. Innan um eru draumkend og dulræn ljóð, og stundum verður lífspeki aðal- efnið. Einnig eru þar mansöngvar, minningaljóð o. s. frv. Síðast eru nokkrar þýðingar, flestar af kvæðum eftir danska skáldið Jóh. Jörgensen og sænska skáldið E. A. Karlfeldt. Öll eru ljóðin vöndnð og vel frá þeim gengið. Lipurð og þýð- leiki eru aðaleinkenni þeirra, og rímsnild er þar víða á hæsta stigi. Svipar þeim töluvert hvorum til annars í ljóagerð Sigurjóni og Guðmundi heitnum Guðmundssyni. Ljóð Sigurjóns hafa fyrir löngu eignast marga vini, og enginn efi er á þvi, að með útbreiðslu þessarar bókar aukist þær vinsældir. Hún á skilið bestu viðtökur hjá þjóðinni. óðinn getur, því miður, ekki að þessu sinni flutt æfiágrip Sigurjóns svo rækilega, að gagn sje að. En S. F. hefur haft mikil afskifti af al- mennum málum, hefur gegnt mörgum trúnaðar- störfum heima í hjeraði sínu og um eitt skeið átt sæli á Alþingi sem landskjörinn þingmaður. Hann er enginn hávaðamaður, en drjúgur, er á reynir, og var vel metinn af samþingismönnum sínum. Hann er elstur þeirra Sand'bræðra, fædd- ur sumarið 1867. Hefur hann nú lengi búið á Litlu-Laugum í Reykjadal, en bjó fyrst á Sandi og þar næst á Einarsstöðum. Kona hans var Kristín Jónsdóttir Ólafs'onar, fyrrum bónda á Rifkelsstöðum í Eyjafirði, er síðast var á Ein- arsstöðum, og er æfisaga hans í febrúarblaði óðins 1913, rituð af sjálfum honum. Konu sína misti Sigurjón í haust, sem leið, og andaðist hún á heilsuhælinu í Kristsnesi. Elstur barna þeirra er Arnór skólastjóri á Litlu-Laugum. & Sólskinsblettur. En hvað það var undur gaman er við Sigga geDgum saman; eða hvíldumst eftir ról upp við fossinn, vermd af sól. Blærinn var svalandi, blómáliar hjalandi, brosti hver laut og púfa, og brosmild, bláeyg dúfa galdur sinn mjer gól. Fnjóskur. V

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.