Óðinn - 01.01.1935, Qupperneq 1

Óðinn - 01.01.1935, Qupperneq 1
OÐINN 1.-6. BLAÐ ]ANÚAR-]ÚNÍ 1935 XXXI. ÁR ' Sigurður Sigurðsson ráðunautur. Sjötíu ára minning (1864 —1934). Sigurður Sigurðsson ráðunauíur, kona hans, frú Björg Guðmundsdóttir, og synir þeirra: Sigurður Haukdal, prófastur í Flatey, og Geir Haukdal, verzlunarmaður í Reykjavík. Þann 4. október síðastl. haust hefði Sigurður ráðunautur orðið sjötugur, ef lifað hefði, en þá var rúmt hálft níunda ár liðið síðan hann dó. Við andlát hans var hans eðlilega minst í ýmsum blöðum og lítillega í »Dúnaðarritinu*. Vænst hefði maður þó þess, að í riti þess fjelags, er hann starfaði fyrir í fullan aldarfjórðung, hefði birtst rækileg æfiminning Sigurðar. En á því hefur orðið dráttur. Þess vegna eru þessar línur skrifaðar, því að enn eru ýmsir, sem minnast Sigurðar ráðunauts með þakklæti. Sigurður ráðunautur er fæddur 4. október 1864 að Langholti í Flóa, og var af bændafólki kominn í báðar ættir. Faðir hans var Sigurður bóndi í Lang- holti (f. 1831, d. 1905) Sigurðsson, bónda í Vetleifs- holtshelli (f. 1799, d. 1842) Ólafssonar, bónda sama staðar (d. 1816) Sigurðssonar, Hafliðasonar í Borgar- túni, Þórðarsonar ráðsmanns í Skálholti, bónda í Háfi, Þórðarsonar sýslumanns á Ingjaldshóli (d. 1703), Steindórssonar sýslumanns sama staðar, Tunissonar á Ökrum, Steindórssonar sýslumanns á Ökrum (d. 1579) Finnssonar á Ökrum Arnórssonar. — Er ætt þessi, Akraætt, gömul ætt og merk. Rekur Steinn Dofri ættfræðingur þá ætt í beinan karllegg til Ingólfs Iand- námsmanns.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.