Óðinn - 01.01.1935, Side 5

Óðinn - 01.01.1935, Side 5
Ó Ð I N N 5 um samt að leggja þann grundvöll, er framtíðarstarf á þessu sviði hvílir á. — Árið 1907 kom Sigurður á fót búfjársýningu að Þjórsártúni, með atbeina Guð- jóns Guðmundssonar ráðunautar. Stóð hún í nánu sambandi við störf Sigurðar að hrossa- og nautgripa- ræktarmálum. Þótti hún takast vel. Og upp frá því var Sigurður næstum árlega á búfjársýningum, ýmist nautgripa eða hrossa, víða um landið, og flutti venju- lega fyrirlestra í sambandi við sýningarnar. Vóru sýn- ingar þessar oft fjölsóttar og þeim yfirleitt vel tekið. Þá er ekki hvað þýðingarminstur sá þáttur starfs Sigurðar, er veit að jarðræktinni, sjerstaklega vatns- veitingum. Enda ljet hann það mál mjög til sín taka. Hafði hann og reynt að kynna sjer sem best í utan- för sinni alt, er að vatnsveitingum laut og fram- kvæmdum þeirra. — I »Búnaðarritinu«, 17. árg., er grein eftir Sigurð, er hann nefnir: »Vatnsveitingaengi*. Nefnir hann þar ýmsa staði víðsvegar um landið, þar sem vænlegt sje að gera áveitur. Á ýmsum þessum stöðum, og víðar, hafa nú áveitur verið gerðar. Hefur Sigurður og víða verið þar hvatamaður og mælt fyrir og gert áætlun um fjölda þeirra. Stærsta áveitumálið hjer á landi er Flóa-áveitan. Fyrir eða um 1880 mun fyrst hafa verið um það rætt, að ná Hvítá til áveitu á Flóann eða Þjórsá til áveitu á Skeiðin og Flóann í sameiningu. Vmsir höfðu fengnir verið til að athuga og mæla fyrir áveitu á þessum svæðum. Sjerstaklega athugaði Sæmundur Eyjólfsson búfræðingur þetta rækilega sumarið 1895, mældi fyrir áveitu og gerði áætlun um kostnað. Hann lagði til að Þjórsá yrði veitt bæði á Skeið og Fióa í sameiningu. En eftir það lá áveitumálið niðri um hríð. Sigurður ráðunautur hlaut að beita sjer fyrir þessu máli, enda var honum Flóinn kær og hann hafði trú á því, að við framkvæmd þess máls mundi hjeraðið blómgast. — Sýslufundur Árnesinga 1901 hafði skorað á Búnaðarfjelagið að taka áveitumálið upp að nýju, en fjelagsstjórnin sá sjer ekki fært að sinna því. En á Alþingi um sumarið (1901) bar Sigurður, sem þá sat á þingi sem 2. þm. Árnesinga, fram tillögu um að þingið veitti alt að kr. 3000,00 tvö næstu ár, til að fá útlendan verkfræðing, er rannsaki og geri áætlun um stærri áveitufyrirtæki hjer á landi, þar á meðal um áveituna á Flóann. En þetta fjekst ekki í það sinn. Þó var málið ekki látið niður falla. Og sumarið 1906 var fenginn hingað verkfræðingur frá Heiðafjelaginu danska, Karl Thalbitzer; gerði hann í júní—ágúst mælingar á Flóa og Skeiðum. Var Sig- urður ráðunautur með honum við þetta starf. Thal- bitzer komst að þeirri niðurstöðu, að best væri að taka Hvítá til áveitu á Flóann, en Þjórsá til áveitu á Skeiðin. — Enn kom hinn sami verkfræðingur hingað 1910 og gerði framhalds- rannsóknir. — Árið 1915 var milliþinga- nefnd sett í málið. í henni áttu sæti: ]. Þorláksson verkfr., GísIiSveinssonlögfr. og Sigurður ráðun. Og á Alþingi 1917 báru þingmenn Ár- nesinga, Sig. Sig- urðsson og Einar Arnórsson, fram frumvarp um Flóa-áveituna, og varð það að lögum á því þingi. Vfirleitt lagði Sigurður ráðunautur fram mikið starf til stuðnings þessu máli, því að honum var það mikið áhugamál; og má óefað þakka honum, mörgum öðr- um fremur, framgang þess. Sigurður ráðunautur sat á búnaðarþingunum 1899, 1901 og 1903. Ljet hann þar eðlilega til sín taka um áhugamál sín og kom fram með ýms nýmæli. Var t. d. að tilhlutun hans stofnað til vinnuhjúa- verðlauna; urðu þau mörgum kærkomin. Sigurður kunni að meta trúmensku vinnuhjúanna og vildi að aðrir gerðu það líka. í stórfróðlegri grein um verka- fólksskortinn í sveitunum (í »Búnaðarritinu« 1907) minnír hann á: >1) að öll vinna og vinnutími sje reglubundið, eftir því sem hægt er, 2) að vinnutíminn sje hæfilega langur og fólkið megi ráða sjer sjálft að lokinni vinnu, 3) að hjúum sje sýnd tilhlýðileg virðing í allri umgengni, 4) að kaup sje borgað svo sem um var samið, og að þeim hjúum, er skara fram úr í dugnaði og trúmensku, sje vottað það á einn eða annan hátt, 5) að hafður sje um hönd á heimilunum lestur þeirra blaða og bóka, er veita alþýðlegan fróð- leik og skemtun*. — Alt voru þetta þarfar áminn- ingar og eru enn. Á Alþingi átti Sigurður ráðunautur alllengi sæti. Hann var fyrst kosinn á þing 1901, og þá sem 2. þm. Árnesinga. Sat þá aðeins á því 'eina þingi, en bauð sig ekki fram aftur um skeið. 1909 var^hann aftur kosinn á þing og sat þar óslitið til 1919.(2. þm. Ár- nesinga 1909-1911, 1. þm. 1911 — 1919). Sigurður ráðunautur átti tíðum við harða mótstöðu að búa frá r— Signrður bóndi í Langholti, faðir Sigurðar ráðunautar.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.