Óðinn - 01.01.1935, Blaðsíða 6
6
Ó Ð I N N
höfðingja- og prestavaldi Árnessýslu; og loks hepnað-
ist því líka að fleka til fylgis við sig allmargt af al-
þýðu manna, og tókst þannig að fella Sigurð frá þing-
mensku. Hafði hann þó reynst hinn nýtasti maður
sýslu sinni. — Á þingi naut hann virðingar; hann var
starfsmaður mikil! og hlífði sjer ekki. Eins og að
líkum ræður, beitti hann sjer þar mjög fyrir búnaðar-
málum; þau vóru altaf hans mesta áhugamál. Átti hann
og lengst af sæti í landbúnaðarnefnd. — Sigurður
ráðunautur var orðsnjall maður, talaði hátt og skýrt,
svo að gjörla mátti mál hans heyra. — Hina mestu
skömm hafði hann á bitlingasýki og bruðlunarsemi
allri og vítli slíkt óspart. Fjekk hann oft ómjúkt orð
í eyra vegna þeirrar tilhneigingar, að vilja halda spart
á fje ríkisins. En lífið hafði kent honum að spara,
bæði sitt eigið fje og annara; enda var heiðarleik hans
við brugðið — og annað samrýmdist honum ekki.
Sigurður ráðunautur þótti skemtilegur fyrirlesari.
Á flestum búnaðarnámsskeiðum Búnaðarfjelagsins
mun Sigurður hafa verið og flutt þar fyrirlestra, einn
eða fleiri, og á fundum búnaðarfjelaganna víðsvegar
um land. — Stóð hann og altaf fyrir og var aðal-
kennari á námsskeiðum þeim, er haldin vóru við og
við í Reykjavík fyrir eftirlitsmenn nautgriparæktar-
fjelaganna.
Þegar litið er yfir hin miklu og margþættu störf
Sigurðar og löngu ferðalög, er furðulegt, hvað hann
hefur getað sint mikið ritstörfum. Ekki þar með sagt
að hann væri neinn rithöfundur. Og ekki liggur heldur
í þeim efnum neitt stórt verk eftir hann. Fjekk hann
og ekki nema mjög takmarkaða kenslu í móðurmáli
sínu á uppvaxtarárunum. En hann lagði mikla rækt
við íslenskuna og vildi skrifa gott mál; enda mun
honum hafa tekist það sæmilega. Hann skrifaði af
nauðsyn. Áhugamálin kröfðust þess. Fjölda greina á
hann víðsvegar í blöðum vorum og tímaritum; en
sjerstaklega þó í »Búnaðarritinu€ og búnaðarblaðinu
»Frey«. — »Freyr« hóf göngu sína 1903. Stofnendur
vóru: Magnús Einarson dýralæknir, Einar Helgason
og Guðjón Guðmundsson. Sigurður ráðunautur varð
meðeigandi blaðsins 1909 og meðútgefandi þess í
næstu 14—15 ár; og annaðist rnikið af þeim tíma
einn að mestu ritstjórn þess og afgreiðslu. Átti
«Freyr* vinsældum að fagna meðal bænda. —
Margar greinar Sigurðar í »Frey«, »Búnaðarritinu«
o. v. eru langar og fróðlegar ritgerðir, snertandi
áhugamál hans, og hafa ýmsar þeirra verið sjer-
prentaðar. Mætti af ritgerðum hans nefna t. d.;
»Um mjólkurbú í Danmörku og Noregi* (»Búnaðar-
rit«, 13. árg, 1899).
»Smjörbúin og smjörsalan* (»Búnaðarrit« 1905).
»Starfsemi smjörbúanna 1900 — 1910« (»Búnaðarrit«,
26. árg., 1912).
»Smjörbúin 1911 — 1915« (»Búnaðarrit«,31.árg., 1917).
»Smjörbúastarfsemin« (»Búnaðarrit« 1919).
»Um sölu á smjöri til útlanda« (»Búnaðarrit« 1901).
»Mjaltir á kúm« (III. kafli í »Mjólkurfræði« Gísla
mundssonar gerlafræðings, útg. 1918).
»Nautgriparæktin og nautgriparæktarfjelög* (»Bún-
aðarrit*, 29. árg., 1915).
»Hestaræktin« (»Búnaðarrit«, 32. árg., 1918).
»Vatnsveitingaengi« (»Búnaðarrit«, 17. árg.).
»Vatnsveitingar« (»Búnaðarrit«, 33. árg., 1919).
»Reynsla um áveitur* (»Búnaðarrit«, 34. árg., 1920).
Þá má nefna fróðlega ritgerð um landbúnaðinn á
Vestfjörðum, er upphaflega birtist í skýrslu Búnaðar-
sambands Vestfjarða, en var síðan sjerprentuð; svo
og tvær greinar um fyrirmyndarmenn í 9. og 12. árg.
»Freys«, og loks skemtilega og þarfa hugvekju um
búskaparsyndir bænda, í 11. árg. »Freys«. — Hjer
er aðeins drepið á nokkrar greinar Sigurðar; en als
mun hann hafa ritað á 6. hundrað smærri og stærri
greina í blöð og tímarit.
Eftir fyrstu utanför sína, sem að framan getur, fór
Sigurður tvisvar til útlanda (Norðurlanda), 1903 og
1923, til þess að kynna sjer nýjungar í búskapar-
málum, hið síðara skiftið þó um leið sjer til hvíldar.
Fjelagslyndur maður var Sigurður ráðunautur og
hverjum fjelagsskap var hann mikill styrkur, því að
hann lá ekki á liði sínu. Meðan hann dvaldi í Dýra-
firði starfaði hann því mikið á meðal unga fólksins;
gekst, ásamt fleiri góðum mönnum, fyrir leikstarfsemi
á Þingeyri. Ljek hann þar t. d. eitt sinn hlutverk
Skrifta-Hans í »Æfintýri á gönguför*, og þótti vel
takast. — Einn aðal-hvatamaður var hann og þess,
að stofnað var til þing- og hjeraðsmálafunda Vestur-
ísafjarðarsýslu. — í Góðtemplarareglunni sfarfaði
hann og mikið um skeið og var meðlimur stúkunnar
»Einingin« nr. 14 frá 1892 og til dauðadags. —
Hann var einn af stofnendum verkamannafjelagsins
»Dagsbrún« og fyrsti formaður þess; lengi var hann
meðlimur þess, þó að þar skildi að lokum leiðir.
Bókamaður var Sigurður mikill; átti prýðilegt og
vel um gengið bókasafn. Enda Ias hann mikið, þegar
tekið er tillit fil þess hve nauman tíma hann til þess
hafði og oft var á ferðalagi. Ljóðelskur var hann;
uppáhalds-skáld hans var Grímur Thomsen. Enginn
var hann söngmaður, en hafði yndi af söng, og á
námsskeiðum og fyrirlestraferðum sínum er sagt, að
hann hafi gengið að því með dugnaði að fá fundar-