Óðinn - 01.01.1935, Qupperneq 9
Ó Ð I N N
9
Jón Þorláksson borgarstjóri.
Hann andaðist á heimili sínu hjer í bænum 20. marz
síðastliðinn. Hafði hann oft verið sjúkur á síðari árum
og hvað eftir annað dvalið erlendis sjer til heilsubótar
og hressingar. Nú var hann
nýlega kominn heim frá Sví-
þjóð, úr samningagerð um
virkjun Sogs-fossanna, og
hafði án efa lagt þar meira
að sjer en hann þoldi. Hann
var lasinn eftir heimkomuna
og þó farinn að sinna störf-
um sínum, en veiktist þá
snögglega og andaðist eftir
stutta stund.
]ón varð 58 ára, fæddur
3. marz 1877 í Vesturhóps-
hólum í Húnav.sýslu, sonur
Þorláks hreppstj. Þorláks-
sonar, prests á Undirfelli, og
Margrjetar Jónsdóttur prests
Eiríkssonar. Bróðir Jóns er
hinn alkunni dugnaðar- og
búsýslumaður Magnús bóndi
á Blikastöðum í Mosf.sveit,
en systir þeirra, Björg, áður
gift Sigfúsi Blöndal, bóka-
verði í Kaupmannahöfn, er
dáin fyrir nokkrum árum,
og var orðin þjóðkunn fyrir
ritstörf sín. — Jón varð stú-
dent 1897 með ágætiseinkunn, fjekk hærri einkunn
en gefist hafði fram til þess tíma við latínuskólann.
Segir einn af bekkjarbræðrum hans, Árni Pálsson
prófessor, svo frá, að Jón hafi sjaldan mikið þurft
að hafa fyrir náminu, verið jafnvígur á allar náms-
greinar, en lítt gefið sig að málum skólapilta. Kveðst
Árni aðeins einu sinni hafa heyrt Jón taka til máls
um þau mál, og var það rjett áður en þeir yfirgáfu
skólann, en ræðan, sem hann flutti þá, sje sjer
minnisstæðari en flestar ræður, sem hann hafi heyrt
um sína daga. — Jón las síðan mannvirkjafræði við
háskólann í Kaupmannahöfn og tók próf í henni 1903
með mjög hárri einkunn, rjett við ágætiseinkunn.
Fyrsta'starfið, sem hann tókst á hendur hjer heima,
var rannsókn byggingarefna til leiðbeiningar við húsa-
gerð hjer á landi, og var styrkur veittur úr landsjóði
til þeirra rannsókna. Hafði Sigurður Pjetursson mann-
virkjafræðingur áður haft það starf, en dó frá því.
I þessum erindum ferðaðist Jón fyrst um Noreg,
Þýskaland og England, en síðan hjer heima, til og
frá um landið, og var það sumarið 1904. Hann komst
að þeirri niðurstöðu, að steinsteypan væri hjer heppi-
legasta byggingarefnið, enda ruddi hún sjer þá fljótt
til rúms. Ritaði hann um
þetta fjölda greina á næstu
árum, bæði í »Búnaðarritið«
og »Lögrjettu«, en hann
var einn af stofnendum þess
blaðs og lengi mikið við
riðinn útgáfu þess. Er hann
upphafsmaður og brautryðj-
andi steinsteypubygginganna
hjer á landi, sem nú eru
orðnar langalgengastar ný-
byggingar bæði í kaupstöð-
um og til sveita. Hann segir
um þetta áhugamál sitt í
einni greininni í »Lögrjettu«:
»Það má telja víst, að torf-
bæirnir fari að leggjast nið-
ur; það má búast við,að það
fari að verða »móðins« í
sveitunum, að byggja stein-
hús í þeirra stað. En menn
ættu að muna eftir því, að
sælli er sá, sem lifir áhyggju-
lausu lífi í torfbæ og getur
goldið hverjum sitt, heldur
en sá, sem býr í prýðilegu
steinhúsi, en sjer engin úr-
ræði til að borga það«. — Sýnir þetta vel athygli
hans og varfærni.
Hann kvæntist sumarið 1904 Ingibjörgu Claessen
dóttur Claessens landsfjehirðis og fyrri konu hans
Kristínar, er var dóttir Eggerts Briem sýslumanns.
Lifir frú Ingibjörg mann sinn.
í ársbyrjun 1905 varð Jón landsverkfræðingur og
varð aðalstarf hans þá foistaða vegagerða og brúar-
gerða landsjóðs. Sumarið 1906 fór hann um landið
og mældi upp allar flutningabrautir og flesta þjóð-
vegi. Komst þá fyrst á föst áætlun um vegagerðir
yfir alt land. Veturinn á undan hafði hann verið er-
lendis, mest í Noregi, til þess að kynna sjer vegamál
þar. Það urðu tillögur hans í vegamálunum, að ak-
brautir yrðu lagðar um alla aðalvegi landsins og ak-
fær vegur heim að hverjum bæ í sveitunum, en járn-
braut frá Reykjavík til Suðurláglendisins. Ðílar vóru
Jón Þorláksson borgarstjóri.