Óðinn - 01.01.1935, Side 10

Óðinn - 01.01.1935, Side 10
10 Ó Ð 1 N N þá enn eigi komnir í noikun, eða orðnir þau sam- göngutæki, sem þeir síðar hafa orðið. — Brúasmíði var eitt helsta verkefni landsverkfræðingsins. Fyrsta verk ]óns í þeirri stöðu var að sjá um lok á smíði Lagarfljótsbrúarinnar. Síðan bygði hann fjölda brúa og margar þeirra úr steinsteypu. Stærstar þeirra eru Fnjóskárbrúin og brúin á Norðurá. Fnjóskárbrúin var, þegar hún var bygð, lengsta sieinsteypubrú á Norður- löndum. Járnbrýr lagði Jón einnig yfir margar ár og sá um smíði þeirra allra. Hann stofnaði verkstæði í Reykjavík til þeirra smíða og vóru síðan Rangár- brúin og margar fleiri járnbrýr smíðaðar að öllu leyti hjer heima. Hann undirbjó vatnsveiiu Reykjavíkur á árunum 1906 — 8, gerði allar áætlanir um tilhögun þess verks, þar á meðal það, að taka vatnið úr Gvendar-brunnum. í ýmsum fyrirtækjum, sem á þeim árum risu upp hjer í bænum, átti hann mikinn þátt. Hann stofnaði Iðnskólann 1904 og var lengi for- stöðumaður hans. í bæjarstjórn Reykjavíkur átti hann löngum sæti og fjekst þar mikið við öll hin helstu framkvæmdamál, sem til hennar kasta komu, svo sem vatnsleiðsluna, gas- og raflýsinga-málið, hafnargerðina o. fl. Var hann sístarfandi á þeim árum, ritaði mikið um áhugamál sín og var formælandi þeirra á mann- fundum. Þegar Jón Þorláksson sagði af sjer landsverkfræð- ingsstarfinu, sem Geir Zoega tók þá við, stofnaði hann verslun í Reykjavík með byggingarefni og rak hana í fjelagi við Óskar Norðmann til dauða- dags. Var hann á síðari árum talinn vel efnaður maður. Stjórnmálin ljet ]ón snemma til sín taka og varð einn af forvígismönnum Heimastjórnarflokksins. Þó var hann ekki kosinn á þing fyr en 1923. Eftir þær kosningar myndaði Jón Magnússon í annað sinn stjórn, 1924, og varð Jón Þorláksson þar fjármála- ráðherra, en eftir fráfall Jóns Magnússonar, sumarið 1926, varð hann forsætisráðherra og gegndi því em- bætti fram yfir kosningar 1927, en sagði af sjer undir eins og hann sá það af kosningunum, að flokkur hans var orðinn í minni hluta. Tóku þá Framsóknar- menn við stjórn með hlutleysisyfirlýsingu frá Alþýðu- flokknum, og stóð svo fram til 1931. En þá hafði Alþýðuflokkurinn gert samband við Sjálfstæðisflokk- inn um breytingar á hinum gildandi kosningalögum og skyldi leiðrjetta hið mikla misrjetti, sem átti sjer stað um áhrif kjósendanna um skipun alþingis, vegna breytinga, sem orðið höfðu á fólksfjölda í mörgum kjördæmum landsins á síðustu áratugum, og voru það kaupstaðirnir, og einkum Reykjavík, sem orðið höfðu þar fyrir skakkafalli. Jón Þorláksson hafði verið for- maður Sjálfstæðisflokksins, eftir fráfall Jóns Magnús- sonar, og hafði hann mikil afskifti af þeirri lausn, sem þetta mál fjekk, en um það stóðu miklar deilur áður samkomulag næðist milli þingflokkanna. Auð- vitað ljet Jón öll stjórnmál landsins til sín taka meðan hann átti sæti í landstjórninni og eins eftir að hann varð formaður í andstæðingaflokki stjórnar- innar. Það er allra dómur, að forsætisráðherrastörfin hafi farist honum vel, og fyrir fjármálastjórn sína hefur hann fengið mikið lof. — Mestu áhugamál hans á síðari árum vóru fossavirkjunin, einkum virkjun Sogs-fossanna, sem nú er í framkvæmd, og svo leiðsla frá heitum uppsprettum í nánd við Reykjavík inn í hús bæjarins, til upphitunar, og er það mál enn eigi leyst nema að litlu leyti, en á góðum vegi til þess að leysast til fullnustu. Magnús Guðmundsson, fyrv. ráðherra, sem var samverkamaður Jóns meðan hann sat í Iandsstjórn- inni og ávalt síðan á alþingi, hefur lýst honum svo: »011um þeim. sem kyntust Jóni Þorlákssyni, kvort sem það vóru meðhaldsmenn eða andstæðingar, mun koma saman um það, að hann hafi verið vilur maður. Engan mann hef jeg þekt, sem hugsaði skýrar, og engan mann, sem átt hefur eins hægt með að setja fram hugsun sína og hann, hvort sem var í ræðu eða riti. Það var ómögulegt að misskilja hann og honum datt aldrei í hug, að gefa loðin svör. Hann var fá- talaður og sumum þótti hann stuttur í spuna, en þetta kom af því, að hann vildi aldrei eyða tíma í óþarfa mælgi. Hann var hinn mesti athafna- og framkvæmda- maður, en rjeðst aldrei í neitt án þess að hafa at- hugað það vel, með þeim skarpleik, sem aðeins ör- fáum mannanna börnum er gefinn ... Hann var allra manna óhlutdrægastur og kvað svo ramt að því, að jafnvel stuðningsmenn hans sögðu stundum, að hann tæki andstæðing fram yfir stuðningsmann að öðru jöfnu. Þetta var þó ekki, en hitt mun satt, að er hann mat hæfileika manna til opinberra starfa, þá tók hann ekkert tillit til pólitískrar skoðunar, heldur hæfileikanna einna ... Vmsir hjeldu víst, að hann væri ekki samvinnuþýður, af því að hann talaði fátt, en þetta var hinn mesti misskilningur; hann var í rauninni ágætur í samvinnu*. Alt þetta tel jeg rjett vera, en jeg var um langt skeið nákunnugur Jóni Þorlákssyni og átti mikið saman við hann að sælda. í ársbyrjun 1933 varð Jón borgarstjóri Reykjavíkur og bar ýmislegt til þess, að honum var starfið þar miklu hugþekkara en stjórnmálastarfið. Hann hafði

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.