Óðinn - 01.01.1935, Side 11
O Ð I N N
11
Bæjarfulltrúar í Reykjavík bera kistu Jóns Þorlákssonar úr kirkju.
átt meiri eða minni þátt í öllum framfaramálum
bæjarins á mestu vaxtarárum hans, og aðaláhugamál
hans, Sogsvirkjunin og jarðhitaleiðslan, vóru nátengd
hag bæjarins. Hann var því ánægður með þá stöðu
og sinti henni af einlægum áhuga. Fyrir þingkosn-
ingarnar 1934 sagði hann af sjer formensku í Sjálf-
stæðisflokknum, lýsti því yfir, að hann byði sig ekki
fram til þingmensku og drægi sig út úr afskiftum af
stjórnmálum. Síðasta verk hans í þágu lands og bæjar
vóru samningarnir um Sogsvirkjunina. — Við jarðar-
för hans sýndu bæjarbúar af öllum flokkum það vel,
hve miklar mætur þeir höfðu á borgarstjóra sínum.
Jafnfjölmenn og viðhafnarmikil jarðarför hafði aldrei
áður farið fram í þessum bæ.
Það stóð til að minningarathöfn um Jón Þorláks-
son færi hjer fram eftir jarðarför hans, og átti eftir-
farandi kvæði, sem jeg hafði gert, að syngjast þar.
En sú minningarathöfn fórst fyrir og læt jeg kvæðið
fylgja hjer. Það er undir laginu »Integer vitae«, eða:
»Hlíðin mín fríða«:
Ósnortinn var hann af þeim lesti, er háir
mönnum vors tíma. Munu slíkir fáir.
Hvar sem hildi háði, hreinan skjöldinn bar hann.
Valmenni var hann.
Námsmaður ungur nytsömustu störfum
hug vildi helga, hugði að landsins þörfum.
Vanrækt á ættjörð víða mátti finna
verk til að vinna.
Lítum til baka: Landið þurfti djarfa
forustu’ í framkvæmd, færa menn til starfa,
rökhugsuð ráð, að reisa’ úr alda flagi
bygðir og bæi.
Vantaði vegi, vötnin þurfti’ að brúa,
rotnuðum mó í ræktað land að snúa,
út yfir engin árnar láta flæða,
gróður að glæða.