Óðinn - 01.01.1935, Síða 15

Óðinn - 01.01.1935, Síða 15
15 Ó Ð I N N / Almannagjá 1930: Tryggin Þórhallsson, forsætisráðherra, setur Alþingishátíðina. »Naut hann þar ekki aðeins málsnildar og glæsi- mensku, sem lengi mun að ágætum höfð. Þar komu ekki síður til vinsældir hans og það traust, er hann ávann sjer í kynningu sein góðgjarn drengskaparmaður. Ekkert var fjær honum en að beita valdi eða kúgun við flokksmenn sína. En hann laðaði menn til sjálfráðs fylgis eins og fjelagi og bróðir«. Hann var forsætisráðherra á 1000 ára af- mælishátíð alþingis 1930, og var framkoma hans þar, svo sem vænta mátti, að öllu leyti hin virðulegasta. Stærsti sigur hans var án efa kosningasigurinn 1931, enda þótt kapp hans orkaði mjög tvímælis, er hann rauf þingið og stofnaði til nýrra kosninga, þegar Al- þýðuflokkurinn sleit hlutleysi sínu við stjórn hans og tók höndum saman við Sjálfstæðisflokkinn um breyt- ingar á kosningalögum og kjördæmaskipun. Tryggvi áleit að hann sem bændaforingi mætti ekki láta þær breytingar komast á, án þess að hann gæfi bændum nokkurt tækifæri til þess að láta í ljósi skoðanir sínar á þeim, með því að þær hefðu í för með sjer rjettindamissi fyrir sveitakjördæmin. Svarið fjekk hann á þá leið, að Framsóknarflokkurinn náði út af fyrir sig meiri hluta á alþingi. En landskosn- ingarnar til efri deildar, þar sem allir kjósendur landsins nutu jafnrjettis, gerðu það að verkum að andstöðuflokkarnir höfðu synjunarvald allra mála í efri deild, og kváðust beita því, ef þeir fengju ekki leiðrjettingu á misrjetti kjósendanna við kjördæma- kosningarnar. Tryggvi beiddist þá lausnar fyrir ráðu- neyti sitt og samsteypustjórn var mynduð til þess að ráða fram úr ágreiningsmálunum. En af hálfu síns flokks hafði hann forgöngu í samningagerðinni, sem þá fór fram. Hann varð bankastjóri Búnaðarbankans, er hann hafði sagt af sjer forsætisráðherraembættinu, og aðalviðfangsefni hans urðu nú kreppuráðstafanirn- ar út af kröggum landbúnaðarins; og þeim helgaði hann allt starf sitt síðustu árin. Frá 1925 hafði hann verið formaður Búnaðarfjelags íslands og jafnan látið sjer mjög ant um hag þess. Hugur hans var allur og óskiftur á viðreisn landbúnaðarins og hag bænda- stjettarinnar, og má vera að það hafi verið nokkur ljóður á ráði hans sem æðsta valdamanns landsins, hve fast hann fylgdi fram málum einnar atvinnustjett- ar. En það var trú hans, að framtíðargengi þjóðar- innar væri fyrst og fremst komið undir eflingu land- búnaðarins, enda var sá atvinnuvegur, þegar Tryggvi tók til starfa, orðinn langt á eftir hinum aðalatvinnu- vegi landsins, sjávarútgerðinni, sem tekið hafði gjör- breytingu á skömmum tíma. ]eg set hjer vísu, sem jeg sendi Tryggva Þór- hallssyni einu sinni, við víst tækifæri, meðan hann var forsætisráðherra:

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.