Óðinn - 01.01.1935, Síða 18

Óðinn - 01.01.1935, Síða 18
18 Ó Ð I N N Ludvig Holberg 1684—1934. Eftir Richard PaulliJ)- Þegar tvöhundruð og fimmtíu ára afmæli Holbergs var hátíðlegt haldið 3. desember síðastliðinn, keptust tvær þjóðir um að heiðra einn af allra mestu rit- snillingum sínum. Störf Holbergs á fullorðinsárum voru unnin í Danmörku; á tuttugasta og öðru ári fór hann alfarinn úr Noregi. En fæddur var hann í Noregi. Þar dvaldi hann öll uppvaxtarár sín, og þar varð hann fyrir þeim bernsku og æskuáhrifum, sem valda svo afar miklu um þroskun persónuleika ein- staklingsins. Forfeður hans voru einnig norskir. Hann getur þess og er hróðugur af, að langafi hans, sem hann hjet í höfuðið á, var Biskup Ludvig Munthe í Bergen. Hins getur hann ekki, að annar langafi hans var stórauðugur jarðeigandi, sem átti yfir þrjúhundruð bændabýli víðsvegar í Noregi; frá honum má vel vera, að Holberg hafi erft löngunina til að afla sjer fast- eigna. Óslökkvandi þrá hans til að hleypa heimdrag- anum og kanna ókunnuga stigu var sameiginleg honum og föður hans, er hófst af eigin ramleik úr sessi óbreytts liðsmanns til herforingjatignar, og verið hafði í herþjónustu víða erlendis og lagt mikinn hluta Norðurálfu undir fót. Umhverfið í fæðingarborg Holbergs var hið ákjós- anlegasta til mentunar fjörmiklum unglingi, því Bergen var á þeirri tíð alþjóðlegust borg á Norðurlöndum. Eins og Holberg sjálfur kemst að orði: »Henni má líkja við örk Nóa, þar sem allar tegundir dýra getur að líta; því að fólk hvaðanæfa af jarðarhveli hópast þangað«. Fæðingarstaður Holbergs setti einnig svip sinn á hann. Hjer og þar í ritum hans verður vart minninga frá Bergen, og hann helgaði borginni eitt sagnfræðisrita sinna, Bergens Beskrivelse (Lýsing á Bergen, 1737), þar sem hann rifjar upp ýms áhrif frá bernskuárunum. Þegar Holberg var tveggja ára, dó faðir hans, og sama ár fór mikill hluti ættar-auðsins forgörðum í 1) Richard Paulli, bókavörður við Konunglega Bókasafnið, er merkur danskur bókmentafraeðingur, einn af höfundum hinn- ar miklu dönsku bókmentasögu: lllustreret Dansk Litteratur- historie, 1924—1937, og ritar hann þar um Holberg og öld hans; en þessi ritgerð Paullis um skáldið er þýdd úr hinu góðkunna tímariti The American Scandinavían Revíew, með leyfi höfundar og ritstjóra nefnds tímarits. — Þýð. stórbruna í Ðergen. Ellefu ára að aldri misti hann móður sína. Þrátt fyrir þessi áföll, hjelt hann, þó yngstur væri tólf systkina, áfram námi, með styrk ættmenna sinna, og Iauk prófum sínum við Kaup- mannahafnarháskóla á stuttum námstíma þar. Gerðist hann um hríð heimiliskennari, en víðfeðmur umheim- urinn heillaði hann ómótstæðilega. Greip útþráin hann svo föstum tökum, að vart tvítugur lagði hann af stað í fyrstu utanför sina með sextíu ríkisdali í vasanum. Hófst nú nýtt tímabil í lífi hans. Á fjórum ferðum, er sumar stóðu yfir langtímum saman, tókst Holberg á næstu tólf árum að verða gagnkunnugur í mörgum löndum Norðurálfu — — Englandi, Niðurlöndum, Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu. Síðar dvaldi hann einnig vetrarlangt í París. Ferðalög þessi á yngri árum voru mjög þýðingar- mikil fyrir hann og eru megin-þáttur í hinni framúr- skarandi skemtilegu sjálfsævisögu hans. Með afburða athyglisgáfu og ríkri kýmni segir hann frá því, sem hafði fyrir augu borið og á dagana drifið, og athuga- semdir hans, jöfnum höndum, um atburði og menn- ingarástand, sýna, að hann var gæddur hvorutveggja í senn:------gestrisnum huga og heilbrigðri gagnrýni. Þrátt fyrir meðfædda sparsemi, varð Holberg ekki altaf greitt um vik, að standa straum af ferðakostn- aði sínum. Ferðaðist hann þó eins ódýrt og unt var, fór oft langar leiðir fótgangandi, tók sjer fari á ferju- bátum, leitaði uppi ódýra gististaði, og matseldaði meira að segja sjálfur í Róm, með grautarsleifina í annari hendi en bókina í hinni, að eigin sögn. Oðru hverju vann hann sjer einnig inn fje með tungumála- og sönglistar-kenslu, eða með því, að ganga í þjón- ustu heldri manna á ferðalögum. Með þessum hætti átti hann samvistir við hinar fjarskyldustu stjettir þjóðfjelagsins og kyntist alskonar fólki. Auk þess gáfu ferðalög hans honum tækifæri til að kynnast af eigin reynd andlegum straumum Norð- urálfu samtíðarinnar. Hann sá eigi aðeins leiklistina í slíkum blóma, sem ekki var hægt að gera sjer í hugarlund á Norðurlöndum; heldur komst hann jafn- framt í kynni við hinar nýju kenningar, sem urðu aflgjafinn í upplýsingar-stefnu 18. aldarinnar, og sem enginn hafði dirfst að flytja heim til Danmerkur þar sem andlegt líf sat enn í hörðum fjötrum guðfræð- innar. Gnægð áhrifa var hægt að safna í hlöðu í Norðurálfu þeirrar tíðar, og Holberg kunni tökin á því, að gera alt, sem varð á vegi hans, ávaxtaríkt fyrir bókmentir heimalands síns. Eftir að hafa beðið nokkur ár launalaust, við þröng-

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.