Óðinn - 01.01.1935, Síða 19

Óðinn - 01.01.1935, Síða 19
Ó Ð I N N 19 an kost, var Holberg útnefndur prófessor við Kaup- mannahafnar-háskóla 1717. Var hann þá búinn að senda frá sjer allmörg rit, og er hið fyrsta þeirra, prentað 1711, elst Norðurálfusaga á danska tungu. Mætti nú ætla, að háskólakennarinn gerði sjer far um að sýna það, með lærðum ritstörfum, hverjum hæfi- leikum hann var búinn. En í þess stað brá kynlega við. Holberg, er, að eigin sögn, hafði aldrei áður fengist við ljóðagerð, varð nú, þó kominn væri yfir þrítugt, skyndilega gripinn af >skáldlegum innblæstri* (eins og hann orðar það), og ritaði nærri ekkart al- varlegs efnis svo árum skifti, en sökti sjer niður í háðskáldskapinn. Fyrsta afrek hans í þeirri grein bókmentanna var Peder Paars, háðkvæði í stíl hetjuljóða (»poema heroico-comicum«). Lýsir skáldið hjer á gamansaman hátt sjóferð, sem Peder Paars smákaupmaður frá Kalundborg á Sjálandi tekst á hendur til þess að heimsækja unnustu sína í Árósum á Jótlandi. Á leið- inni brýtur hann skip siít fyrir ströndum eyjarinnar Anholt í Kattegat, þar sem eyjarskeggjar ræna skip- brotsmennina og þeir verða fyrir margskonar mótlæti. Holberg slær eiginlega engan botn í söguna, en það gerir næsta lítinn mun, því að hún er honum um- gerð ein, svo að kýmni hans geti leikið við sem lausastan taum. Peder Paars er að öðrum þræði háð upp á klass- ísk hetjukvæði, þar sem guðir og gyðjur eru altaf með annan fótinn niðri á jarðríki, en að sumu Ieyti, með gletnum neðanmálsgreinum sínum, spjemynd af lærdóms-smámunasemi málfræðinga og sagnfræðinga. En kvæðið er þó öllu fremur — — — og þar í er krafíur kýmni þess aðallega fólginn — — — ádeila á mannlegan breyskleika og heimskulegt þjóðfjelags- ástand: — — spilling valdhafanna, hjátrú alþýðu og margan annan siðferðislegan vanþroska hjá æðri sem lægri. Ósamræmið milli höfuðpersónunnar og hetju- legs hlutverks hennar eykur stórum á kýmni kvæðis- ins. íburðarmikill hátiðleiki einkennir mælt mál Peder Paars, en stöðugt reynist hann jafn hjálparvana og hver annar. í öllum sínum borgaralega heiðarleik er hann illa til hetju fallinn. Sjóveiki yfirbugar hann þegar hann reynir til að ávarpa skipverja, og hug- rekkið bilar hann aftur og aftur þegar í krappan kemur. Samhliða honum kemur fram á sviðið heill hópur ólíks fólks, sem lýst er ágætlega. Skemtileg- astur þess als er Peder Ruus, bókhaldari Peder Paars, ef til vill besta persóna kvæðisins. Jarðbundinn að eðlisfari er hann áhrifamikil mótsetning söguhetjunnar, rjett eins og Sancho Panza er andstæða Don Quix- ote hjá Cervantes'). Það var ekki að færast í fang neitt smáræði, að rita ádeilur á borð við Peder Paars á dögum Hol- bergs. Stór hópur lesenda tók bókinni að vísu með mikilli áfergju, en úr annari átt skall stormur mót- mæla á skáldinu. Ákærendur hans vildu, að bókin væri upptæk gerð og brend af ríkisböðli. Holberg hafði að sönnu ritað undir dulnefninu Hans Mickel- sen; engu að síður var það á fjölmargra vitorði hver höfundurinn var. Þótti það ósamboðið virðuleik há- skólans, að kennari hans skyldi láta frá sjer fara rit af þessu sauðahúsi. En Friðrik konungur fjórði, sem þótt hafði góð skemtun að bókinni, hjelt verndar- hendi yfir höfundinum, og storminn lægði. En þó Holberg hefði verið skotið skelk í bringu, aftraði það honum ekki frá því, að halda áfram að semja kýmnisrit undir nafni Hans Mickelsens. Það var farsællega ráðið, þegar stofnendur fyrsta danska leikhússins árið 1722 fengu höfund Peder Paars til að frumsemja leikinn á dönsku. Vann Hol- berg að því verki með fádæma orku og eldmóði. Hvað sem líður undirbúningsstarfi hans, er afrek hans í leikritagerðinni eigi að síður hið stórfeldasta:-------- fyrir árslok 1723 hafði hann fullbúna fimtán gleði- leiki, og áður en leikhúsinu í Kaupmannahöfn var lokað árið 1728, var hann búinn að semja ellefu í viðbót. I þessu feikna skáldritaflóði eru allir bestu gleðileikir hans. Hugmyndirnar hljóta blátt áfram að hafa fossað fram í huga hans. Hvarvetna þar sem hann hafði ferðast um lönd, hafði hann verið athugarinn; og forðinn, sem hann hafði safnað með þeim hætti, reyndist honum nú óþrjótandi. Auk reynslu sinnar, var honum einnig mikili styrkur að víðtækum lestri sínum. Af eldri bókmentum Danmerkur og Noregs nam hann ekkert, en hann lærði bæði af og lánaði frá öðrum fyrirrennurum sínum í bókmentum, svo sem klassisku rithöfundunum fornu, seinni tíma gleðileikja- 1) Peder Paars, sem fyrst kom á prent 1719—20 hefur ekki verið snúið á íslensku. En sem vænta mátti barst kvæðið til íslands, og hefur bersýnilega vakið athygli manna þar. Á Kon- ungtega handritasafninu i Kaupmannahöfn (Ny kongelig Sam- ling, 206 k, 8°), eru „Rímur af Pjetri Pors og köppum hans“, fjórtán als og taka yfir eina bók. í handritasafni hins íslenska Bókmentafjelags (86, 4°) er einnig brof úr rímum af Pjetri Pors, eftir Finn Magnússon, eitt blað úr 7—8 rímu. Þessar og fleiri bókfræðislegar upplýsingar í sambandi við athuga- semdir mínar um rit Holbergs á fslandi á jeg að þakka Hall- dóri prófessor Hermannssyni. — Þýð.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.