Óðinn - 01.01.1935, Síða 20
20
Ó Ð I N N
skáldum ítölskum, og Moliére. En á alt, sem hann
tók að láni, setti hann mót sjerkennileika síns. Hann
dáði Moliére og lærði mjög mikið af honum; en fjarri
fór, að hann væri ósjálfstæður eftirlíkjandi hans; á
frumlegan hátt hjelt hann áfram verki meistara síns
og varð honum að ýmsu leyti fremri. Þegar Holberg
kemst hæst, minnir hugarflug hans í mannlýsingum
stundum á Shakespeare.
í gleðileiknum, sem fyrsta leikhúsið danska hóf
starfsemi sína með, Den politiske Kandestöber (Þjóð-
málaskúmurinn) i). gefst oss tækifæri til að dást að
frumleik Holbergs í skaplýsingu og hæfileika hans
til að samræma persónur og söguefni. Þar ber fyrst
fyrir augu vor rjettan og sljettan iðnaðarmanninn,
könnusteyparann Hermann von Bremen, að sumbli
yfir bjórkollunni með nokkrum kunningjum sínum og
stjettarbræðrum. Eins og þeir, gengur hann með
stjórnmála-höfuðóra, og á fundum sínum (»ColIegium
Politicum*) skipuðu þeir fjelagar málum Norðurálfu,
»steyptu af stóli keisurum, konungum og kjörfurstum
og settu aðra í þeirra stað«. Æringjar nokkrir, sem
hugleikið er að refsa Hermanni og gera gys að hon-
um, telja honum trú um, að hann hafi verið kosinn
borgarstjóri, og berast þau hjónin nú óspart á í ó-
væntri upphefð sinni. Geske kona hans gerist ærið
drambsöm, talar um sjálfa sig sem »við heldrafólkið*,
lítur niður á fyrverandi vini sína, sem ekki eru leng-
ur nógu fínir fyrir hana, og tekur varðhundinn í fang
sjer, af því að hún veit, að kelturakkar eru viðeig-
andi hefðarmark. Hermann er einnig upp með sjer
af borgarstjóratigninni, en kemst von bráðar að raun
um, að stjórnarstörfin eru ekki neitt barnameðfæri
þegar til stykkisins kemur. Pólitísk vandamál, auð-
vitað tilbúningur einn, hlaðast svo ört að honum, að
hann fær hreint ekki undir þeim risið, en er ger-
samlega kaffærður, og að lokum kominn á fremsta
hlunn með að hengja sig í örvæntingu. Holberg lætur
oss fylgja sálarlegum þróunarferli persónanna á leið
þeirra úr iðnaðarmannastjett upp í borgarstjórasess-
inn og niður brekkuna aftur. ]afnframt því að vera
ádeila á heimskulegt og einskisvert stjórnmálafjas,
verður leikritið þar af leiðandi áhrifamikið, lærdóms-
1) Til er á íslensku þýðing, eða öllu heldur stæling á þessu
leikriti Holbergs — — Vefavinn með tólfkóngaviti, er Svein-
björn Hallgrímsson og H. Johnson gáfu út í Reykjavík 1854,
„lagað og sniðið eftir háttum vorum og högum", eins og út-
gefendur taka fram. Með öðrum orðum staðfært: nöfn persón-
anna eru t. d. öll íslensk. Er stæling þessi lipur og yfirleitt á
góðu máli. Er talið, að hún hafi verið sýnd á Akureyri 1895.
(Smbr. Lárus Sigurbjörnsson, „Holberg á fslandi". (Fylgirit
leikskrár Leikfjelags Reykjavíkur, okt.—des. 1934).
ríkt og glögt dæmi þess, hvernig mannlegt eðli snýst
við, þegar á það er lagður prófsteinn svo breyttra
Iífskjara.
Jeppe paa Bjerget (]eppi á Fjalli), ef til vill snjall-
asta leikrit Holbergs að skaplýsing, fer í sömu átt:
leikur þessi sýnir oss einnig, hve sjálfstæður hann
var í meðferð á aðfengnum efnivið. Sagan um bónd-
ann, sem vaknar einn góðan veðurdag við það, að
hann er orðinn barón, og hrapar síðan aftur í upp-
haflegt eymdarástand sitt, er ævagömul að uppruna
og hefur ótal sinnum orðið öðrum að skáldskapar-
efni; en enginn hefur skilið það eins glögt og Hol-
berg, hvernig takast mætti, að láta þessa kostulegu
persónu lifa fyrir sjónum lesenda og áhorfenda, með
því að setja hann í þær aðstæður, sem skýrast birta
oss skapgerð hans. ]eppi er sífullur, þrælkaður bóndi.
Vjer kynnumst honum fyrst sem skríðandi eigin-
manninum, er engist undir svipuhöggum kvenskassins
Nille. Soltinn og þurbrjósta sendir hún hann fót-
gangandi út af örkinni, fjórar mílur vegar til borgar-
innar, að kaupa grænsápu; en ]eppi gat ekki staðist
freistinguna, að koma við á knæpu ]akobs skóara,
og sápu peningarnir eru ekki lengi að fara fyrir
brennivín. Undir áhrifum vínsins fjörgast kúgaður
andi ]eppa og skap hans, og stundarkorn fer af
honum deyfðardrunginn, uns hann fellur að lokum í
drykkjuvímu. Sofandi er hann lagður í rekkju bar-
ónsins; og nú kemur lýsingin dásamlega á því þegar
hann vaknar. ]eppi veit hvorki upp nje niður. Fyrst
heldur hann, að hann sje að dreyma, því næst, að
hann sje dauður og kominn til himnaríkis, og loksins,
að löngum tíma liðnum, skilst honum, að hann er
orðinn barón. Bóndinn í barónsstöðu er jafnvel enn
þá spreng-hlægilegri en könnusteyparinn í borgar-
stjórasessi; og illar hneigðir ]eppa sýna sig þegar
hann veit sig sestan á veldisstólinn. Hinsvegar verð-
ur hann harla meðaumkvunarverður í lokaþættinum,
þegar honum er komið til að trúa því, að búið sje í
alvöru að festa hann á gálgann, og hann sje að dauða
kominn. Hann ráðstafar reitum sínum, og umhyggja
hans fyrir þeim, sem eftir lifa, lýsir sjer í því, að hann
biður Nille, að sníða upp rauðu treyjuna sína handa
Christopher litla og fara sjerstaklega vel með Skjóna
sinn, sem honum hafði altaf þótt vænt um. Frá
byrjun leiksins til enda hefur Holberg brugðið upp
fyrir oss svo nákvæmri og fullkominni mynd af ]eppa,
að svo er sem vjer gerþekkjum hann, og tilfinningar
vorar brjótast fram í öllum geðbrigðum, frá stjórn-
lausum hlátri til djúprar samúðar.
Ágætlega nýtur kaldhæðnin sín í Erasmus Mon-