Óðinn - 01.01.1935, Side 26
26
Ó Ð I N N
Guðmundur Finn-
bogason landsbóka-
vörður sagði m. a.:
>Jóhannes Kjarval
var á sínum yngri ár-
um fiskimaðuráfiski-
flota vorum. Hann
var einn í hinu frækna
liði, er sótt hefur
gullið í greipar Æg-
is og þar með lagt
grundvöllinn að sjálf-
stæði íslands, svo
langt sem það nær,
og flestu framtaki,
sem síðan hefur
verið í þessu landi.
Hann gat sagt eins og Þórgils veiðimaður forðum:
Ófúsa dró ek tfsu,
átta ek fang við iöngu,
vann ek of hausi hennar
hlömm — var þat fyr skömmu.
Kjarval hefur eflaust verið liðtækur fiskimaður.
Hann hefur alla burði til þess, eins og hver maður
getur sjeð, sem lítur á hann. En hann fann það á
sjer, að hann gat orðið þjóð sinni að meira liði með
því að vinna að öðru, láta aðra draga fiskinn úr
sjónum og sjá fyrir frumþörf lífsins, en mála og teikna
fyrir þá í staðinn, sýna þeim land og þjóð í ljósi,
sem þeir höfðu aldrei áður skynjað.
Einstöku menn hafa hver af öðrum lagt á hið tæpa
vað að gerast listamenn eða rithöfundar, og reyna að
lifa á því að fullnægja andlegum þörfum þjóðarinnar
gegn því, að hún sæi fyrir líkamlegum þörfum þeirra.
Kjarval er einn þessara ævintýramanna. Þeir hafa
löngum átt þungan róður, því að það eru ójöfn við-
skifti að bjóða andlega nautn fyrir líkamlega: ’
Kjarval valdi hið góða hlutskiftið, hann hefur numið
landið á ný fyrir augu vor, sýnt oss það, sem vjer
án hans hefðum aldrei megnað að sjá. Hann hefur
ekki farið eldi listar sinnar mjög víða um landið, en
hann hefur tekið fyrir nokkur svæði og opnað þar
útsýn inn í nýja heima. Ef vjer t. d. rennum augum
yfir bestu Þingvalla-myndirnar hans, sjáum vjer nýjan
Þingvöll á hverri mynd. Vjer þekkjum að vísu stað-
inn aftur. Fjöllin eru þar og gjárnar og hraunin, áin
og vatnið. En það er altaf nýtt í hverri mynd, ljós og
litir og skuggar í nýju, töfrandi samræmi, hver mynd
er hreimmikil hrynhenda ljóss og lita, stuðluð klett-
um og klungrum. — Vjer skynjum fögnuðinn í sam-
lífi forms og Ijóss og
lita, finnum hið und-
ursamlega andans
veður, sem leikur um
það alt; steinarnir
tala, klettarnir fá sál
í svip og oss finst
vjer skilja frumhugs-
anir hins mikla fjalla-
smiðs betur en áður.
Augað gleðst af að
skoða munstrið í vef
mosans, finna svala
hins blátæra vatns,
ráða blámadrauma
kvöldsins. — Pensill
Kjarvals gefur öllu
líf með litum, hvort sem hann sýnir okkur gullofið
biskupsmítur fjallsins við safírbláan himinn, eða rauð-
magann í helgum hreinleik litskrúðans. — En Kjarval
þarf ekki alla regnbogans liti til að sýna það, sem
hann vill. Hann getur líka sýnt það svart á hvítu og
hann krítar svo liðugt með rauðkrít, að með fágæt-
um er. Og hann er ekki síður skygn á mennina en
landið. Það votta margar mannamyndir hans. Manna-
teikningar hans eru oft svo magnaðar af innræti þess,
er hann dregur upp, að hver maður getur lesið það
í svipnum eins og í opinni bók. Það er leitun á öðru
eins safni af einkennilegu fólki og nú má líta hjer í
forstofunni. Það er sannarlegt metfje.
Þökk sje þeim mönnum, er höfðu framlak til þess
að koma þessari sýningu upp svo vel sem nú er
orðið. Hún mun veita fjölda manns mikinn unað.
Hún mun sanna það, sem raunar allir ættu að vita,
hve frumlegur, frjór og snjall listamaður Kjarval er.
Hún mun gera mörgum ljóst, að þjóðin er í mikilli
skuld við listamanninn fyrir hinn mikla og ágæta
skerf, sem hann hefur lagt til hinnar ungu, íslensku
myndalistar, og að það væri sæmd að greiða sem
fyrst í orði og verki eitthvað af þeirri skuld*.
— Kvæðið, sem ritstj. »Óðins« flutti, hljóðar svo:
Einn helsti kjarnakarl vors lands
hann Kjarval er.
Það leiftrar ótal lita glans
um líf og starf og nafnið hans.
Þau lifa verk þess listamanns
í landi hjer.
í gegn um fell og holt og hól
í huldufólks og álfa ból
hann sjer.
Kjarval um tvítugt.