Óðinn - 01.01.1935, Qupperneq 27
Ó Ð I N N
27
Hann lætur skína fjörð og fjöll
og foss og tind,
og opnar myrka hamrahöll,
sem hýsir dverg og gömul tröll,
en lætur brosa blóma völl
og bjarta lind.
Hann skilur lands og lagar sál
og letrar náttúrunnar mál
í mynd.
í ferðum sínum frjáls er hann
sem fjalla blær.
Án launa flest sín verk hann vann,
en verkin lofa meistarann.
Og götu sína gengur hann
og glaður hlær,
þótt leið hans sje um hjarn og hraun.
En hinu megin sigurlaun
hann fær. Þ. G.
Björn Pálsson gullsmiður.
Björn Pálsson, gullsmiður, fæddist 31. des. 1854.
Foreldrar hans vóru Páll silfursmiður, á Eyjólfsstöð-
um á Völlum, Sigurðsson stúdents s. st., Guð-
mundssonar sýslumanns í Krossavík Pjeturssonar. —
En kona Sigurðar stúdents og móðir Páls var Ingunn,
dóttir sjera Vigfúsar Ormssonar. — Á öðru aldursári
fluttist Björn með foreldrum sínum norður að Fjalla-
lækjarseli í Þistilfirði, sem er kirkjukot frá Svalbarði
en þar þjónaði þá sjera Vigfús Sigurðsson, bróðir
Páls. Fjögra ára að aldri var Björn látinn í fóstur til
frændkonu föður síns, maddömu Ðjargar Ormsdóttur
Lund á Raufarhöfn; er sagt að hún hafi verið hálf-
systir sjera Vigfúsar langafa Björns. Björn var snemma
fastlyndur og undi aldrei vel á Raufarhöfn, og þegar
foreldrar hans fluttust aftur austur á Hjerað, ætluðu
þau að taka hann með sjer, en úr því varð þó ekki,
heldur varð hann eftir á Svalbarði hjá sjera Vigfúsi,
og ólst síðan upp hjá honum og fluttist 16 ára með
honum að Sauðanesi. Vildi frændi hans láta hann
læra til prests, eða skólalærdóm, en þá braut gat
Björn ekki hugsað til að ganga. Árið 1875 fór hann
kynnisferð austur til foreldra sinna og sá þá föður
sinn smíða járn, steypa kopar og lítið eitt fást við
silfursmíði. En þótt það væri ekki mikið, sem hann
þannig kyntist smíðum, opnuðust augu hans fyrir því,
að þarna væri verk, sem gaman væri að stunda, og
skömmu seinna lagði hann aftur land undir fót austur
á Hjerað, til Marteins Jónssonar gullsmiðs og var
hjá honum í mánuð. Marteinn þessi hafði lært gull-
smíði í Kaupmannahöfn og var giftur Guðrúnu ]óns-
dóttur, systur sjera Bergs í Vallanesi og hálfsystur
sjera ]óns Bjarnasonar í Winnipeg. Fóru þau litlu
síðar til Vesturheims og er sjera Runólfur Marteins-
son í Winnipeg sonur þeirra. — Hjá Marteini smíð-
aði Björn silfurskeiðar úr ríkisdölum og spesíum, sem
maddarna Þórunn Pálsdóttir, fyrri kona Páls skálds
Ólafssonar, lagði
honum til. Skömmu
seinna var Björn
hálfs mánaðar tíma
hjá öðrum smið,
Pjetri Guðmunds-
syni. Með þennan
lærdóm fór hann
norður aftur, fjekk
sjer verkfæri og
notaði nú hverja
frístund til að smíða
svipur. Ekki vildi
sjera Vigfús hjálpa
frænda sínum áfram
á þessari braut, og
því fór Björn frá
Sauðanesi vorið 1880 og varð kaupamaður um sum-
arið hjá Páli skáldi á Hallfreðarstöðum, en fór um
haustið til Kaupmannahafnar til að læra þar gull-
smíði. Komst hann til Lindgren gullsmiðs og vann
þar um veturinn mest við að smíða silfurskeiðar.
Bauð Lindgren honum að láta hann hafa kaup, svo
að hann gæti lifað af þar, og svo sveinsbrjef eftir
1 árs nám. En þá kom brjef frá sjera Vigfúsi frænda
hans og fóstra, þar sem hann biður hann að koma
til sín og takast á hendur bústjórn hjá sjer, og þar
sem Birni fanst hann eiga frænda sínum svo mikið
gott upp að unna, þá hafnaði hann boði Lindgren’s
og hvarf aftur heim að Sauðanesi og tók þar við
bústjórn, en vann að silfur- og gullsmíði í hjáverkum.
Þann 24. okt. 1884 giftist Björn frændkonu sinni
Margrjeti Björnsdóttur stúdents og umboðsmanns
Skúlasonar og Bergljótar, systur Páls föður Björns.
Dvöldu þau hjón áfram á Sauðanesi meðan sjera
Vigfús lifði, en vorið 1889 fluttust þau að Búastöð-
um í Vopnafirði með 2 drengi, Vigfús og Ðjörn. Á
Ðúastöðum bjuggu þau í 4 ár og eignuðust 2 dætur,
Láru Guðrúnu (f. 1890) og Dórhildi (f. 1892), en
Björti Pálsson.