Óðinn - 01.01.1935, Qupperneq 32
32
Ó Ð I N N
eru eins og fingur með kartnögl á risavaxinni hendi,
er vill seilast út til eyjanna eftir björg í búið. — Og
víst er um það, að margan málsverðinn hafa nesja-
bændur dregið í bú sitt úr eyjunum.
í suðri er »Skarðsströndinc með öllum sínum forn-
frægu stórbýlum. Þaðan blása hinir hlýjustu vindar
um eyjarnar. Utar tekur við Snæfellsnesfjallgarður-
inn, sundurrifinn og sjerkennilegur og endar á hin-
um sviphreina Snæfellsjökli. Bárður situr enn á jökl-
inum og er ákaflega mislyndur — enda er hann
gamall orðinn. — Stundum spýr hann hinum verstu
útsynningshryðjum og jeljagara inn yfir fjörðinn, en
hina stundina er hann mjallhvítur og tandurhreinn
eins og forkláraður engill, er fengið hefur syndafyrir-
gefningu á himnum — og má nú aftur fara að láta illa.
Atvinnuvegir.
Vorannir.
Hreinsun. Þegar vora tekur og ísa leysir af sund-
um, er það eitt af fyrstu vorverkum í eyjunum, að
fara í úteyjar og »hreinsa« þær. Haustflosar fleyta
oft þangi og þara langt upp á eyjar, einkum þar sem
eyjar eru Iágar en sjógangur mikill. Isinn ber möl
og sand upp á grundirnar. Þetta þarf að hreinsa burtu,
eigi það ekki að valda skemdum á eyjunum, og spilla
slægjum og beit.
Annað er og erindi í eyjarnar. Vorið er komið og
varptíminn er í nánd. Allir eyjabændur reyna að
hæna æðarfuglinn að löndum sínum eftir því sem
þeir geta best. Hræður eru reistar, hús eru bygð og
þangi er kastað upp á sker og utan með á eyjar.
Að því er unnið í þessari ferð. — Það er kostur,
að æðarfugl verpi í þangi. Þangdúnn er bestur af
öllum æðardún. Hann virðist skemmast minst í hreiðr-
unum, og það er best að hreinsa hann.
Að þessu mun þó hafa verið gert meira áður en
nú tíðkast. Þess má víða sjá vott í eyjum, að hreiður
hafa verið gerð og smáhús hlaðin fyrir æðarfuglinn
að verpa# í, en sem nú eru gróin og sokkin í jörð,
og koma ekki að notum lengur. Þess munu og dæmi,
að grjótgarðar hafa verið hlaðnir, einungis fyrir æðar-
fuglinn að leita sjer skjóls undir og verpa meðfram.
Enda er alkunnugt að æðarfugl sækist mjög eftir að
verpa með fram nýhlöðnum görðum, er liggja nærri
sjó í eyjum. Slíkar umbætur á varplöndum hafa ef-
laust verið til bóta, enda fallegur siður. Æðarfuglinn
er nýungagjarn og þykir vænt um að hlynt sje að
honum, sje það gert af nærfærni og viti.
Fleira er og haft í huga í þessari fyrstu vorferð
í úteyjar. Meðan mikið var um refi, kom það fyrir,
að þeir komu út í eyjar á ís að vetrinum og urðu
þá stundum innligsa, er ísa leysti. Að þeim var vand-
lega leitað og þeim bægt viðstöðulaust í burtu, og
ekki Ijelt leitinni fyr en þeir voru að velli lagðir.
Refur er hinn alversti vargur í varplöndum. — Gætt
var og að hreiðrum krumma. Hann er enginn aufúsu-
gestur í eyjunum um það leyti árs. Örninn er og
hafður í huga. Ef sjetst til ferða hans, er venjulegt
að »bræla*. Eldur er kyntur af þangi og öðru rusli,
er gefur mikinn reyk. — Álitið er, að örninn fælist
reyk og reykjarlykt meira en alt annað, og að hann
komi ekki í nánd við þá staði, er brælt hefur verið
á, langan tíma á eftir.
Hrognkelsaveiði. Að þessari eyjaferð lokinni taka
vorverkin við hvert af öðru. Eyjaferðin er einskonar
inngangur að önnum vorsins. — Hrognkelsaveiði er
í hverri ey í hrepnum. Víðast er stutt í lagnir og
oft veiðist vel. Lagt er um eða stuttu eftir sumar-
mál. Notkun hrognkelsanna er margvísleg. Þau eru
borðuð ný, sjerstaklega rauðmaginn; hert, reykt og
söltuð. Rauðmaginn þykir mörgum allra fiska bestur
— sjerstaklega er hann ljúffengur nýr, eða þá reyktur.
Dálítið hafa hrognkelsi, aðallega grásleppan, verið
notuð til gripafóðurs. Kýr þykja mjólka vel af nýjum
hrognkelsum (soðnum), og á tímabili var sauðfje gefið
allmikið af hrognkelsa-úrgangi, sjerstaklega hrognum.
— Hrognkelsaveiðin er aðallega stunduð framan af
vorinu, þar til selveiði og æðarvarp byrja.
Æðarvarp. Æðarfuglinn er óefað langsamlega arð-
samasti fugl við íslandsstrendur. — Hvergi er meira
varp í einum hreppi á landinu en í Flateyjarhreppi á
Breiðafirði, enda er æðarvarpið þar til ákaflega mik-
illa hlunninda. Árleg dúntekja mun vera um 300—
400 kg.
Þegar vel vorar byrjar æðarfuglinn að verpa
skömmu eftir sumarmál, en langmestur hluti hans
verpir þó í 4. og 5. sumarvikunni. Talið er að allur
æðarfugl sje orpinn 6 vikur af sumri og lætur það
nærri, vilji ekki til stórhret um varptímann. En vilji
svo til, að hret geri framan af varptímanum með
fannkomu og frosti, kippir það mjög úr bráðasfa varp-
inu og fuglinn er þá að verpa mikið lengur fram
eftir sumri en ella.
Það er venja þar í eyjunum, að »leita« varplöndin
nokkrum sinnum yfir varptímann. — Fyrsta leit er
farin, þegar fugl er um það bil hálf sestur upp. Þá
er lagt af stað með fötur og poka undir dún og egg.
Dúnn er að vísu lítið tekinn í þessari leit, en þetta
er aðaleggjaleitin. Ekki er þó hægt að segja að mikil