Óðinn - 01.01.1935, Síða 33

Óðinn - 01.01.1935, Síða 33
O Ð I N N 33 Bjarni Ðjörnsson skopleikari. Hann er sá maður, sem nú fær besfa að- sókn, bæði hjer í Reykjavík og víða úti um land, þegar hann býðst til að skemta fólki. Hjer í bænum hefur hann hvað eftir annað sýnt listir sínar fyrir fullu húsi áheyrenda. Hann hermir eftir mönnum, yrkir og syngur gamanvísur um ýmislegt, sem fyrir kemur og almenningur kannast vel við. Og menn skemta sjer vel á þessum leiksýningum hans. Einkum hafa menn nú að undanförnu haft gaman af þingfundahöldum hans, er hann hermir eftir þingmönnum, einum eftir annan, og lætur þá hvern um sig halda stuttar ræður. Einnig hafa menn gaman af skop- vísnasöng hans. Hefur hann nú gefið út safn af skopkvæðum eftir sig, og fást þau í bóka- verslunum. — Nokkur ár dvaldi Bjarni meðal íslendinga vestan hafs og sýndi þar listir sínar, en kom heim hingað aftur 1930. í Leikfjelagi Reykjavíkur hefur hann einnig tekið að sjer nokkur hlutverk og þykir góður Ieikari. — Gamanvísnakveðskapur og söngur, af því tægi, sem Bjarni iðkar, er ekki gamall hjer á landi, þ. e. Ijett og mein- laust skop í leik og söng um menn og málefni; ekki gert til þess að særa þá, eða reita þá til reiði, sem fyrir verða, heldur græskulaust, svo að þeir sjálfir eiga að geta hlegið með og haft af leiknum góða skemtun. Bjarni Björnsson skopleikari. egg sjeu tekin, ef miðuð er við fuglatölu. Það er undantekning ef tekin eru nema glæný egg. Og þar sem jeg þekki best til, er ekki tekið nema 1 egg af þremur, 1 af fjórum, 1 af fimm og 2 af sex, sje fugl- inn nýr og að verpa; en sje það augljóst, að æðar- kollan sje alorpin og eigi ekki nema 3 eða 4 egg, þá er ekki snert við þeim hreiðrum til eggjatöku. Svo er auðvitað mesti fjöldi af æðarfugli, sem ekkert egg er tekið frá; því þegar ekki er farið oftar í varp- löndin en að framan greinir, þá eru vitanlega ekki öll hreiðrin ný þegar að er komið og halda þau þá öllu sínu. Venja er að fara 3—4 leitir yfir varptim- ann. Dúnn er aðallega tekinn í tveimur síðari leitun- um. Síðasta leitin er nefnd »hroðaleit«. Hún er ekki farin fyr en í lok varptímans. Þá eru öll eggin hreins- uð að dúni, og sje þá eftir kolla á eggjum, er dúnn- inn tekin frá henni, en aftur látið í hreiðrið þurt þang, mosi eða annað slíkt til skjóls. — Venjulega fara fjórar manneskjur í hverja leit. Á meðan kvenfólkið var ekki orðið svo trylt í kaffi- húsalíf og saltfisksþvott, sem það nú er orðið, hafði það oftast veg og vanda af leitunum. Það þótti að jafnaði vandvirknara og nærfarnara við fuglinn en karlmenn. En nú er öld snúið; nú er kvenfólkið á- reiðanlega í minni hluta í öllum sjóferðum á Breiða- firði, og þá eins í leitunum. Best ef ein hræða flýtur með bát, ef farið er í leit í hvítalogni og sólskini. — Margt er breytt og með öðrum hætti nú en var

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.