Óðinn - 01.01.1935, Qupperneq 38
38
Ó Ð I N N
og ekki nema svipur hjá sjón að sjá hann móts við
það, sem hann er á sumrin í júlí og ágúst.
Það ber við að farið er í selafar meðan selurinn
liggur sem fastast og reynt að drepa hann uppi á
skerjunum.
Til útseladráps eru að eins valdir hinir færustu
menn. Ferðir á útsker eftir útsel þykja einhverjar
hinar mestu víkingaferðir, sem farnar eru nú á dög-
um. En það er enginn hægðarleikur að komast að
skerjunum án þess að selurinn verði þess var. Oftast
er brim við skerin og sá grákollótti hefur jafnan vörð
um sig þegar hann sefur. Hann treystir aldrei land-
synningnum. Ekki mun heldur skorta viðbragðsflýti
og örugga vörn, sje komið að honum óvörum. Heigl-
um er ekki hent að eiga við hann nein skifti á þeim
vettvangi. — Gömul munnmæli herma, að selurinn
og svartbakurinn hafi gert með sjer svofeldan samn-
ing: Svartbakurinn vakir á skerjunum meðan selurinn
sefur og gerir honum aðvart, ef hættu ber að hönd-
um, með háværum hljóðum og miklu flugi, en hlýtur
að launum fiskslor og lifur hjá selnum þegar hann
er á veiðum. — Þannig vakir hvað yfir öðru í nátt-
úrunni til að varast yfirvofandi hættur, sjerstaklega til
að varast hinn eina skæða óvin alls dýralífs á jörð-
unni — manninn.
Að vopni í slíkt selafar eru hafðir alllangir og
þungir keppir með 2—3 járngöddum í endanum. En
það gildir þar sem víðar, að rögum manni þýðir ekki
að hafa langt vopn. Hitt er aðalatriðið, að maðurinn
sje öruggur og höggviss. — Þegar selurinn verður
var við mannaferðina, hendist hann ofan af skerjun-
um, blásandi, hvæsandi af heift og hræðslu, æðir á
hvað sem fyrir er og beitir kjaftinum fyrir sig eftir
því sem hann kemur honum við. Þá gildir það, að
þora að beita kepnum og slá rjett, annars er veiðin
töpuð og maðurinn hlýtur enga frægð af frammistöð-
unni. — Annars held jeg, að þessar ferðir sjeu farn-
ar meir til frægðar en fjár, því oftast mun veiðin
vera lítil — máske 3 — 4 selir í ferð — en vitanlega
eru þeir stórir og gefa mikla átu og sterka húð.
Þættina hjer að framan úr atvinnulífinu í Breiða-
fjarðareyjum hef jeg nefnt vorannir. Jeg hef um það
fylgt gamaili málvenju í eyjunum. Það er þó að vísu
svo, að öll störfin, sem að framan eru nefnd, eru
ekki unnin að vordögum, eins og þættirnir líka bera
með sjer. En langmestur hluti þeirra eru þó vor-
verk, að undanskildu uppidrápinu og fuglatekjunni
að nokkru leyti.
Það eru mörg störf, sem kalla að á sama tíma í
eyjunum á vorin, bæði fólksfrek og seinunnin. Má
þar einkum tilnefna dúnleitir og selalagnir, ávinslu á
túnum og hreinsun, auk margskonar ferðalaga, svo
sem fjárflutninga o. fl., sem að nokkru verður getið
síðar. Vinnutími hefur og heldur ekki verið reglu-
bundinn eða miðaður við 8 eða 9 tíma sólarhring,
fremur en annarsstaðar, þar sem afkoma manna bygg-
ist á sjósókn. Sæta verður líka sjávarfölíum yfirleitt
við sjóferðir á Breiðafirði sökum mikils útfyris og
harðra strauma. En fjölbreytt vinna og langur dagur
gerir lífið ljett, þrátt fyrir mikla vinnu — og oft erfiða.
©
Sjera Friðrik Friðriksson:
Starfsárin II.
Heima.
Daginn eftir komu mína var sunnudagur og fór
jeg í kirkju, og fanst mjer hátíðlegt að hlýða messu
á móðurmáli mínu. Eftir messu þyrftust margir vinir
um mig og fögnuðu mjer svo hjartanlega, að mjer
fanst jeg verða hálf sneiptur af því, að hafa verið
svo lengi í burtu. Jón docent Helgason fagnaði mjer
vel og kvaðst hafa verið orðinn mjer afar reiður, en
sjer hefði þegar runnið reiðin, er hann kom auga á
mig í kirkjunni. Þegar jeg fór nú að grenslast eftir,
hvernig fjelagið stæði, fann jeg að það var ekki eins
vel statt og jeg hafði átt von á. Vngri deildin hafði
Iegið alveg niðri, og engir fundir verið haldnir þar.
Aðaldeildin hjarði, en mjer var sagt af mörgum, að
eftir væru aðeins fáeinir, hinir trúföstustu, og væri
fundarsókn afar treg. Sumir vildu telja mjer trú um,
að dagar fjelagsins væru þá og þegar taldir, því upp
væri risinn annar æskulýðsfjelagsskapur, sem hertæki
hugi allra ungra manna og unglinga. Þau fjelög væru
kölluð ungmennafjelög; væru þau rekin með miklu
kappi og fjöri, hefðu kristilega stefnuskrá, væru afar
þjóðleg og skipuðu sjer um ýms mentamál og fram-
farir. í þeim fjelagsskap sameinaðist alt gott og nyt-
samlegt.og hann hrifi hugi allra ungra íslendinga. Þeir
hjeldu þar þjóðlega og fræðandi fyrirlestra, beittu
sjer fyrir íþróttum t. d. sundi, og væru að koma upp
skíðabraut og sundskála, iðkuðu glímur og annað,
sem laðaði hugina; enda hefði fjöldi ungra manna
úr K. F. U. M. gengið inn í þann fjelagsskap; í K. F.
U. M. væru eftir nokkrar þröngsýnar eftirlegukindur.