Óðinn - 01.01.1935, Qupperneq 41
Ó Ð I N N
41
alt á sömu leið. Það kom ekki einn einasti ungling-
ur. Eins fór miðvikudaginn þann 18. nóv. Svo leið
sú vika. ]eg fann að það væri eiginlega dauðadómur
á fjelagið í heild sinni, ef jeg biði ósigur á þessu
svæði. En jeg einsetti mjer að gefast ekki upp, því
jeg trúði á sigurinn. Svo kom kvöldið 25. nóv. Það
var vont veður, hríðarjagandi og jeljagangnr. Salur-
inn var tilbúinn að vanda, en af því veðrið var svona
slæmt, hafði jeg vanrækt að búa mig undir ræðu.
Þegar klukkan var 8ty2 og enginn var kominn, ljet
jeg vera að kveikja ljósin og sat aleinn á lestrarstof-
unni, en inn á bókasafni sátu tveir ungir menn og
voru að lesa ensku. Svo heyri jeg fótatak í stigan-
um, barið er að dyrum og unglingspiltur kemur inn
og spyr, hvort ekki ætti að vera samkoma. ]eg svara,
að svo sje, og læt hann setjast niður. Síðan kom ann-
ar, þriðji og fjórði. Taldi jeg þá fundarfært. ]eg hjelt
fundinn og talaði um töluna 4. Síðan spurði jeg þessa
4, hvort þeir vildu og þyrðu að stofna unglingadeild
í fjelaginu. Þeir gáfu því samþykki. Kallaði jeg þá á
ungu mennina, sem voru inni á bókasafni, og stofn-
aði svo í guðsnafni þessa deild. Vil jeg gjarnan nefna
nöfn þessara pilta, því að koma þeirra hafði svo mikla
þýðingu fyrir mig. Þeir komu með sólskin inn í líf
mitt. Þeir hjetu Ingvar Arnason, Hallur Þorleifsson,
Filippus Guðmundsson og Bergur Thorberg Þor-
bergsson, en skírnarvottar deildarinnar voru þeir ]úl-
íus Árnason og Sigurbjörn Þorkelsson. Eru þessir
allir enn þá í fjelaginu, sumir af þeim starfandi menn,
kunnir í bæjarfjelaginu og koma mikið bæði við mína
sögu og fjelagsins. Upp frá þessu auglýsti jeg ekki
fundina, en þessir fyrstu urðu að auglýsingu, svo að
deildin dafnaði með hverjum fundi, og varð mjög á-
hrifamikil fyrir vöxt fjelagsins í heild sinni. Alt fór
nú að fá á sig gleðiblæ, en þó voru margir af hin-
um eldri, sem kvörtuðu um að daufast væri yfir að-
aldeildinni, en jeg huggaði þá og mig með því að
segja, að ekki kæmi reglulegt fjör í A-d., aðaldeild-
ina, fyr en unglingadeildin færi að senda þangað 17
ára pilta til að yngja fjelagið upp. — Þennan vetur
lifði jeg því mjög glöðu lífi. Móðir mín var vel heil-
brigð og varð meir og meir eins og móðir allra fje-
lagsmanna, og urðu fjölda margir til þess að bæta
henni upp það, er á skorti að jeg gæti verið henni
til fulls unaðar. Hamlaði því hið vaxandi fjelags-
starf og allmikil kensla. ]eg hafði einnig á hendi
ýms störf við húsið, að hugsa um ræstingu fundar-
salanna og gæta olíulampanna og fleira þess háttar.
]eg var svo heppinn að fá hjálpardreng til þeirra
starfa, Filippus Guðmundsson, og var hann vikapilt-
ur minn um veturinn og reyndist mjög vel. Hann
varð mjer eins og sonur og hefur vinátta okkar hald-
ist alt til þessa. Eftir nýár bar ekkert sjerlegt til tíð-
inda. Starfið var nú komið í fastar skorður og yngri
deildirnar uxu hröðum skrefum, og var mjer mikið
yndi að unglingadeildinni, því líf og gleði var yfir
starfinu og minnist jeg með gleði margra pilta, sem
þá komu og fyltu flokkinn með áhuga. Af öllum
fundum þóttu mjer fundirnir skemmtilegastir í U-D.
Enginn aldur kann eins vel að hlusta og unglinga-
aldurinn. Og fanst mjer eftirtekt og athygli piltanna
gefa mjer eins og nýjan þrótt, og vekja hjá sjálfum
mjer blundandi krafta og gefa fölleitum hugsjónum
nýjan fegurðarblæ. ]eg varð að lesa allmikið til þess
að hafa efni til þessara funda. ]eg minnist enn með
gleði margra slíkra funda, og unaðsins við að búa
mig undir þá og halda erindi eða biblíuútskýringar.
Það var eins og almanakið þann vetur kæmi mjer til
hjálpar. Miðvikudagana bar þá oft upp á einhverja
merkisdaga. Þriðji febr. er minningardagur St. Ans-
gariusar, það var miðvikudagur þá, og talaði jeg um
St. Ansgar; þá var upptökufundur líka og inn gengu
nokkrir pilíar úr Latínuskólanum. Á næstu miðviku-
dögum komu svo margir nýir, að jeg þurfíi að taka
aftur inn nýja fjelaga á síðasta fundi mánaðarins, og
gengu inn í unglingadeildina þann mánuð 24 piltar,
og fengu sumir þeirra seinna meir mikla persónulega
þýðingu fyrir mig, og eru nú starfandi menn í fjelag-
inu. Lyfti öll þessi velgengni mjer upp og jók lífs-
þrótt minn. ]eg minnist líka ávalt með sjerstökum
fögnuði miðvikudagsins 3. marz; þá var foreldrum
drengjanna boðið á fund og var það allfjölmennur
fundur. Þann dag bar upp á ]ónsmessu Hólabiskups
hina fyrri, voru þá liðin 709 ár frá því, er helgur
dómur hans var upp tekinn. ]eg hjelt erindi um ]ón
Ögmundsson og bjó mig eins vel undir það og jeg
gat. Á milli funda fjekk jeg oft heimsókn af þessum
æskumönnum og var oft fjörugt og skemtilegt á þeim
stundum. Margir unnu og skák og iðkuðu hana vel,
eða höfðu samtöl um ýms áhugamál. Bókasafnið var
vel notað og mikið kapp lagt á lestur í íslendinga-
sögum. — Njála og Laxdæla voru lesnar og ræddar
af miklum áhuga. Það var einu sinni tilrætt um,
hvernig á því stæði að Kapitola, reifarasagan, væri
höfð á safninu. Hún hafði slæðst inn án þess að jeg
vissi. ]eg sagði að hún væri á safninu til þess að
hægt væri að sjá hverjir væru svo vitlausir og smekk-
lausir að lesa hana, en láta Njálu liggja ólesna, og
aðrar góðar bækur.
Þennan vetur var talsverð söngalda innan yngri