Óðinn - 01.01.1935, Síða 42

Óðinn - 01.01.1935, Síða 42
42 Ó Ð I N N deildanna og var sungið mikið og kröftuglega í báð- um deildunum og var það mjer mikil upplyfting. ]eg fjekk hugrekki til þess að yrkja marga fjelagssöngva og ljet prenta þá á laus blöð og syngja þá í deild- unum. Drengirnir tóku þeim með fögnuði og lögðu kapp og lifandi fjör inn í sönginn. Jeg orti þessa söngva undir lögum, sem áður höfðu verið óþekthjer, og valdi til þess dönsk og ensk lög, er jeg hafði lært í utanferð minni og höfðu hrifið mig. Jeg þýddi samt ekki mikið af þeim tekstum, sem lögin voru við á hinni útlendu tungu, en sneið það sem jeg orti undir þeim eftir blæ lagsins og innihaldi því, sem var á frumtekstanum, og var jeg stundum í vandræðum með, hvort jeg ætti að kalla það frumort eða stæling- ar, en það lá mjer í ljettu rúmi, ef að eins hugsjón- ir sálmanna eða ljóðanna gætu náð inn í hjörtu drengj- anna. Meðvitundin um það, að jeg væri ekki og yrði aldrei skáld, olli mjer ekki lengur sárinda, en jeg var þakklátur fyrir þá æð, sem mjer fanst jeg eiga, og vildi gjarnan að hún mætti koma að gagni í starfi mínu innan fjelagsins, til þess að vekja og glæða góð- ar og fagrar hugsjónir og tilfinningar hjá drengjun- um, og reyndi jeg því til þess að velja lögin með það fyrir augum og láta eftir mætti lögin styðja efni og tilgang ljóðanna. — Þessi vetur var einn með þeim frjóvsamari í þessu efni. Það var víst, að fjör og gleði fylti fundina. Mjer þótti mjög vænt um vitn- isburð, sem vinur minn Haraldur Nielsson gaf um þetta. Hann var á einhverjum hátíðarfundi um vorið og sagði við mig eftir fundinn: »Nú skil jeg, hvernig stendur á því heillandi aðdráttarafli, sem fjelagið hef- ur á drengi og unglinga; það eru ljóðin og lögin og söngurinn!« — Um páskaleytið tóku sig saman nokkr- ir skólapiltar og höfðu biblíulestrarflokka sjálfir og þótti mjer það goft. Um sumarið voru farnar ýmsar göngufarir út úr bænum með V-D sjerstaklega, ýmist fram á Sel- tjarnarnes, eða suður í Kópavog. Og voru þær ferð- ir oft mjög skemtilegar. Jeg man vel eftir einni slíkri, sem farin var. Það var sunnudaginn 6. júní á 65. afmælisdegi K. U. F. M. í Lundúnum. í þeirri för voru 150 drengir og unglingar og nokkrir eldri. Vjer fórum með fylktu liði suður í Kópavog og upp með læknum; þar höfðum vjer ýmsa leiki á flötum nokkr- um skamt fyrir neðan Fífuhvamm og hjeldum þar stutta guðsþjónustu og var talað um Sir George Williams, er stofnaði K. F. U. M. á þeim degi fyrir 65 árum. Á göngunni heim var sunginn hver söng- urinn á fætur öðrum. Það var hrífandi dagur fyrir mig. Um vorið hafði jeg nokkra drengi til kenslu, er ganga áttu inn í Mentaskólann og voru það skemti- Iegir piltar og komust vel inn. Sumarið var mjög viðburðalítið. Jeg var nær altaf heima, og man fátt af því, sem gerðist, nema það að jeg prjedikaði stöku sinnum fyrir sjera Jóhann og þjónaði stundum fyrir prestana, hann og sjera Ólaf Ólafsson fríkirkjuprest, er þeir fóru eitthvað úr bænum. Um haustið í septemberlok kom sjera Haraldur Níelsson til mín; hann var þá annar prestur við Dóm- kirkjuna og hafði tekið við því embætti um vorið. Jeg fann þá þegar, að hann var eitthvað hnugginn og brá mjer í brún, er hann sagði mjer að hann kæmi frá Guðmundi Björnssyni landlækni, og hefði látið hann skoða hálsinn á sjer, því að hann hefði undanfarið fundið til einhvers meins í hálsinum. Guð- mundur hefði talið mein það svo mikið, að bráða nauðsyn bæri til að hann hætti allri prjedikunar- starfsemi, ef hann ekki vildi eiga á hættu að missa röddina algerlega; væri hann nú kominn að vita, hvort jeg vildi þjóna fyrir sig um veturinn. Jeg tókst svo þetta starf á hendur með samþykki Þórhalls biskups, enda þótt jeg sæji, að jeg færðist allmikið í fang, bæði þjónustuna og starf mitt í fjelaginu. í byrjun októbermánaðar tók jeg við starfinu og á sama tíma byrjaði vetrarstarfið í K. F. U. M. Jeg reyndi að leggja mig allan við hvorutveggja og jeg held að alt hafi gengið stórslysalaust. Milli sjera Jóhanns og mín var hin besta samvinna, og reyndi jeg þá, eins og áður, hvílíkt ljúfmenni hann var, hve vel hann sameinaði sanna karlmensku og hógværð, ásamt lítillæti. — Jeg messaði á hverjum sunnudegi, annan sunnudaginn hámessu og hinn sunnu- daginn síðdegismessu kl. 5. Þegar jeg kom heim úr kirkjunni, var alt orðið fult af drengjum. Húsið var alveg manntómt þegar jeg fór í kirkju, en í trausti til drengjanna ljet jeg það standa opið og hafði áður en jeg fór að heiman raðað myndabókum og blöðum á borðin í lestrarstofunni og litla sal. Aldrei kom það fyrir að drengirnir hefðu gert nokkurn óskunda á meðan þeir vóru einir, engar skemdir urðu; aðeins einu sinni hafði blekbytta oltið um koll, svo að blekið flæddi yfir borðið. Þeir vissu líka að jeg treysti þeim og kunni að meta þá sjálfstjórn, er þeir höfðu á sjer. Jeg hafði svo aðeins tíma til að fara úr hempunni áður en jeg hringdi upp til fundar. Samt fann jeg til þess, hve mjög mig vantaði hjálparmenn í starfinu og bað Guð að gefa mjer hæfa meðstarfendur í V-D. — Á sunnudagskvöldin var almenn samkoma með prjedikun eða uppbyggilegu erindi. Jeg stjórnaði þeim samkomum alt af, og talaði sjálfur oftast, en

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.