Óðinn - 01.01.1935, Page 43
Ó Ð I N N
43
fjekk þó oft aðra ræðumenn. Á mánudögum og þriðju-
dögum vóru biblíu-samlestrar, sinn flokkurinn hvorn
daginn. Á þeim samlestrum græddi jeg mikið, eink-
um með tilliti til efnis í ræður og uppbyggileg erindi.
Á miðvikudagskvöldum vóru fundir í U-D. ]eg hlakk-
aði alla vikuna til þeirra funda. Það var eins og sjálfur
fengi jeg við þá fundi aukinn þrótt. Það var líka oft
svo skemtilegt á undan fundunum, meðan piltarnir
voru að safnast saman, og fást við að tefla eða tala
saman í flokkum og gera að gamni sínu. Þá var
gaman að vera í þrönginni og taka eftir hreyfingum
og töktum og einkennileikum hinna einstöku, án þess
þeir yrðu varir við að þeir stæðu fyrir andlegri
myndavjel. Var hægt að læra margt af gamni þeirra
eða ertni og meinlausri stríðni hjá þeim innbyrðis.
Gat það, sem maður lærði á slíkum stundum, oft
komið að góðu gagni, til þess að vinna á móti agnú-
um og styðja kosti, svo að segja án þess að þeir
vissu af því sjálfir að verið var að eiga við þá per-
sónulega. Þurfti oft og einatt ekki nema eina setn-
ingu, sem sögð var eins og tilgangslaust, til þess í
kyrþei að vekja athygli þeirra á einhverju sjerstöku
í fari þeirra eða framkomu, án þess að þeir fyndu
að við þá væri átt. — Svo þegar inn á fundinn kom
og piltarnir vóru komnir í sæti, var einnig fróðlegt
að taka eftir og »stúderac hina opnu bók og lesa
þar milli línanna. Hvernig þeir sungu og stellingar
þeirra undir söngnum, svipbrigði og ýmsir smámunir,
mismunurinn á hinni glaðvakandi og hinni sofandi
eftirtekt undir ræðum eða erindum, alt þetta gaf efni
til íhugunar og leiðbeiningar. En fegurst af öllu var
að sjá þegar »sálin var að vakna*, sjá vaxandi
morgunroða smámsaman læðast inn í meðvitundina
og boða komandi dag í sjálfsvitundinni um afstöðu
sína til sjálfs sín og til Gnðs og manna. Þá reið á
fyrir leiðtogann að hafa sjálfsafneitun til þess að
halda sjer frá að grípa inn í, í ótíma, en vera til taks
til hjálpar eða leiðbeiningar, er leitað væri. Alt þetta
gerir starfið meðal hinna ungu svo unaðsfult og um
leið oft sársaukakent, að því verður varla lýst.
Aldrei líður mjer úr minni einn fundur í U-D þann
vetur. Tildrögin vóru þau, er nú skal greina: Á ein-
hverju uppboði hafði jeg endur fyrir löngu keypt
bunka af gömlum bókum. Jeg rekst svo einn dag af
tilviljun (hafi það þá verið tilviljun) á eina skræðu
fornfálega mjög. Það vóru sorgarleikir Sophoklesar
á grísku. ]eg fór að blaða í henni og tek þá eftir
að neðan undir gríska textanum, sem mjer var óvið-
ráðanlegur, var fullkomin þýðing á latínu. ]eg tók mig
svo til og las þessa latnesku þýðingu á sorgarleikn-
um »Oedipus tyrannus*. ]eg las hana ekki vandlega,
en þó svo að jeg komst að efninu. Skömmu síðar
fór jeg einn miðvikudag suður að Vífilsstöðum, dvald-
ist mjer þar svo lengi hjá Sigurði lækni vini mínum,
að jeg komst heim rjett svo að jeg gat sett fund í
tíma með því að hlaupa alla leiðina. Þegar jeg var
búinn að til taka fyrsta sönginn og byrjað var að
syngja, fór jeg að hugsa um, hvað jeg ætti að segja
drengjunum, því jeg hafði ekki búið mig undir neitt
vegna oflangrar dvalar á Vífilsstöðum. Mjer datt þá
Oedipus í hug og meðan verið var að syngja söng-
inn eftir bænina, fór jeg niður í kjallara og náði í
bókina. Svo las jeg hinn mikla harmleik upp eins vel
og jeg gat, eftir stuttan formála. Það má nærri geta,
að þýðing mín á latínunni var ekkert snildarverk, en
það hjálpaði nokkuð að jeg var sveittur og ör eftir
gönguna. ]eg var svo bundinn við bókina að jeg gat
ekki litið á áheyrendurna, en fann þó að jeg hafði
athyglina með mjer. Svo í síðasta þætti varð mjer
samt litið upp, því jeg fann að kyrðin var svo þrungin
af eftirvæntingu. Þá mætti mjer sú sýn, er jeg sje
enn fyrir mjer: Haf af augum, er blíndu á mig, full
af tárum, sem ekki einu sinni var reynt að dylja.
Það var eins og allir hjeldu andanum niðri. Það rann
líka út í fyrir mjer, er jeg svo sá í lestrinum fyrir
mjer hinn blindaða konung koma út úr höllinni með
andlitið alblóðugt og hefja sínar síðustu átakanlegu
harmatölur. Svo fjell tjaldið. Drengirnir sátu eins og
agndoða, enginn hreyfði hendurnar til að klappa, og
það þótti mjer vænt um. Jeg talaði svo hægt og lágt
í nokkrar mínútur um mismuninn á trúnni á þá guði,
sem jafnvel knýðu göfuga sál út í glæpi og hinar
hræðilegustu afleiðingar þeirra, og svo á vorum kær-
leiksríka föður á himnum. Svo var þessum fundi slitið.
— Brennandi þakklæti svall í hjarta mínu, því að jeg
fann að þetta var sjerstök gjöf, og jeg veit að engin
prjedikun hefði haft eins mikil áhrif á hugina og þessi
meir en tvö þúsund ára gamli sorgarleikur.
Drengirnir rómuðu þetta kvöld svo mjög, að jeg
var beðinn um að gefa þetta sama á aðaldeildar-
fundi. Og er drengirnir í Unglingadeildinni komust
að því, að lesa ætti Oedipus upp þar, báðu margir
um að mega koma á þann fund, til þess að heyra
sjónleikinn lesinn aftur. Það fengu þeir auðvitað. En
þótt jeg hefði undirbúið mig rækilega undir þann
fund, þá vantaði eitthvað til þess að áhrifin yrðu jafn
mikil. — Jeg gat ekki stilt mig um að skýra svona
nákvæmlega frá þessum fundi.
í desember dó biskup Hallgrímur Sveinsson og
átti jeg þar að minnast manns, sem sífelt hafði verið