Óðinn - 01.01.1935, Síða 45

Óðinn - 01.01.1935, Síða 45
Ó Ð I N N 45 lega á mig að sækja, þá vissi jeg, hvað jeg ætti að gera. Og er spurt var hvað það væri, svaraði jeg því, að þá sækti jeg heldur ekki, en mundi yfirgefa fje- lagið hjer og fara alfarinn til Danmerkur, því að jeg mundi líta á þá áskorun sem vantrausts-yfírlýsingu frá fjelaginu. — En að sleptu öllu gamni, hefði jeg ekki getað lil þess hugsað, að etja kappi við svo kæra vini, nje heldnr að sleppa mínu gullna frelsi fyrir embættisfjötur. — ]eg bað guð oft og innilega um að láta þann verða prest hjer, sem hann sjálfur vildi og sæji að best væri fyrir þá og söfnuðinn. Jeg vissi að jeg yrði glaður, hvor þeirra sem ofan á yrði. — Þegar jeg var spurður um mitt álit, taldi jeg upp kosti beggja og sagði hverjum fjelagsmanni að kjósa þann, er honum eftir bæn sjálfum sýndist best. Jeg varaðist að hafa beinlínis eða óbeinlínis áhrif á nokk- urn mann. Og við kosningarnar kom mjer vel, að jeg hafði aldrei greitt atkvæði í nokkru opinberu máli. Svo var Bjarni Jónsson kosinn, og upp frá því bað jeg um, að það mætti verða bæði honum og söfn- uðinum til blessunar. Um vorið, þann 26. júnf, var Bjarni vígður, og var það stór hátíðisdagur fyrir mig að mega vera vígslu- vottur hans, eins og jeg líka hafði verið vígsluvottur við vígslu sjera Þorsteins Briem. Mjer þótti það góðs viti og gleðiefni, að finna með hve mikilli alvöru og bæn sjera Bjarni hafði búið sig undir hið heilaga starf, sem hann var að takast á hendur. Mjer þótti líka vænt um að vera skírnarvottur að fyrsta drengn- um, sem hann skírði daginn eftir vígsluna. Það var Haukur, sonur alúðarvina minna hjónanna Vigfúsar Guðbrandssonar klæðskera og Maríu Sigurðardóttur. Sá dagur er einn af minningardögum mínum. Það bar einnig til tíðinda einmitt um þessar mundir, að fjelagið og jeg' fengum mjög kærkomna heimsókn frá Danmörku. Það vóru lýðháskóla-forstöðumaður Thomsen, frá Börkop, og sjera Biering, þá prestur í Esbjerg, tveir skörungar í kristilegu æskustarfi í Dan- mörku. Þeir vóru sendir af K. F. U. M. í Danmörku til þess að heimsækja fjelagið hjer; vóru þeir hjer um nokkurn tíma og vöktu mikla gleði í fjelaginu og töluðu á fundum og í kirkjunni. Þeir vóru báðir mjög mikilsvirtir menn og þótti mönnum, sem á þá hlýddu og kyntust þeim, mikið til þeirra koma. Varð mjer mikill styrkur að komu þeirra, þrátt fyrir það, að einn maður reyndi til í kyrþei að sverta starf mitt og fjelagsins í augum þeirra. En það tókst ekki. Þeir vóru svo skilningsgóðir á aðstöðu vora og erfiðleika. í september fór jeg í ferðalag norður í Húna- vatnssýslu til þess að heimsækja góðan vin og frænda minn, sjera Eyjólf Kolbeins á Melstað í Miðfirði. Með mjer fór ungur drengur, Ingólfur, sonur hjón- anna á Innra-Hólmi í Akraneshreppi, Ingólfs Jóns- sonar og Hlínar konu hans. Þau hjón höfðu áður búið um tveggja ára skeið í Fífuhvammi við Reykjavík, og hafði Ingólfur litli, þá 10 ára, verið hjá mjer um veturinn til kenslu; hann var mesti efnispiltur. Hann var meðreiðarsveinn minn. Við höfðum fengið loforð um hesta á Hvanneyri og fórum þvi fyrst upp til Borgarness og þaðan á bát til Hvanneyrar. Fanst mjer mikið til koma að sjá þann stað. Halldór frændi minn Vilhjálmsson tók mjer opnum örmum, og var jeg nótt hjá honum í góðu yfirlæti. Páll Jónsson, kennari á Hvanneyri, hafði útvegað hestana og átti hann annan hestinn, og tók mjer vara fyrir að láta drenginn ríða á honum, hann væri svo fjörugur; hinn hesturinn var mesta stillingarskepna, en góður og viljugur þó. Við komum við á Hesti til sjera Arnórs og fengum þar ljúfmannlegustu viðtökur, og töfðum þar all-langa stund. Síðan riðum við glaðir þar sem leiðir lágu upp Borgarfjörð; höfðum við veður hið besta og þótti okkur fagurt að líta yfir hjeraðið. Jeg átti fult í fangi með að stjórna hesti mínum; hann hafði líka þann ágalla að vilja endilega fara heim á hvern bæ, er riðið var fram hjá. Ef jeg ekki gætti vel að, þar sem traðir lágu heim að bæ, var hann þotinn á harðasta sprett heim f hlað og nam þar staðar svo snögt, að jeg var nær dottinn af baki. En þetta vildi þó ekki til nema einu sinni, því er jeg hafði fengið raun fyrir þessari tilhneigingu hestsins, neytti jeg allrar orku að láta hann fara fram hjá þeim bæjum, er leiðin lá rjett hjá. — Nú man jeg ekki eftir neinu markverðu við ferðalagið fyr en við komum að Melum í Hrúta- firði. Þau hjónin, og synir þeirra, tóku mæta vel á móti okkur, og sátum við þar nokkra daga að kynni í bestu skemtun og yndi. Vóru þau Mela-hjón bæði mjög skemtileg í sam- tölum og öllu viðmóti, og synir þeirra, Bjarni og Jón, gerðu okkur dvölina mjög ánægjuríka. Bjarni var mjer mjög kær, og töluðum við um fræðigreinar og skólamál, og Jón var hinn alúðlegasti greindarpiltur, og gatst mjer mjög vel að honum. Einn daginn fór- um við í skemtiför út að Hlaðhamri að heimsækja vin minn, Agúst Blöndal frá Kornsá. Tók hann mjer sem bróður sínum og urðu með okkur fagnaðar- fundir. Við höfðum ekki sjest í mörg ár; urðu mjer mjög greinilegar minningarnar frá Kornsá og frá skólabekkjunum. Kona Ágústs var mjer líka mjög

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.