Óðinn - 01.01.1935, Page 46
46
Ó Ð I N N
alúðleg og eins börn þeirra. Sjerstaklega hafði jeg
mesta yndi af að kynnast syni hans, Friðriki Theodór,
litlum og ljúfum dreng, sem hændist fljótt að mjer.
Fanst mjer stundin líða alt of fljótt, og hefði gjarnan
viljað vera þar miklu lengnr. — En eins og vant er
að vera, varð maður að fara, og láta margt ósagt og
óspurt, er gamlir vinir vilja fregna og heyra af högum
hvor annars, eftir langt bil funda milli. — Húsfreyjan
á Melum og Bjarni vóru með í förinni, og jók það
mjög á skemtun fararinnar. Við komum að Kjörseyri
og mátti þar sjá myndarbrag á öllu. Heim að Melum
komum við ekki fyr en seint um kvöldið.
Frá Melum hjeldum við Ingólfur því næst að Mel-
stað. Þar töfðum við á aðra viku, því að sjera Eyj-
ólfur vildi ekki sleppa mjer að sinni, og var þó ærið
mannmargt á Melstað fyrir. Þar var hinn mesti grúi
af börnum, einir sjö drengir, og, fyrir utan hið fasta
heimilisfólk, suinarmenn, er voru að gera steinsteypu-
hús, og var þar yfirsmiður, kær maður og skemti-
legur, Einar Finnsson; þetta voru nautnaríkir dagar
innan um allan þennan frændahóp; við sjera Eyjólfur
vorum þremenningar að frændsemi. Elsti sonur hans,
Halldór, var mjer þar að auki kunnugur áður og
ástfólginn mjög, því að hann var einn úr úrvaldsliði
unglingadeildarinnar í Rvík, í flokki þeirra áhuga-
sömustu latínuskólapilta, er veturinn áður höfðu rækt
fundina í U-D. — Einn dag riðum við fram að Bjargi,
því þar átti Ingólfur litli frændfólk og varð hann þar
eftir. Mig greip þar áköf hrifning, er jeg hugsaði um,
að þar hafði Grettir Ásmundsson lifað æskudaga sína.
Runnu upp fyrir mjer sýnir um Gretti, og líf hans
og spakmæli. — Mjer finst ávalt að jeg fari auðg-
aður frá þeim stöðum, er jeg þekki úr fornsögunum.
Það er eins og sjálfir staðirnir haldi þeim sið for-
feðranna, að leysa gesti út með gjöfum.
Sunnudaginn eftir komu mína riðum við inn að
Núpi og höfðum þar messugerð, það er annexía í
hinu víðlenda prestakalli, er samsett er úr tveimur
prestaköllum, Melstaðar og Staðarbakka. — Síðdegis
var samkoma í kirkjunni á Melstað, meðal þeirra er
komu þar til kirkju var heyrnarlaus og mállaus dreng-
ur frá Búrfelli, sem hjet Tryggvi Jónsson. Jeg þekti
hann, því að hann var nemandi á Daufdumbraskól-
anum í Reykjavík, sjerlega gáfaður piltur og vel gefinn.
Jeg hafði um vorið verið prófdómari við skólann og
komið þar oft um veturinn, og um vorið, meðan jeg
var að búa þar tvo pilta undir fermingu, og hafði
jeg lagt mig eftir fingramáli, en prófið fór fram skrif-
lega. — Mjer þótti vænt um að sjá þennan dreng,
því hann var mjög hændur að mjer, og hafði jeg
fundið, að hann var óvenjulega fljótur að átta sig á
öllu. — Hann átti um þessar mundir að fara suður
ásamt einhverju öðru fólki, og var ákveðið, að það
yrði mjer samferða.
Jeg var enn um nokkra daga á Melstað, og kveið
fyrir að fara þaðan, því bæði þótti mjer skemtilegt
að vera sem lengst að samvistum við prestinn og
Halldór, og svo undi jeg svo vel með öllum drengj-
unum litlu, þeir vildu alt af vera í kringum mig,
sjerstaklega Þorvaldur, þá um 7 ára. Jeg fór að smá
segja honum ýms nöfn og setningar á latínu, og leitst
mjer svo vel á hann, að jeg hefði feginn viljað fá
hann í fóstur, ef kringumstæður hefðu leyft. — En
að burtfarardegi leið og varð ekki við það ráðið.
Jeg mun ætíð minnast þessarar veru minnar með
þakklæti. Jeg dáðist þar að svo mörgu, sem jeg sá
og heyrði. Jeg dáðist líka að dugnaði prestkonunnar,
Þóreyjar Bjarnadóttur frá Reykhólum, og að umsjá
hennar fyrir hinum mikla barnaflokki, ásamt stór-
kostlegum heimilisönnum og miklum gestagangi.
Við Ingólfur lögðum af stað snemma morguns og
áttum að hitta samferðafólkið á Grænumýrartungu;
en við fórum nokkuð á undan því, til þess að hafa
betri tíma að tefja á Melum. Þar var okkur aftur
vel fagnað, og tók Jósep hest til þess að ríða með
mjer fram undir heiði. Það var foli, fjörugur og lítt
taminn, sem hann reið. Hugsaði jeg gott til skemti-
legrar reiðar fram sljetta melana. Þegar komið var
nokkuð fram á leið, vildi svo til að folinn tók alt í
einu viðbragð og þaut áfram eins og elding, tóku þá
hestar okkar Ingólfs til fótanna og varð úr þessu
hinn mesti sprettur. Ingólfur reið á fjöruga klárnum
og varð jeg dauðhræddur um hann, því að hestur-
inn gat verið svo gapalegur. Jeg knúði því reiðina
sem mest jeg mátti, en alt í einu kollsteyptist hest-
urinn undir mjer og jeg hentist langa leið fram af
honum á höfuðið og slengdist svo niður á melinn.
Jeg lá þar kyr litla stund og leið mjer afar-vel; jeg
fann einhverja vellíðan um mig allan og hugsaði mjer
að sofna örlitla stund, en þá mundi jeg eftir þeim
Jósep og datt í hug, að þeir yrðu hræddir, ef jeg
lægi kyr, og hristi jeg mókið af mjer og stóð upp til
þess að sýna þeim, að jeg væri lifandi og ætlaði svo
að leggja mig fyrir aftur. Jeg stóð upp og þá rann
víman af mjer. Þeir komu svo til mín og spurðu,
hvort jeg hefði meitt mig. Jeg kvað nei við og náði
í hest minn og settist á bak. Við riðum svo þjettings-
reið þangað til við náðum samferðafólkinu, en þá
var hlaupin upp stór kúla vinstra megin á enni mjer.
Við Jósep skildum með mikilli vináttu. Jeg varð