Óðinn - 01.01.1935, Side 47

Óðinn - 01.01.1935, Side 47
47 Ó Ð I N N að riða berhöfðaður yfir heiðina. Samferðafólkið tók sjer náttstað í Sveinatungu, en við Ingólfur hjeldum niður að Hvammi í Norðurárdal, og fengum þar góðar viðtökur hjá sjera Gísla Einarssyni. ]eg gat lítið sofið um nóttina fyrir ríg og strengjum í hálsi og herðum, og kúlan var orðin helblá og stór sem æxli. ]eg hefði viljað vera um kyrt næsta dag, ef samferðufólhið hefði ekki verið; svo var líka ljúft að vera hjá sjera Gísla, og vorum við Sverrir, sonur hans, líka alúðarvinir. Um kvöldið komum við til Borgarness og fengum gistingu á gistihúsinu tvær nætur. Kom jeg hestunum yfir að Hvanneyri og svo hjeldum við til Reykjavíkur. Kúlan á enninu var farin að minka, en marblámi færðist yfir andlitið vinstra megin og kom jeg til Reykjavíkur með stærðar glóðarauga, hið einasta sem jeg hef fengið á æfinni. Þetta sumar opnuðust augu mín fyrir því, að jeg gæti komist úr skuld minni; Guð hafði alt af verið að bænheyra mig, en jeg ekki skilið það, því að jeg hafði afmælisgjöfina, 50 kr. á mánuði, en með því að jeg hjelt að hún gæti hætt þá og þegar, hafði jeg aldrei reiknað með þeim peningum. Jeg fór til Júlí- usar Arnasonar, sem færði mjer alt af peningana, og spurði hann, hvort hann hjeldi að þetta hjeldist við til jafnlengdar næsta sumars, og kvað hann svo mundu vera. Jeg bað hann þá að fara með þessa peninga á mánuði hverjum niður í banka og borga þá inn á skuld mína þar. Jeg hafði talað við bankastjóra og hafði hann gengið inn á þennan borgunarmáta. — Nú var öllum áhyggjum ljett af mjer, en samt fann jeg til þeirra umskifta frá því um veturinn. Jeg varð auðvitað að kenna mikið til þess að hafa nægilegt; og það varð Iíka svo að mig skorti ekkert. Jeg hafði og talsvert fyrir að yrkja fyrir menn, einkum erfiljóð, og sumir borguðu líka mjög ríflega. Það var þá um haustið, er jeg eitt sinn var að velta fyrir mjer fjár- hagshorfunum, að eitt Guðs orð kom til mín, orð sem jeg oft hafði lesið, en aldrei hugsað sjerlega út í. Það var orðið, sem spámaðurinn Elía sagði við ekkj- una í Zarpat: Svo segir Drottinn: »MjöIskjólan skal eigi tóm verða, og olíuna í krúsinni ekki þrjóta, allt til þess dags, er Drottin gefur regn á jörðu«. Nú kom þetta orð til mín þannig, að jeg fann að það var persónulega til mín talað. Upp frá því var jeg öruggur og orðið hefur rætst til þessarar stundar. Enn eina stóra gleði hafði þetta ár að færa mjer. Jeg hafði nokkuð lengi verið að svipast um eftir foringjaefnum til starfsins í V-D. Það var farið að vaxa mjer yfir höfuð. Einu sinni um vorið, í júní, vóru nokkrir af mínum handgengnu vinum úr U-D hjá mjer eitt kvöld. Það vóru eitthvað sjö piltar. Jeg man ekki út af hverju það kom, en jeg sagði við þessa pilta: »Ef Kristur hefði þörf á ykkur til ein- hvers hlutverks, eruð þið þá reiðubúnir til þess að taka á móti því kalli; þið þurfið ekki að svara þessu nú, en hugsið um það og biðjið hann að vísa ykkur á eitthvað að gera fyrir hann!« — Jeg sagði ekki meira. Einstaka sinnum, er fund minn bar saman við þessa ungu menn um sumarið, ympraði jeg á þessu og áminti þá um að gefa sig Guði, þannig að þeir yrðu til taks, ef köllun kæmi til þeirra. Svo leið sumarið og fram á haust. Jeg gaf mikinn gaum að þessum piltum, og tók smámsaman að láta þá renna grun f, að jeg hefði eitthvað sjerstakt í hyggju með þá. Jeg bað mikið fyrir þessu vali, og svo mánudag- inn 7. nóv., á dánardegi Jóns biskups Arasonar, kallaði jeg þá saman til mín og opinberaði fyrir þeim huga minn, að jeg þyrfti hjálp þeirra með, og hinir yngstu þyrftu að fá unga leiðtoga og hjálparmenn og spurði, hvort þeir vildu taka þetta að sjer og mynda nefnd fyrir Y-D. Þeir skyldu ekkert svar gefa þá um kvöldið, en hugsa málið vel þessa viku, og ef þeir væru fúsir til þess að gefa mjer svar með því, að koma aftur næsta laugardagskvöld. Eftir mjög innilega bænarstund skildum við. — Næsta laugar- dagskvöld komu þeir aftur og nú útskýrði jeg starfið fyrir þeim, og að þeir fyrst ættu aðeins að hjálpa mjer við að taka hver sinn part af bænum og hugsa um þá drengi, sem byggju í þeim bæjarparti, sjá um fundarsókn þeirra og örfa þá til að sækja fundi, og hafa eftirlit með þeim, að svo miklu leyti sem þeir gælu. Þessa starfsnefnd kallaði jeg svo »úrval«, þar sem þeir væru valdir úr fjelagsmönnum, en ekki kosnir, eins og títt er að kjósa í nefndir. Sömuleiðis yrðu þeir í starfinu, þangað til þeir yrðu úr því að fara, einn og einn, og útveguðum við aðra í staðinn fyrir þá, sem fara yrðu. Svo var ákveðið að vjer kæmum saman tvisvar í viku, til undirbúnings, en fyrst eftir nýár tækju þeir svo við starfinu. Jeg hafði hugsað mjer tölu »úrvalsins« 11 —14. — Svo var nú gengið sleitulaust að málinu, bænum skift í hverfi, er vjer kölluðum »sveitir«, skrifaðir upp þeir drengir í deildinni, sem meðlimir væru o. s. frv. — Þann 14. janúar voru svo hinir ungu foringjar á fundi settir inn í starfið opinberlega. Það var mikill hátíðis- dagur, og hafði þetta hina mestu þýðingu fyrir mig og fjelagið, og marga af þessum ungu mönnum. Þess vegna mátti jeg til að vera svona langorður um þetta atriði. — Þennan vetur, 1910 —'11, hef jeg lifað einna sælastan; það var svo mikill vorgróði í

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.