Alþýðublaðið - 16.10.1963, Síða 3
MÖRKU BRÁÐLEGá?
Home lávarður, vinstra megr- ur og Hailsham lávarður fengru j
in, og Richard A. Butier í pont dunandi Iófakfapp fyrir ræður j
unni á flokksþingri íhaldsmanna sínar en ræöu Butlers var tek J
í Blackpool. Þeir Home lávarð- ið miklu fálegrar. S
Állt óráðið um
forsætisráðherra
e LONDON 15. okt. (NTB-Reuter)
Ekki virðist því verða svarað í
þessari viku hver muni taka við
af Harold MacmiHan sem forsætis
ráðherra og vel má vera að hið
endanlega svar við spurningunni
um eftirmanninn komi frá Mac-
millan sjálfum. Þetta vandamál
hefur nú verið efst á baugi í heila
viku, en Macmill'an var lagður inn
á sjúkrahús á þriðjudag. Sumir
stjórnmálamenn eru á þeirrj skoð
un að ef lengur dregst að velja
nýjan flokksforingja muni það
verða til þess að upp komi raddir
um að Macmillan haldi áfram sem
forsætisráöherra.
Macleod flokksmaður, Hails-
ham vísindamálaráðherra og He-
ath varautanríkisráðherra. Ræddi
hann við þá í þessari röð. Butler
gerði grein fyrir ráðherrafundi
fyrr um daginn. Búizt er við að
10-14 af 21 ráðherra stjórnarinnar
muni styðja Butler sem forsætis-
ráðherra. Þó er þetta ekki nóg
til að tijyggja honum stöðuna.
Hann verður einnig að fá stuðning
meirihluta hinna 360 þingmanna
íhaldsflokksins. Einnig vcrður
hann að njóta öflugs stuðnings
kjósenda.
KAUPMANNAHÖFN 15. okt.
(NTB) — Stjómarandstöðuflokk-
arnir í danská þjóðþinginu,
Venstre og Konservative, báru í
dag fram vantrauststillögu á sam-
steypustjórn Jens Otto Krag, en
hún er mynduð af jafnaðarmönn-
um og Radikal Venstre. Van-
trauststilfagan lætur í ljósi efa-
semdlr um hæfni stjórnarinnar til
að koma á nauðsynlegri samvinnu
um Iausn margra þýðingarmikilla
vdndamála. Ekkf getur tilEagan
fengið samþykki í þinginu, en get-
ur samt sem áður leitt til þess að
Þjóðþingið verði leyst upp og efnt
verði til nýrra kosninga.
Tillagan var lögð fram af for-
ingja Venstre, Erik Eriksen, fyrr-
verandi forsætisráðherra og var
studd af Paul Möller, foringja í-
haldsmanna. Kom hún fram í um-
ræðunum um hásætisræðu kon-
ungs. Hafði Eriksen í þeirri ræðu
gagnrýnt mjög samvinnuhæfni
innan ríkisstjórnarinnar og setti
hann tillöguna fram í lok ræð-
unnar. Talsmaður jafnaðarmanna
í Þjóðþinginu, K.B. Andersen, hóf
umræður þessar með því að full-
yrða að enn hefði góðærið batnað.
Ekki væri það eingöngu að þakka
stjórnmálaástandinu innanlands,
en heldur ekki einvörðungu góðu
verðlagi á innfluttum vörum.
Allir þeir er ábyrgð bæru væru
sammála um að leiðin fram á við
væri ekkj linari þjóðmálastefna,
jafnvel þótt vinsælt kynni að verða
að hefja herferð gegn skyldu-
sparnaðinum. K.B. Anderen lauk
ræðunni meö því að spyrja hvað
andstaðan vildi eiginlega, hvort
hún myndi nú leggja fram á-
kveðnar tillögur er gengju í gagn
stæða átt?
Foringi íhaldsmanna, Paul Möll
er, sagði að þjóðin hefði ekki leng
ur efni á að hafa núverandi ríkis-
stjórn. Við verðum að fá nýja
rikisstjórn með óþreyttum mönn
um, sagði hann. Við höfum enga
trú á að núverandi stjórn leysi
vandamál ríkisins eða stjórni já-
kvæðri samvinnu í þinginu eftir að
við höfum undanfarna daga verið
vitni að öryggisleysi hennar og
stefnuleysi. Þá taldj hann og að
tilraunir Per Hækkerup utanríkis
ráðherra til að finna lausn í Suð-
ur-Afríku-málinu hefði u jafnvel
leitt til hins gagnstæða. Þá værii
og tilraunirnar til að skapa citt
markaðssvæði í Evrópu, algerlega
komnar í sjálfheldu. Hann krafðist
einnig þess að sköttun yrðj færð
af tekjum og sparnaði yfir á
neyzlu.
Barizt á landamær-
um Alsír - Marokkó
Alþeirsborg, 15. okt
NTB - Reuter)
BARDAGAR hersveita frá Alsír
og Marokkó á landamærum ríkj-
anna héldu áfram í dag. Hins veg-
ar eru fréttirnar um hernaðará-
standið óljósar og mótsagna-
kenndar. Þó ber síðustu fréttum
saman um að nú sé barizt á endi-
löngum landamærunum.
Alsírska upplýsingamálaráðu-
neytið bar til baka fréttir frá Ma-
rokkó þess efnis, að hersveitir frá
Marokkó hefðu tekið tvo landa-
mærabæi, en síðar skýrði útvarp-
ið í Algeirsborg svo frá, að Serkir
hefðu náð landamærabæjunum
Hassi Beida og Tinjoub, aftur á
sitt vald.
Alsírska landvarnaráðuneytið
skýrir frá því, að bardagarnir séu
hafnir á ný. Að sögn formælanda
Marokkóstjórnar hafa bardagarn-
ir breiðzt út til annarra svæða. En
bornar eru til baka fréttir þess
efnis, að landamærabæirnir tveir
hafi fallið í hendur Serkjum.
Jafnframt því sem hernaðarað-
gerðirnar virðast breiðast út til
annarra svæða í eyðimörkinni
reyna stjómir ríkjanna að ræða
hvað gera skuli til þess að koma
aftur á friði.
Tveir sérlegir sendimenn frá
Alsírstjóm komu til Marrakech í
kvöld að ræða við Hassan konung.
Jafnframt sneri sérlegur sendi-
maður Bourgiba Túnisforseta aft-
ur til Túnis eftir þriggja daga
heimsókn í Marrakech þar sem
hann bauð Marokkó og Alsír að
miðla málum í deilunni.
Einnig er hafinn undirbúningur
að því að taka málið fyrir á vett-
vangi Afríkubandalagsins, sem
stofnað var á fundi æðstu manna
Afríkuríkja í Addis Abeba í vor.
t^WWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWtWWWWWWMWWWMMiWWWWWWWWWWWiWWWWWWWWWWWW
Kunnugir menn í Lundúnum,
telja hins vegar litlar líkur á að
þróunin verði slík. Hins vegar er
athyglisvert að Macmillan er enn-
þá forsætisráðherra — og hressist
óðum enda á ömggum batavegi.
í dag áttj hann mörg samtöl við
forustumenn stjórnarinnar, þá er
næstir standa sem eftirmenn hans.
Voru það þeir Butler, varaforsæt-
isráðherra, Home utanríkisráð-
herra, Maudling fjármálaráðherra
Frakkar yfir-
gefa Bizerta
TÚNISBORG 15. okt. NTB-
Reuter). Habib Bourgiba forseti
tiikynntj í dag að síðasti franski
hermaðurinn væri farinn úr landi.
Hann sagðk að Fnakkar hefðu,
flutt á brott herlið sitt frá flota-
og fl'ugstöðinni í Bízerta í anda
gagnkvæmrar virðingar.
Frakkar flytja herlið sitt frá
Bizerta þar eð herstöðvarinnar er
ekki lengur þörf síðan Alsí öðl-
aðist sjálfstæði og þar eð Frakkar
eru að fá eigin kjarnorkuvopn til
landvarna.
tAkn vidreisnar vestur-þýzkalands
Bonn 16. október
(NTB - Reuter)
KONRAD Adenauer, sem hefur
verið leiðtogi vestur-þýzka
sambandslýðveldisins frá stofn-
un þess fyrir fjórtán árum,
hverfur ekki af vettvangi stjórn
málanna þegar hann lætur nú
af embætti kanzlara.
Þrátt fyrir háan aldur (hann
er 87 ára) virðist Adenauer enn
með fullu fjöri, bæði andlega
og líkamlega. Hann verður á-
fram formaður Kristilega de-
mókrataflokksins og heldur
sæti sínu á þingi. í Bonn efast
enginn um að hann muni nota
mikið álit sitt og reynsíu sína
til þess að aftra stjórninni frá
því að víkja verulega frá þeirri
stefnu, sem hann hefur sjálfur
markað.
Stjórnmálamenn í Bonn eru
því ekki vissir um hvort rétt sé
að halda því fram, að Aden-
auer-tímanum sé lokið, enda
þótt Ludwig Erhard taki við
embætti kanzlara.
Jafnvel hörðustu andstæð-
ingar Adenauers verða að játa,
að hann er helzti maðurinn að
baki næstum því ótrúlegum
framförum, sem Vestur-Þjóð-
verjar hafa tekið á árunum eft-
ir heimsstyrjöldina.
Þegar hann varð fyrsti kanzl-
ari lýðveldisins 1949, 73 ára að
aldri, lá landið í rústum. Marg-
ar milljónir atvinnulausra
flóttamanna höfðu flúið úr
austri. Landið var undir
ströngu eftirliti bandamanna og
rótgróinnar tortryggni gætti í
þess garð hvarvetna í heimin-
um, sem treysti Þjóðverjum
ekki lengur vegna Hitler-stjórn
arinnar.
í dag er Konrad Adenauer
tákn viðreisnar Vestur-Þýzka-
lands og liinnar nýunnu, sterku
aðstöðu.
★ ANDVÍGUR RÚSSUM
ADENAUER er fæddur 6. jan-
úar 1876 í Köln og var þriðji
elzti sonur lögfræðings. Hann
vildi verða lögfræðingur, en
1917 var hann kosinn borgar-
stjóri í heimabæ sínum og
þeirri stöðu gegndi hann unz
nazistar ráku hann úr emb-
ætti 1933. Þá var Adenauer 57
ára gamall.
Á næstu tólf árum hafði A-
denauer engin afskipti af stjórn
málum. Hins vegar var hann
handtekinn tvívegis, 1934 og
1944, sem ,,pólitískur andstæð-
ingur”.
Vorið 1945 skipuðu banda-
rísk hernámsyfirvöld hann
borgarstjóra í Köln á ný. En
Bretar, sem tóku við stjórninni
í Rínarhéruðum af Bandaríkja-
mönnum, viku honum úr emb-
ætti aðeins sex mánuðum síðar.
Ástæðan var sögð ódugnaður.
Adenauer ,sem fyrrum var
foringi kaþólska Miðflokksins,
einbeitti sér að stofnun kristi-
legs lýðræðisflokks í því skyni
að sameina kaþólska menn og
mótmælendatrúar og leggja
kenningar kristninnar til grund
vallar stjórnmálastarfseminni.
Adenauer, sem stóð á há-
tindi valdaferils síns um 1955,
hefur á öllum kanzlaraferli sin-
um stefnt fyrst og fremst að
því að gera Vestur-Þjóðverja
að jafnréttháum aðila í banda-
Framh. á 13. síðu
W%\WWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWMWWWVWVW\WWWMMMW%WWWWWMMWMWW%WMMMWWWWWWW1
KOSNINGARIDAN-
ALÞÝÐUBLADIÐ — 16. okt. 1963 3